Rökkur - 01.12.1949, Side 26

Rökkur - 01.12.1949, Side 26
138 RÖKKUR angurinn varð sá, að kon- unni batnaði höfuðverkur- inn. Ekki eru öll tilfellin svona auðveld viðfangs. Það er t. d. augljóst, að heilaæxli lækn- ast ekki við sálræna meðferð og að hvart sem orsökin er lifrarveiki eða eitthvað því- líkt, verður það að fá viðeig- andi meðferð. Sálræn lækning er þess ut- an venjulega kostnaðarsöm og tekur langan tima og er ekki alltaf áhrifarík. Höfuð- verkurinn gæti gert útaf við þig. En hvað er þá hægt að gera til þess að létta stöðugri kvöl af sjúkl. þegar undan er skilin sálræn rannsókn á geðslagi eða lækning á org- aniskum sjúkdómum? Ekki er hægt að leggja of mikla áherzlu á, að sjaldan er um að ræða eina orsök. Beztu lyfin við höfuðverk eru aðallega slík, að þau lina kvalir, en verka ekki á sjálfa orsök verkjanna. Notið aspirin strax. — Sem betur fer eru sum þessara lyfja ágæt við verkj- um5 en ekki óhætt að nota þau nema eftir læknisráði. Ef aspirin eða aspirinsam- bönd nægja við verkjunum, á að taka þau strax og verkj- arins verður vart. Höfuð- verkur æxlar af sér höfuð- verk eins og nokkurskonar keðjuverkun. Stanzið hann strax. Þú verður að hafa í huga, ef þú ert haldinn króniskum höfuðverk, þá þarf litið til að vekja hann. Það, sem vekur endrum og eins höfuðverk hjá öðrum, vekur hann stöð- ugt hjá þér. En framar öllu, láttu rann- saka þig rækilega. Það er gott og blessað að stilla verk- ina, en það getur bæði verið um að ræða likamlega eða andlega orsök. Hafðu einnig í huga mataræði ef fita sækir á þig. Varastu að ofþreyta augun. Notaðu tóbak og áfengi ef þú þarft, en i hófi. Forðastu áreynslu eftir þvi, sem þú getur. Hafðu nægan svefn og nóg ferskt loft. Jafnvel fyrir migrænu- sjúkl. þarf ekki að vera nauð- synlegt að leggja metnaðar- mál sín eða hugðarefni á hill- una. Gefstu ekki upp. Hvað snertir annað fólk, þar með talið heimafólk þitt, þá verður það að skilja að þú ert ekki heilbrigður. Dáhtil eigingirni ætti ekki að skaða.

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.