Rökkur - 01.12.1949, Page 5

Rökkur - 01.12.1949, Page 5
ROKKUR 117 móðirin inni í verksmiðjunni. En Malonga Paka tíndi kaffi- baunir. Fjölskylda þessi var Mú- hameðstrúar, og lifði sam- kvæmt boðum kóransins. 1 kofa foreldra hennar lá kóraninn við höfðalag heim- ilisföðurins. Inni í kofanum var allt hreint og fágað. Eg hafði verið yfirmaður um eins árs skeið á þessari plantekru, þegar það gerðist, er nú skal greina. Það var síðari hluta sunnu- dags. Eg sat í skrifstofu minni og var að ganga frá póstinum til Evrópu. En hann þurfti að vera tilbúinn á mánudagsmorgun. Þá var harið að dyrum. Eg opnaði dyrnar. Foreldrar Malonga Paka voru komin og var hún í fylgd með þeim. Stóð hún að baki þeim, feimin og vand- ræðaleg. Faðir hennar bað afsökunar á komu þeirra og spurði, hvort liann fengi leyfi til þess að bera fram erindi sitt. Eg kinkaði kolli til sam- þykkis. „Buana“, sagði faðir Mal- onga Paka. „Við og margir verkamanna þinna álitum, að það sé óheppilegt fyrir þig að vera án kvenmanns. Allah ætlast heldur ekki tif þess að svo sé. Okkur þykir vænt um þig, sem húsbónda. Þú ert góður og hjálpfús við okkur svertingja, sem erum fátækir og lítilssigldir. Þú hefir ekki beðið okkur aðstoðar í þínum einkamál- um. En ef við gætum gerl einlífi þitt viðunanlegra, væri það okkur mikil ánægja“. Eg vissi í fyrstu ekki, hvað hann hafði í huga. En nú fór mig að gruna, að hann vildi pranga á mig dóttur sinni. Eg bað hann að komast aS efninu, því að eg hefði lítinn tíma. „Já,“ mælti hann og kona hans laut höfði til samþykkis. „Við höfum verið að hugsa um það, hvort þú vildir ekki fá dóttur okkar, Malonga Paka, á heimili þitt, og verða tengdasonur okkar.“ Eg varð all forviða á þessu tilboði, þó að eg væri farinn að skilja hugarfar þessa fólks sæmilega. Eg leit á Malonga Paka. En hún horfði niður fyrir sig. Eg sagði föður Malonga Paka, að þetta kæmi mér á óvart, og eg hefði ekki haft í hyggju að kvæpast svert- ingjastúlku.

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.