Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.02.2023, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 04.02.2023, Qupperneq 8
Mikið hefur verið um lokanir í frjálsíþrótta- höllinni undanfarið. Með nýrri tækni og betri búnaði eru eldri vandamál mögulega úr sögunni. Guðjón Helga- son, upplýsinga- fulltrúi Isavia Verði af uppsetningu snjó- bræðslukerfis á Keflavíkur- flugvelli gætu fjögur stæði með upphitun verið tekin í notkun á næsta ári. Hitakerfi frá 1986 þótt of dýrt auk þess að valda vandræðum og var aflagt á árunum fyrir hrun. gar@frettabladid.is FLUGMÁL Hitakerfi sem var sett undir sex f lugvélastæði á Kef la- víkurflugvelli árið 1986 var tekið úr notkun um tveimur áratugum síðar. Eins og komið hefur fram í Frétta- blaðinu skoðar verkfræðideild Keflavíkurflugvallar nú möguleika á að koma aftur upp hituðum stæð- um á vellinum. Mikill vandi getur skapast í hálku, líkt og gerðist síðast nú í janúar, og það átt þátt í að ekki er unnt að koma farþegum frá borði eftir lendingu. „Hitakerfið sem var sett undir stæði númer 1 til 6 árið 1986 og var aflagt á árunum 2005 til 2008 virk- aði þokkalega en hafði þó marga ókosti,“ segir Guðjón Helgason, upp- lýsingafulltrúi Isavia. „Kostnaður við að reka kerfið var mikill og á mörkum þess sem var brætt og ekki brætt myndaðist oft 10 til 15 sentimetra hæðarmunur sem olli miklum vandræðum,“ útskýrir Guðjón. Að sögn Guðjóns eru þau stæði sem hafa síðan verið byggð á vell- inum á undanförnum árum fjær flugstöðinni. Því hafi ekki verið eins ákjósanlegt að hafa snjóbræðslu í þeim. „Í dag erum við að meta kosti, galla og kostnað við uppsetningu og rekstur á snjóbræðslu en með nýrri tækni og betri búnaði eru eldri vandamál mögulega úr sögunni. Ef valið yrði að setja snjóbræðslu undir ný stæði við flugstöðina yrðu fjögur ný slík stæði tekin í notkun árið 2024,“ segir Guðjón. Fyrrnefndu stæðin sex munu fara undir nýbyggingar samkvæmt framkvæmdaáætlum. „Í uppbygg- ingunni er gert ráð fyrir nýrri bygg- ingu sem tengir saman norður- og suðurbyggingar f lugstöðvarinnar með nýjum verslunum, veitinga- svæðum, biðsvæðum og landa- mærum. Hönnun á þeirri byggingu, sem fer yfir stæði 1 til 6, er nú í gangi og ráðgert að hún verði byggð á árunum 2025 til 2030,“ segir Guðjón. Aðspurður hvort snjóbræðslu- kerfi hefði breytt einhverju í tilviki þotu sem rakst í landgang á f lug- stöðinni við fyrrnefndar aðstæður í janúar segir Guðjón erfitt að meta það. „Miðað við fyrri ágalla á kerf- inu hefði það mögulega geta valdið meira tjóni. Tilvikið sem um ræðir er í skoðun.“ n Snjóbræðsla fyrir þotustæði jafnvel í notkun á næsta ári Stæðin á Keflavíkurflugvelli sem voru með snjóbræðslukerfi í tuttugu ár víkja fyrir uppbyggingu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM benediktboas@frettabladid.is VESTMANNAEYJAR Ekki er komin tímasetning frá Landsneti á því hvenær viðgerð geti hafist og hve lengi hún mun standa yfir á Vest- mannaeyjastreng 3 sem bilaði í byrjun vikunnar. Rafmagnsleysið í Vestmannaeyjum var rætt á bæjar- ráðsfundi í gær. Nú er ljóst að bilun varð á Vest- mannaeyjastreng 3 til Eyja um það bil einn kílómetra frá landi. Raf- magn til Vestmannaeyja er núna flutt um Vestmannaeyjastreng 1 og varaaflsvélar HS-veitna og færan- legar varaf lsvélar frá Landsneti sem eru staðsettar í Eyjum sjá um raforkuþörf þangað til að viðgerð verður lokið á Vestmannaeyjar- streng 3. Landsnet kom með tvær færan- legar varaaflsvélar til Eyja á fimmtu- dag, til viðbótar við þær þrjár sem fyrir eru í Eyjum. Í bókun bæjarráðs segir að bæjar- ráð leggi áherslu á að nægt rafmagn verði tryggt í Vestmannaeyjum á meðan viðgerð á VM3 stendur yfir. „Fram undan er loðnuvertíð sem er mjög mikilvæg bæði fyrir Vest- mannaeyjar og um leið þjóðarbúið allt,“ segir í bókun bæjarráðs. Bæjarráð leggur jafnframt áherslu á að lagningu Vestmannaeyja- strengs 4 (VM4) verði flýtt og farið í þá framkvæmd eins fljótt og auðið er til að tryggja afhendingaröryggi rafmagns til Vestmannaeyja til framtíðar. n Engin tímasetning komin á viðgerð Íris Róberts- dóttir, bæjar- stjóri Vest- mannaeyja benediktboas@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR „Það fjarar undan góðum grunni þegar áhugi yfirvalda er nánast enginn og mánuð eftir mánuð þarf að fara með hópinn í sund, á skauta eða eitthvað sem kemur frjálsum lítið við,“ segir í bréfi frjálsíþróttadeilda Reykja- víkur til menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs borgarinnar þar sem óskað er eftir auknum aðgangi íþróttafólks félaganna að frjáls- íþróttahöllinni í Laugardal. Í bréfinu er bent á að mikið hafi verið um lokanir í höllinni bæði í september og október. Lokanirnar komu sér illa bæði fyrir afreksfólk og barna- og unglingastarf hverfa- félagsins Ármanns sem er að reyna að byggja upp frjálsíþróttadeild. „Á sama tíma og aðgengið er heft eða ekki nægjanlegt er gerð krafa um árangur á stórmótum sem þykir hafa verið undir væntingum síðast- liðin ár,“ segir í bréfinu. Nú þurfi að stíga fast til jarðar ef íþróttafólkið eigi einhvern mögu- leika á að ná framförum. „Við biðjum um ykkar hjálp við að efla starfið svo það megi dafna og verða Reykjavík til sóma og unnt verði að skapa flottar fyrirmyndir.“ n Æfa frjálsar en fara í sund og á skauta Frá Reykjavíkurleikunum í frjálsum íþróttum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI kristinnhaukur@frettabladid.is SJÁVARÚTVEGUR Iceland Seafood hefur hætt við að hætta starfsemi sinni í Bretlandi. Fyrirtækið rekur fiskvinnslustöð í borginni Grimsby. Alls var tapið á fyrstu níu mánuð- um síðasta árs tæpir 1,5 milljarðar króna. Þann 17. nóvember var til- kynnt að fyrirtækið hygðist hverfa af Bretlandsmarkaði. Þann 6. desember var svo til- kynnt að kaupandi að starfseminni væri fundinn. Ekki var gefið upp hver það væri né hvað viðkomandi myndi borga. Aðeins að það væri stór aðili á breskum fiskmarkaði. Sú tilkynning virðist hafa verið frumhlaup því í gær var það til- kynnt að samningar um kaup hefðu ekki náðst. Hefur stjórnin því ákveðið að setja söluferlið í pásu og halda áfram rekstrinum. n Hætta við að hætta í Bretlandi 6 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 4. FEBRÚAR 2023 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.