Borgfirðingabók - 01.12.2011, Síða 126
126 Borgfirðingabók 2011
hálfgerður villingur. Þó tókst að beisla hann, en hann var óleiðitamur.
Ég átti að reka á eftir, en hann var meinslægur. Þá bað ég karl að lána
mér gönguprikið sitt til að lumbra á afturenda hans. Ég renndi því
þversum undir taglið upp að taglrótum. Þá verður hann snarband-
vitlaus, slítur tauminn og þýtur eins og eldibrandur og sleppir ekki
prikinu fyrr en langt suður á eyju þar sem hitt stóðið var, en sá gamli
horfir á tauminn til að sannfærast um að svínið væri horfið.
Að því búnu sneri hann heim og sagði farir sínar. Einu sinni í
rökkri síðsumars færði ég mig í pils með prjónaða þríhyrnu á herðum,
legg upp að Hraunsnefi. Á Haugum var skyldfólk þeirra sem bjuggu
á Hvassafelli. Ingibjörg gamla bauð mér inn.
Ég sagðist vera frá Haugum á leið að Hvassafelli, hvort ég gæti
fengið fylgd. Ég reyni að sitja heldur í skugga, gamla konan kemur
með kaffi og lummur á litlum diski og það er sýnilegt að hana grunar
ekkert. Svo biður hún Brand að fylgja mér. Honum þótti sýnilega
vænt um að fá að skreppa til bæjar.
Þegar fram í hraunið kom fel ég mig milli steina, en karl stímar
áfram. Þó fer svo að hann kemur til baka og kallar „Stúlka, stúlka.“
Svo fer hann í Hvassafell og spyr um dömuna og einhver fer með
honum út að Hraunsnefi og þá var allt komið upp. Ég skammaðist
mín löngu síðar fyrir þessa hrekki mína.
Á Dýrastöðum var þinghús. Þar var manntalsþing á vorin. Sig-
urður Þórðarson var sýslumaður og bjó í Arnarholti. Eitt sinn var
hann að koma af þingi og skrifari hans með honum. Þeir á niðurleið,
en ég í sendiferð að Hvassafelli. Ég fór upp í hraun til að mæta þeim
ekki. Ég hafði oft nappað mér kandísmola, bæði frá mömmu og eins
frá afa og vissi að sýslumenn hegndu fyrir þjófnað.
Þegar ég fermdist vorum við bara tvö hér fyrir neðan Bæli, Dýrleif
frænka mín á Brekku og ég. Við gengum margar ferðir að Hvammi
til prestsins til spurninga. Gengum þá yfir Bælið og komum við á
Hreimsstöðum og Dýrastöðum. Vorið sem ég fermdist var bóndi á
Hvassafelli sem hét Jörundur Guðbrandsson. Ég vissi að hann átti
leðurstígvél, hnéhá, þykk og klossaleg. Ég legg til hans og bið hann
að lána mér þau til kirkjunnar. Jú, það var velkomið. Það var sól og
þurrkur. Þetta var látið afskiptalaust heima, en skinnsokkar úr sauð-
skinni voru þá tíðari, en stígvél fáséð. Það byrjaði snemma hjá mér
sýndarmennska.
Að Hvammi fluttist vorið 1906 systir séra Gísla, Ragnheiður Ein-