Rökkur - 01.12.1949, Síða 7
RÖ KKUR
119
hvern dag, og hafði nær því
gleymt hinu góða tilboði
foreldra Malonga Paka.
Kvöld nokkurt, að afloknu
erfiðu dagsverki, í miklum
hita, sat eg á svölum hússins
og las blöðin. Hafði eg hug-
ann allan við þau, eða inni-
hald þeirra.
Þá stóð hún skyndilega
frammi fyrir mér. — Hún
var ljómandi fögur á að líta,
í þröngum, gulum silki „sarr-
ong“. Um höfuð hennar var
silkiklútur bundinn. — Eg
hafði aldrei fyrr orðið hrif-
inn af svertingjastúlku. Enda
var Malonga Paka óvenju-
lega fríð, samanborin við
s ver ting j amey j ar.
Þegar hún sá að eg hafði
komið auga á hana kross-
lagði hún handleggina á
brjóstinu, hneigði sig dálítið
og sagði: „Buana, mupendyi
yanga“. En það þýðir:
„Herra minn, elskan mín“.
Svo hélt hún áfram: „Eg
er komin hingað í dag, af
frjálsum vilja, til þess að
verða hér og tilheyra þér. Eg
get ekki án þín verið, og eg
vona að þú viljir lofa mér að
vera í húsi þínu, og þér geti
þótt vænt um mig. Eg vil
vera eign þín og bezti vinur.
Eg mun reyna til þess, eftir
því sem i mínu valdi stendur,
að gera þér til hæfis í öllu.“
Er hún hafði lokið máli
sínu, sagði eg rólega, án þess
að láta á því bera hvort mér
líkaði betur eða verr: „Vertu
hjá mér, Malonga Paka. Eg
vil ekki að kynsystur þínar
geti auðmýkt þig ineð þeirri
ásökun, að hinn hvíti „bu-
anu“ hafi forsmáð þig. Við
skulum reyna að verða góðir
vinir. Seztu. Við þurfum að
tala saman um þetta mál.“
Þjónninn kom og færði
mér whisky. Honum geðjað-
ist auðsjáanlega ekki að því
að sjá kvenmann inni hjá
mér. Það hafði hann ekki
áður séð. Ef til vill var hann
hræddur um, að vald hans
minnkaði á heimilinu þegar
kona kæmi til sögunnar.
Eg sagði þjóninum að þessi
stúlka yrði húsmóðir hans,
eða „mama“ eins og konur á
heimilium Evrópumanna eru
nefndar þó að svartar séu.
Það létti yfir þjóninum
við þessar fréttir. „Karibu,
bibi“, sagði hann. En það
þýðir „Góðan dag, frú.“ —
Innfæddir menn láta í ljós
virðingu fyrir konum hús-
bænda sinna, hvort sem þeim
geðjast vel eða illa að þeim.
Það liðu dagar og mánuðir.