Borgfirðingabók - 01.12.2011, Side 74
74 Borgfirðingabók 2011
Bréf úr Vesturheimi
Snorri Þorsteinsson bjó til prentunar og ritaði skýringar
Í Borgfirðingabók 2007 var rifjuð upp örlagasaga Þuríðar Jónas-
dóttur frá Flóðatanga og barna hennar þriggja: Guðmundar, Jóns og
Ragnheiðar Magnúsarbarna. Eftir að sú frásögn birtist barst mér í
hendur frekari vitneskja, sem rétt þykir að koma hér á framfæri.
Á skrám um nemendur er notið höfðu uppfræðslu sveitakennara er
svo voru nefndir og störfuðu á árunum 1888 til 1906 í hreppum Mýra-
sýslu var nöfn systkinanna að finna. Veturinn 1899 -1900 kenndi Lárus
Bjarnarson frá Englandi Lundarreykjadal fimm vikur á Lundum. Nem-
endur voru sjö, sex börn hjónanna þar og vinnupilturinn, Guðmundur
Magnússon, sem þá var fjórtán ára, naut einnig kennslu. Námsgreinar
voru kver, biblíusögur, skrift og reikningur. Veturinn eftir var Kristín
Ólafsdóttir frá Sumarliðabæ, síðar húsfreyja í Rauðanesi, við kennslu,
meðal annars sex vikur í Melkoti. Meðal nemenda þar voru systkinin
Jón, fjórtán ára, og Ragnheiður, þrettán ára að aldri. Námsgreinar þeirra
voru þær sex greinar sem töldust skyldunám á þeim árum, lestur, kver,
skrift, biblíusögur, réttritun og reikningur. Sýnir þetta að þrátt fyrir
erfiðar félagslegar aðstæður nutu systkinin fræðslu til jafns við marga
unglinga á þeim tíma. Nokkrum dögum eftir að greinin birtist vorið
2007 hafði Ástríður Jónsdóttir frá Kaðalsstöðum símasamband við
mig og kvaðst í Vesturheimsför hafa hitt Jón Magnússon, sem þá var
einn systkinanna á lífi. Hefði hann verið fróður og skemmtilegur við-
ræðu og talað ágæta íslensku. Svona geta vegir manna fléttast saman.
Þá bar svo til að ég fletti upp í bók Kristleifs Þorsteinssonar á Stóra-
Kroppi, „Fréttabréf úr Borgarfirði“, sem hefur að geyma bréf er hann
skrifaði til Borgfirðinga í Vesturheimi og prentuð voru í Lögbergi,
blaði Íslendinga í Winnipeg, og las í bréfi rituðu 17. mars 1930 að
hann getur um lát Guðmundar Magnússonar skógarhöggsmanns,
sem hafi skrifað sér bréf. Við athugun kom í ljós að bréfið er varð-
veitt í bréfasafni Kristleifs á Héraðsskjalasafninu í Borgarnesi. Fékkst
aðgangur að bréfinu og heimild til að birta það í Borgfirðingabók.
Bréfið er dagsett 14. janúar 1926 og er prentað hér stafrétt eins og
bréfritari gekk frá því.