Rökkur - 01.12.1949, Page 35

Rökkur - 01.12.1949, Page 35
RÖKKUR 147 æfingaflugvélamar til Fort Worth og vomm við einangr- aðir á afskekktum hluta Carswell-flugvallarins og strangur vörður hafður um flugvél okkar. Við fórum inn i stórt kortaherbergi i flugstöðinni, en á hinum veggnum var komið fyrir stóru landabréfi af jörðinni og umhverfis hana var dreg- in svört lína. Þegar við sáum kortið af jörðunni, göptu félagar mín- ir af undrun. „Verið bara rólegir“, sagði Moore ofursti, „það er aðeins ein flugfél, sem á að fara, — flugvél Jewells, liðsforingja.“ Jewell hafði flogið áður frá Fort Worth til Honululu og til baka, án þess að lenda. Það var þessvegna sjálf- sagt, að hann yrði fyrir val- inu. En ósjálfrátt komu mér í hug allar æfingarnar yfir eyðimörkinni, og allt erfiðið, sem við höfðum orð- ið að leggja á okkur. Ferð Jewells mistekst. Jewell fór á föstudags- morgni, 25. febrúar, og um kvöldið fórum við að borða, eins og venjul., en þegar við vorum gengnir til náða, kom major Rowlett og hrópaði: „Flugvél Jewells hrapaði í Azor-eyjum. Nú verðið þið að duga eða drepast“. Við vorum undrandi og hræddir, er við fórum út á flugvöllinn í myrkrinu. Við aðgættum allt í Lucky Lady, settum í hana mikið af nið- ursoðnum matvælum og um 300 1. af vatni. Við vorum tilbúnir til þess að fara snemma um morguninn. Það var laugardagur 26. febrúar. Kl. 11,21 um morguninn fengum við fyrirskipanir um að leggja af stað, og þá lá við að við fengjum hjarta- slag. Aðstoðarflugmaðurinn, Morris kallaði allt í einu í eyra mér: „Finnur þú þessa benzínstybbu?“ Lyktin var svo sem nógu megn, og kald- ur sviti spratt út á enni mér. Eg horfði út úr vélinni og komst að hvað á seyði var. Benzín hafði sem sé runnið út úr einum geyminum, svo mikið hafði verið látið í hann. Við gerðum við geym- inn og vorum úr allri hættu. Flugvélin komst á loft. En þetta voru nú bara byrjunarerfiðleikar. Aðal- erfiðleikarnir voru eftir. 10*

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.