Rökkur - 01.12.1949, Side 78

Rökkur - 01.12.1949, Side 78
190 RÖKKUR fyrir hverja fjölskyldu var nokkurir aurar. Rauði kross- inn léði flöskur og ger- ilsneyðingaráhöld, Læknun- um voru greidd lítilsháttar laun af ríkinu. Mjólk var ó- keypis úr búi Sylviu. Skólastjórinn í Monom var mjög áhugasamur í íþrótta- málum og vann að þvi að láta gera nýjan íþróttavöll. Þar átti að vera pallur fyrir líkamsæfingar og leikvöllur fyrir telpur, einnig rólur og margvísleg tæki fyrir sam- eiginlega leiki bama. Kerlaugar voru aðeins í sjö húsum í Monom. — En Sylvia kom upp opinberum fosslaugum í drengjaskóla, rétt hjá skrifstofu sinni. Geta nú börnin fengið þar ókeypis fosslaug á hverjum föstu- dagsmorgni. Tvisvar í viku em þessi böð opin öllum og er því tekið með fögnuði í Monom. Bæjarstjórinn og bæjarbú- ar vinna af alúð að því að endurbæta bæinn sinn og gera hann notalegan. Frá stálgerðunum em flutt heil bílhlöss af úrgangi til þess að gera við göturnar, sem voru sundur tættar. Hús- bændum er ætlað að sópa fyrir framan hús sitt tvisvar í viku og eiga þeir að sópa út á miðja götu. Með innanbæjarskatti og stríðsbótafé frá ríkinu var keypt stór lokuð bifreið, sem á að annast sjúkraflutninga, en einnig vera til taks ef elds- voða ber að höndum. Sjálf- boðaliðar sjá um aksturinn og em alltaf nokkurir menn til taks ef þörf er á, hvort sem er að nóttu eða degi. Mikil flóð urðu þama óvænt árið 1948 og bjargaði þessi sveit mörgum mönnum, en flutti mjólk5 meðöl og aðrar nauðsynjar til þeirra sem höfðust við á efri hæðum heimila sinna. Sylvia • vinnur kauplaust. Hún hefir eftirlit með gatna- viðgerð, holræsum, vatns- veitu, skólum og eldvamar- stöðvum, skrásetur fæðingar og dánardægur, annast borg- aralegar hjónavígslur og ráðgast við bæjarstjórnina, en í henni era 17 menn. Hún er stöðugt að hugsa um að bæta hag og heimilis- líf bæjarbúa og í fyrra setti hún á stofn húsmæðra- kennslu, en hún sér nauðsyn þess að ungar konur kunni að búa til mat og að heimilin sé rekin með myndarskap og verklægni. — I framtíðinni j

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.