Rökkur - 01.12.1949, Page 37

Rökkur - 01.12.1949, Page 37
RÖKKUR 149 Atlantshafið, eftir að hafa flogig yfir ströndina 15 míl- ur fyrir norðan Washington. Benzín tekið yfir Azoreyjum. Eg hafði eiginlega ekki gert mér ljóst mikilvægi þessa flugs og eg var ennþá að liugsa um smámuni, sem eg hafði gleymt að gera, áður en við lögðum af stað, eins og t. d. að greiða húsaleiguna, hringja til konunnar, sem farið hafði til frænda síns í New Orleans. Þá gerði eg mér það ljóst, að svo gæti vel far- ið, að eg kæmi alls ekki aftur úr þessum leiðangri, — eða að eg þyrfti að eyða næstu vikum ráfandi yfir Sahara- eyðimörkina eða i einhverj- um frumskógi við Kyrrahaf- ið. Um áttaleytið næsta morg- un, þag var á sunnudags- morgun, heyrðum við í loft- skeytatækjunum, að verið var að kalla okkur upp. Flug- vél með benzín beið eftir okkur yfir Azoreyjum, en þar átti fyrst að hella benzín milli vélanna. Brátt sáum við „tank“- flugvélina og mér varð órótt af að vita af öllu þessu flug- benzíni í næsta nágrenni við okkur, og ef aðeins einn neisti lenti í því, þá væri úti um okkur. En þetta gekk allt að óskum og eftir skamma stund var benzínið farig að streyma milli flugvélanna. Lá við slysi. Á þessu augnabliki munaði minnstu, að illa færi. Eftir að búið var að krækja ben- zínslöngunni í vél okkar, festi einn úr áhöfninni fingur í spilinu, sem vig notuðum til þess að di'aga slönguna að okkur, en fyrir snarræði eins mannsins tókst að koma í veg fyrir alvarlegt slys. Þegar benzíngeymar okkar voru fullir að nýju kvöddum við „tank“-vélina og héldum leiðai' okkar. Við stefndum í austurátt, yfir Gibraltar. Loft var skýjað, en síðdegis á sunnudag brauzt sólin gegn- um skýjaþykknið og hellti geislum sínum niður á hinar eyðilegu, óbyggðu strendur Norður-Afriku. Þetta var þreytandi ferða- lag. Brátt fór oklcur að verkja í fótleggina af hreyf- ingarleysi. Tvær af skyttun- um reyndu að lesa sér til dægrastyttingar, en hávaðinn i hreyflunum fór einungis í taugarnar á þeim svo að lítið varð úr lestri. Við hinir

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.