Fréttablaðið - 04.02.2023, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 04.02.2023, Blaðsíða 10
Nýr hergagnapakki Bandaríkjanna til Úkraínu kosta 2 milljarða dala, eða 284 milljarða króna. Á síðasta ári voru 87 prósent nýskráðra bíla í Noregi hreinir rafbílar Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri FÍB gar@frettabladid.is ÚKRAÍNA Bandaríkin undirbúa nú nýjan pakka með hergögnum fyrir Úkraínu upp á um tvo milljarða dala, jafnvirði 284 milljarða króna. Í honum verða langdrægar eldflaugar auk búnaðar fyrir Patriot-varnar- kerfið og sprengjur sem skjóta má með mikilli nákvæmni. Frakkar og Ítalir eru fyrir sitt leyti að leggja lokahönd á afhendingu meðaldrægra flugskeyta sem skotið er af jörðu niðri. Þar er meðal annars um að ræða Aster 30-kerfið sem er eitt þeirra kerfa sem geta skotið niður rúss- nesku Kh-11 flaugarnar sem Rússar hafa beint að borgarlegum skot- mörkum. n Vesturlönd ætla að færa Úkraínu öflugri vopn Teikningar sýna litla flaug sem skotið er af landi og Aster 30-loftvarnarflaug. Tesla S bar sigur úr býtum í rafbíladrægi í reglubundinni skoðun Norðmanna á fram- þróun bíla af þessu tagi. Sá bíll komst 530 kílómetra í vetrarkulda. ser@frettabladid.is BÍLAR Drægni raf bíla er sífellt að aukast eins og marka má af reglu- legri athugun Norðmanna. Fyrir vikið er drægnikvíði að minnka. Þetta staðfestir Runólfur Ólafs- son, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), sem er nýkominn frá Noregi þar sem hann fylgdist með keppni á milli margra tegunda raf bíla um hver þeirra kæmist lengst á einni hleðslu við vetraraðstæður. Norðmenn eru komnir allra þjóða lengst í raf bílavæðingu og leiða, að sögn Runólfs, allar kann- anir á sviði framþróunar og gæða- eftirlits hvað þessar bílategundir varðar. Liður í því er að halda keppni í drægni bílanna tvisvar á ári, að sumri jafnt sem vetri. Að þessu sinni tóku raf bílar frá 29 framleiðendum þátt í keppninni sem hófst í Osló og rataði allt upp í þúsund metra hæð norður af Lille- hammer inn í landi, en meðalkuld- inn á leiðinni var fimm stiga frost og fór mestur í nítján gráðu gadd. „Skemmst er frá því að segja að Tesla S bar sigur úr býtum og komst 530 kílómetra á einni hleðslu við þessar aðstæður,“ segir Runólfur. „Þarna kepptu líka tólf kínverskar bílategundir sem við höfum ekki séð á Íslandi og stóðu sig afskaplega vel,“ bætir hann við. „Öll framþróun á þessu sviði er að verða æ hraðari.“ Hann segir þessa drægnikönn- un einnig hafa náð til þess hvað hleðslustöðvar ná að afkasta miklu. Þessar kannanir Norðmanna séu gerðar í þágu neytenda svo þeir viti upp á hár hvað þeir eru að kaupa af bílaumboðunum. „Keppnin er raunveruleikatékk. Hún sýnir hvað bílarnir geta,“ segir Runólfur. Það hafi einnig vakið athygli hans hversu mikil og víða uppbygging hleðslustöðva er í landinu. Markað- urinn sé að verða mjög stór. Á síð- asta ári voru 87 prósent nýskráðra bíla í Noregi hreinir rafbílar. „Það hreinlega borgar sig að bæta við æ fleiri hleðslustöðvum í Nor- egi,“ bendir Runólfur á og metur það svo, að þótt Íslendingar komi næstir á eftir Norðmönnum í raf- bílavæðingu, en séu enn þá langt á eftir þeim í rafbílafjölda. n Drægnikvíðinn minnkar Drægni rafbíla eykst sífellt, líka við kuldalegustu vetraraðstæður eins og nýleg könnun í Noregi vitnar um. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Heimildir: MBDA Missile Systems, Global Security, Saab Úkraína fær langdræg ugskeyti Úkraína hefur tryggt sér að ný vilyrði um vopn feli í sér langdræg ugskeyti í samvinnuverkefni milli Bandaríkjanna, Frakklands og Ítalíu. ASTER 30 AIR VARNARFLAUG Af landi á lo Meðaldræg Sprengjuoddur: 15 kíló með 2 metra banvænum radíus Hannað í samvinnu Frakklands og Ítalíu © GRAPHIC NEWS Sprengja með lítið þvermál sem skotið er af landi (GLSDB) 1.79 m 129 kg Lengd Þyngd Leiðsöguker‘: GPS/INS , GPS-gervihnöttur sendir merki til stefnubreytingaker–s 4,9 m 430 kg 180 mm Lengd Þyngd Þvermál Leiðsöguker‘: Stefnubreytingarker– með nýjum gögnum fram á miðja leið Radarstýrð Drægi: 150 kílómetrar – meira en 227 millimetra Ÿaugar fyrir M270 og M142 HIMARS M-26 Ÿaugarmótor: Skýtur Ÿauginni um 32 kílómetra Vængir sem opnast fyrir lokaaðŸug Sprengju- oddur: Stál með 22,7 kíló af sprengiefni Drægni: Að 150 km Hraði: Hljóðhraði x 4,5 Vél: Tveggja þrepa mótor Gegnumborun: Um 1,8 metrar af styrktri steinsteypu olafur@frettabladid.is NEYTENDUR Breki Karlsson, for- maður Neytendasamtakanna, segir Fjármálaeftirlitið og Neytendastofu benda hvort á annað hvað varðar eftirlit með starfsemi viðskipta- hátta smálánafyrirtækja og fyrir vikið falli neytendur milli skips og bryggju. „Það er ólíðandi að eftirlitsstofn- anir spili borðtennis með neyt- endavernd á lánamarkaði,“ segir Breki. „Það vísar hver á annan og neytendur liggja óbættir hjá garði á meðan.“ Breki vísar til máls einstæðrar móður sem Fréttablaðið fjallaði um í gær, en á miðvikudaginn, á útborgunardegi, tæmdi smálána- fyrirtækið Núnú lán ehf. banka- reikning hennar með því að taka út ríu færslur, samtals tæplega 290 þúsund krónur. „Það er alþekkt að bankar og önnur fyrirtæki skuldfæra banka- reikninga neytenda. Það er hins vegar gert á gjalddaga eða eindaga en ekki eftir eindaga þegar miklum innheimtukostnaði hefur verið safnað upp, eins og í þessu tilfelli og f leirum hjá smálánafyrirtækjum. Við teljum eftirlitsaðila vera að bregðast neytendum með því að láta svona viðskiptahætti óátalda,“ segir Breki. Leifur Haraldsson, framkvæmda- stjóri Núnú lána ehf., segir fyrir- tækið alltaf vera að reyna að bæta þjónustuna og skoðað  sé hvernig hægt sé að koma til móts við fólk sem lendir í svona. Hann hafi haft samband við Neytendasamtökin og óskað eftir upplýsingum um þá sem hefðu leitað til þeirra með svona mál og bíði svars. n Spila borðtennis með neytendavernd Breki Karls- son, formaður Neytenda- samtakanna 8 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 4. FEBRÚAR 2023 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.