Fréttablaðið - 04.02.2023, Side 6

Fréttablaðið - 04.02.2023, Side 6
Þetta er ekki hag ræð­ ingar að gerð, þetta er lög leysa. Jón Þór Þor­ valds son, for maður stjórnar FÍA Smiðjuvegi 1, s. 571 3770, sauna@sauna.is, sauna.is Fjárfesting í vellíðan Saunaklefa Blautgufur Infraklefa Rafmagnspotta Hitaveituskeljar Kalda potta Saunatunnur og saunahús Mikið úrval af bætiefnum og aukahlutum fyrir potta Mikið úrval af aukahlutum fyrir sauna Í glæsilegri sérverslun færðu: 345 þúsund krónur kostar að kynda og knýja 140 fermetra hús í Grímsey. 100 börn geta sótt Urriða­ holtsleikskóla í stað 120 vegna kærumáls. 9.000 fengu ávísað megrunarlyfi í fyrra. ÞRJÚ Í FRÉTTUM | TÖLUR VIKUNNAR | 60 prósent erlendra ferðamanna vilja ferðast um landið á bílaleigubíl. 100 gesta pláss verður á endurbættu skíðasvæði í Kerlingarfjöllum í vor. Margrét Sigríður Guð­ mundsdóttir sextug kona með MS-sjúkdóminn fær nú loks íbúð eftir tvö ár á hjúkrunarheimili þar sem hvorki ríkið né Kópavogsbær útveguðu henni viðeigandi húsnæði. „Ég gæti ekki verið glaðari, það er eiginlega ekki hægt að segja annað,“ segir Margrét. Öryrkjabandalagið hefur nú keypt fyrir hana íbúð. „Mér finnst þetta svo stórkostlegt að þeir skyldu gera þetta fyrir mig. Ég eiginlega á varla til orð.“ Hilmar Sigurðsson einn eigenda Bryggj- unnar í Grindavík er ánægður með að ferðatímaritið Condé Nast hafi valið humarsúpu Bryggjunnar sem eina af tuttugu bestu máltíðum í heimi. „Þetta kom okkur á óvart en er um leið gríðarlegur heiður að þeir hafi fundið okkur þarna í Grindavík,“ segir Hilmar. „Þarna er iðulega einblínt á tuttugu bestu hótel heims, tíu bestu strendur heims og slíkt,“ segir Hilmar til marks um hversu mikilvæg umsögn Condé Nast sé. Páll E. Winkel fangelsismálastjóri segir fangelsis­ málayfirvöld taka undir gagn­ rýni Íslands­ deildar Amnesty á aðbúnað fólks sem vistað er í einangrun til verndar rannsóknar­ hagsmunum meðan á gæsluvarð­ haldi þeirra stendur. Einangrunar­ vist gæsluvarðhaldsfanga sé beitt óhóflega á Íslandi. „Við tökum það alvarlega þegar alþjóðlegar eftir­ litsstofnanir gera athugasemdir og munum bregðast við því sem kemur okkur við,“ segir Páll. n Sala á flugvélinni TF­SIF verður ekki að veruleika í ár samkvæmt samkomulagi sem náðist á ríkisstjórnarfundi í gær. Fyrirhuguð sala hefur valdið miklum usla innan stjórnkerfisins og verið harð­ lega gagnrýnd af mörgum. benediktarnar@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Í gær fór fram fundur fjárlaganefndar með Jóni Gunnars­ syni dómsmálaráðherra og Georg Kr. Lárussyni, forstjóra Landhelgis­ gæslunnar. Bjarkey Olsen Gunnars­ dóttir, formaður fjárlaganefndar, segir að fundurinn hafi gengið vel, en málið er einkar mikilvægt fyrir öryggi Íslendinga og mikilvægt sé að hlusta á öll sjónarmið. „En það breytir því ekki að fjár­ laga nefnd vissi ekki af stöðu Land­ helgisgæslunnar þegar hún var að vinna fjár lögin og með þessum fram lögum töldum við okkur vera að sjá reksturinn ó breyttan,“ segir Bjark ey um stöðu mála. Bjark ey segir að það sé aug ljóst að málið hafi verið lengi í ferli innan dóms mála ráðu neytisins. Að hennar sögn eigi dómsmálaráðherra eftir að útskýra möguleg áhrif sölunnar, bæði varðandi innandlandsvarnir og á alþjóðlegt samstarf. Á fundi ríkisstjórnarinnar náðist svo munnlegt samkomulag um að vélin yrði ekki seld í ár og að Land­ helgisgæslan yrði fjármögnuð með örðum hætti. Ákveða þyrfti svo framtíðar fjármögnun stofnunar­ innar. Það er hins vegar Alþingis að staðfesta þetta. Jón Þór Þor valds son, for maður stjórnar Félags íslenskra atvinnu­ f lugmanna (FÍA), segir að dóms­ mála ráð herra hafi enga laga lega heimild til að selja eina af grunn­ stoðum Land helgis gæslunnar. Hann segir að Ís land þurfi að geta sinnt lög bundnum skyldum sínum og að málið komi fyrir sem lög leysa. Vélin er gríðar lega mikils virði fyrir land og þjóð að sögn Jóns Þórs. Vélin kom til landsins árið 2009 og er sér út búin tækja búnaði sem getur skipt sköpum í björgunar að gerðum. „Hún hefur mikið f lug drægi og hún er sér stak lega vel búin tækj­ um til leitar og björgunar. Hún er út búin meðal annars mengunar­ varna radar og mynda vélum sem bæði geta greint skip og lífs mark og fólk í sjó, bæði að nóttu og degi til. Vélin er mikil væg í erfiðum björgunum þar sem þyrlur koma við sögu og getur skipt máli um hvort björgun tekst eða ekki. Þessi vél sinnir gríðar lega fjöl þættum til­ gangi,“ segir Jón Þór. Tólf áhafnarmeðlimir TF­SIF myndu missa vinnuna ef vélin yrði seld. Jón Þór segir að málið sé þó ein fald lega stærra en það. „Þetta er ekki hag ræðingar að­ gerð, þetta er lög leysa. Á kvörðunin er ó verjan leg út frá sjálf stæði þjóðar, full veldi og þjóðar öryggi, út frá al­ manna vörnum, náttúru vá, leit og björgun. Þetta eru stóru hlutirnir. Ég geri ekki lítið úr því að fólk missi vinnuna, en við erum hér að tala um hags muni þjóðar,“ segir Jón Þór. Hann neitar að taka þátt í með­ virkni með dóms mála ráð herra um að nú þurfi að spara 300 milljónir, á meðan ausið er milljörðum í gælu­ verk efni. Það sé vel hægt að finna fjár muni til Land helgis gæslunnar. „Það er alveg klár lega hægt að finna fjár muni til að reka og halda úti starfi Landhelgisgæslunnar. Við hljótum að þurfa að sinna lög­ bundnum skyldum okkar þegar að þessu kemur,“ segir Jón Þór. n TF-SIF líklega ekki seld á þessu ári Ákvörðun Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um sölu á eftirlits­ og björgunarflugvél Landhelgisgæslunnar, TF­SIF, hefur verið harðlega gagnrýnd. Meðal annars af viðbragðs­ og vísindasamfélaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Bjark ey Olsen Gunnars dóttir, þingmaður VG og for maður fjár laga nefndar 4 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 4. FEBRÚAR 2023 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.