Rökkur - 01.12.1949, Síða 54

Rökkur - 01.12.1949, Síða 54
166 RÖKKUR mönnum, og var það slæmt, því að barnsræninginn hafði sent honum bréf þangað einu sinni, og kynni að gera það aftur. Við báðum öll blöðin að sjá um, að blaðamenn færu ekki til húss Jafsie, og öll urðu við beiðninni, nema Daily News, og þá þóttust hin vitanlega ekki bundin við loforð sin. Á fundum okkar skýrði Madden frá því, að Taylor yfirbankastjóri First National Bank i Chicago, þekkti Ro- bert R. McCormick, eiganda Chicago Tribune, en hann var venslaður fólki því, sem réð yfir Daily News. Bartow þekkti Taylor og sneri sér til hans með þeim árangri, að fréttamenn allir hyjuðu sig frá heimili Jafsie. Condon fékk bréf daginn eftir. Bréfritarinn kvartaði yfir því, að hann hefði orðið að verja 3 dollurum fyrir svefnföt handa barninu, en svefnfötin sem barnið var í yrðu send frú Lindbergh til sönnunar því, að barnið væri enn i hans vörslu. Og þetta var gert. Þar næst sagði þessi ófreskja i mannsmynd, að Condon (Jafsie) skyldi segj* frú Lindbergh, að barninu liði vel, og klykkt var út með . þvi, að setja skyldi auglýsingu í New York American sv® hljóðandi: „Eg samþykki. Peningarnir eru til taks“. Féð hafði verið lagt i banka í Bronx, undir eins 05 falli'st hafði verið á Condon, sem milligöngumann. Lind- bergh og kona hans töluðu í útvarp og lofuðu að'sjá um, að barnsræningjanum yrði ekki hegnt, ef barninu væri skilað aftur, og fullvissuðu hann um, að honum yrðu ekki afhentir merktir peningaseðlar. Þetta gerði okkur T-mönn- um injög erfitt fyrir. Eg sagði við Lindbergh, að nauðsyn- legt væri að skrásetja númer hvers seðils, og gæti hann svo gert sem hann áhti réttast um málshöfðun. En Lind- bergh vildi ekki ganga á bak orða sinna, jafnvel þótt við barnsræningja væri að eiga... Daginn eftir var hringt í sima til Maddens. Sá, er hringdi, talaði fyrir munn Breckinridge. Ef Madden færi í ski’ifstofur Morgans gætum við fengið aðra seðla, eins og við höfðum farið fram á, og öllu komið fyrir eins og við vildum. Madden og Wilson fóru þangað þegar, þeir lögðu til, að helmingur fjárins yrði í seðlum innleysan-

x

Rökkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.