Rökkur - 01.12.1949, Side 72

Rökkur - 01.12.1949, Side 72
184 ROKKUR á logandi kerti, sem stóð á borðinu, en einhvernveginn gekk illa að halda eldinum lifandi i honum. „Flugvélar eru dásamleg- ar,“ sagði hann, „og það skil- ur enginn betur en þið Bandarík j amenn“. Meðan við ræddumst við heyrðum við flugvéladyninn í lofti yfir höfðum okkar. Þjóðverjar þrá einingu. „Loftbrúin er óheppilegt orð, því að þeir dagar eru liðnir, að menn dreymi um brú milli austur og vesturs. Hér i Berlin þráirni vér seg- ulafl í vestri, eitthvað sem gæti dregið allt Þýzkaland í þá átt“. Fullyrða má, að sérhver Þjóðverji muni skilja, hvað Reuter átti við með þessum orðum. Um alla Evrópu sjá menn, að Evrópa er klofin, og það sem sérhver Berlínar- búi veit, er að hin landfræði- lega skiftilina er um hjarta Berlínar. Þjóðverjar allir þrá þjóðlega einingu. Þegar styrjöldinni lauk, sögðu hinir nýju stjórnmálaleiðtogar Þýzkalands, að Þýzkaland myndi verða sameinað aftur, ef brú væri gerð milli aust- urs og vestur. En Austur- Evrópuþjóðimar hafa vakn- að til meðvitundar um sann- leiksgildi orða Jans Masa- ryks: „Brýr eru byggðar til þess að fara yfir þær.“ Hvort segulmagnið í vestri megnar að svifta burt járntjaldinu, verður ekki um sagt. — Reuter stappaði nú stálinu í leiðtoga Vestur-Þýzkalands, sem komu saman í júlí, til þess að íhuga ákvarðanir, sem teknar voru í London, um bráðabirgðastjórn fyrir Vestur-Þýzkaland. Þeir ótt- uðust, að þeir myndu verða sakaðir um að valda klofn- ingi Þýzkalands, með þvi að fallast á þær. En þeir vildu hjálpa meðbræðrum sínum í Berlín. 1 upphafi ráðstefn- unnar voru þeir svo ótta- slegnir að þeir voru í þann veginn að hafna tillögum þrí- veldanna. Reuter tók sér þá far í einni flutningaflugvél bandamanna til Koblenz og flutti ræðu á fundinum í nafni Berlínar, og er ræða þessi talin einhver hin áhrifa- mesta, sem Reuter hefir nokkurn tíma haldið. Það, sem hann sagði var í stuttu máli á þessa leið: Um líf eða dauða að tefla. „Fyrir okkur í Berlín er

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.