Rökkur - 01.12.1949, Page 25

Rökkur - 01.12.1949, Page 25
RÖKKUR 137 eða persónuleg viðfangsefni vor geta leitt af sér maga- veilu, hár blóðþrýstingur hjartaveilu eða höfuðverk. Fyrir nokkurum árum var sett á stofn höfuðverkjar lækningastofnun við Monte- fiore spítalann í New York — ein fyrsta sinnar tegund- ar. — Nú eroi nokkurar slík- ar starfandi hingað og þang- að í landinu. Meðferðin á Montefiore er bæði lyflæknis- meðferð og sálræn. Góður ár- angur^ lækning eða nokkur bati er árangurinn hvað snertir háan hundraðshluta af þeim tilfellum, sem hafa fengið meðferð þar. Dr. Friedman, yfirlæknir deildarinnar^ og samstarfs- menn hans fengu sérstakan áhuga fyrir höfuðverk, sem afleiðingu höfuðmeiðsla og komust meðal annars að þeirri niðurstöðu, að þess- konar höfuðverkur stæði oft lengi eftir ag meiðlin væru gróin og virtust venjulega vera í sambandi við kviðatil- finningu sjúklingsins. Dr. Friedman álítur að hin leyndardómsfulla migræna sé af psychosomatiskum uppruna. 1 samræmi við þetta er sú skoðun margra sérfræð- inga, að verkjarköstunum bæði fækki og verði ekki eins svæsin þegar sjúkl. eldist, þ. e. a. s. þegar hann verður ráðsettari og lagar sig betur eftir kringumstæðunum. Jafnvel höfuðverkur, sem stafar af einhverjum organ- iskum sjúkdómum, verður fyrir áhrifum af truflunum á geðhrifum. Sjúkdómurinn sjálfur getur orðig fyrir áhrifum, ef orsök hans er ekki áhyggjur og kvíði. Loks er allstór hundraðs- hluti þeirra tilfella, sem koma á deildina, sálræns eðlis. Konan virðist stálhraust. Gott dæmi frá Montefiero var aðlaðandi kona 35 ára, sem virtist stálhraust að öðru leyti. Hjarta, augu, enn- is- og kjálkaholur, magi og lifur, allt var í bezta ásig- komulagi. En hún þjáðist af stöðugum kveljandi höfuð- verk. Athugun á fjölskyldu- ástæðum hennar leiddi í ljus, að hún var haldin hugarangri yfir dauða móður sinnar, sem hafði dáið af heilaæxli. Stuttu eftir fór hún sjálf að fá höfuðverki, nákvæmlega eins og móðir hennar hafði haft. Spítalalæknunum tókst að sannfæra hana um, að hún hefði ekki heilaæxli. Og ár-

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.