Rökkur - 01.12.1949, Síða 41

Rökkur - 01.12.1949, Síða 41
RÖKKUR 153 Fjölmargir Þjóðverjar hafa gengið í frönsku útlendinga- hersveitina. Það hefir löngum verið einhver ævintýraljómi yfir útlendingahersveitinni frönsku, sem sumir halda að hafi einungis bækistöðvar í Afríku, þótt hún sé send um allan heim, þar sem Frakkar eiga í hernaði. Und- anfarið hefir borið á því, að þýzkir menn — margir hverjir nazistar — hafi gengið í útlendingahersveit- ina og eftirfarandi grein, sem er eftir blaðamennina Fred Sparks og Edward P. Morgan, fjallar um það. 1 veitingakránni hans Felix í Casablanca geta menn feng- ið að heyra óteljandi sögur um útlendingahersveitina og mennina, sem í henni eru. Meðal þeirra eru menn, sem orðið hafa ógæfusamir í ástamálum, glæpamenn, er flýja yfirvöldin, eiginmenn, sem komu keppinautum sín- um fyrir kattarnef og þar fram eftir götunum. Otlend- ingahersveitin hefir nefni- lega aldrei krafið nokkurn menn sagna um fortíð hans. Hún kemur honum einum við. En sannleikurinn er sá, að menn, sem voru í þýzka hernum og kunna ekld við sig öðru vísi en í einkennis- búningum, sækjast nú í æ ríkara mæli eftir að komast í hersveitina. Menn segja meira að segja i gamni, að Hitler og Bor- mann séu óbreyttir liðsmenn í henni, en hitt er áreiðan- legt, að í henni eru margir minni háttar stríðsglæpa- menn, SS-foringjar og þess háttar. I hersveitinni eru nú um 25.000 menn og er talið, að þrír af hverjum fimm séu Þjóðverjar. Járnhnefinn í ný- lendum Frakka. Rússar urðu fyrstir til að reyna að notfæra sér þýzka stríðsfanga, er þeir stofnuðu herinn, sem kenndur hefir verið við von Paulus, er

x

Rökkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.