Fréttablaðið - 04.02.2023, Page 16
Vatnsmelónu á Monkeys
Veitingastaðurinn Monkeys er stað-
settur á Klapparstíg 28–30 í einstak-
lega fallegu húsnæði. Kokkarnir á
Monkeys blanda saman japanskri
og perúskri matargerð á ótrúlega
skemmtilegan hátt og er maturinn
afar bragðgóður. Við mælum sér-
staklega með vatnsmelónu carp accio
sem kemur skemmtilega á óvart.
Bragðarefnum Bjössa
Íslendingar hafi lengi verið þekktir
fyrir ísát í hvers kyns veðri en með
hækkandi sól má gera ráð fyrir
f leiri ferðum í ísbúðina. Bragða-
refur er alltaf klassískur og sá besti
að okkar mati er Bjössi í Huppu. Í
Bjössa er Hockey Pulver, Daim og
karamelludýfa. Í Huppu má finna
fjölda ísrétta ásamt klassískum ís í
brauði.
Það er frjálst sætaval,
þannig að tónleika-
gestir ráða hvort þeir
setjist í sitt stjörnu-
merki eða hvort þeir
vilja velja sér eitthvert
annað merki.
Sigrún Harðardóttir
Verkið er um þetta ferli
að lána líkamann í
sköpun og eignast
hann síðan aftur.
UM HELGINA |
VIÐ MÆLUM MEÐ |
BJORK@FRETTABLADID.IS
Minning-
arnar eru
nefnilega
mikilvægar
enda því
miður fáar
í slíkum
tilfellum.
bjork@frettabladid.is
Önnur sýning á verkinu Hringrás
er í kvöld, laugardagskvöld, á Litla
sviði Borgarleikhússins.
Hringrás er nýtt verk eftir Þyri
Huld Árnadóttur unnið í samstarfi
við Íslenska dansf lokkinn, Urði
Hákonardóttur tónskáld, Júlíönnu
Láru Steingrímsdóttur, búninga-
og leikmyndahönnuð, og Sögu
Sigurðardóttur ljósmyndara sem
sér um myndbandsinnsetningu í
sviðsmynd. Anni Ólafsdóttir klippir
allt efnið saman.
Þyri Huld Árnadóttir hóf feril
sinn hjá Íslenska dansf lokknum
árið 2010 og hefur tekið þátt í fjöl-
breyttum verkefnum sem dansari
og danshöfundur og tvisvar hlotið
Grímuverðlaun sem dansari ársins.
„Ég dansaði mig í gegnum tvær
meðgöngurnar en tvö ár eru á
milli strákanna minna. Á seinni
meðgöngunni minni var Covid og
dansflokkurinn var að leitast eftir
nýjum leiðum til að gera dansinn
sýnilegan. Ég fékk þá tækifæri á að
gera vídeóverk þegar ég var komin
27 vikur á leið sem er uppsprettan
að verkinu. Þegar ég var komin 38
vikur á leið opnaðist leikhúsið og
ég sýndi live-útgáfu af vídeóverk-
inu. Ég tók síðan aftur upp þegar
strákurinn minn var tveggja vikna
og sótti um styrk í sviðslistasjóði til
að gera sýninguna Hringrás. Það var
svo mögnuð upplifun fyrir mig að
vera ólétt, fæða barn og vera með
barn á brjósti.
Ég vinn með líkamann minn á
hverjum degi sem dansari en að
upplifa þessa breytingu á líkaman-
um og hvað hann teygist og breytist
og þróast með hverri barneign er
magnað. Verkið er um þetta ferli að
lána líkamann í sköpun og eignast
hann síðan aftur.“ n
Dansar til heiðurs kvenlíkamanum
Þyrí Huld gerði vídeóverk á seinni meðgöngu sinni MYND/AÐSEND
Á morgun, sunnudag, ættu
aðdáendur kammertónlistar
og áhugafólk um stjörnu-
merki að leggja leið sína í
Hörpu þar sem Kammerhóp-
urinn Cauda Collective flytur
tvö ný tónverk undir yfir-
skriftinni Öld vatnsberans.
bjork@frettabladid.is
Okkur í Cauda Collective
finnst gaman að hrista
aðeins upp í þessu
k lassíska tónleika-
formi. Það er svo margt
hægt að gera til að útvíkka upplifun
áhorfandans og finna leiðir fyrir
f lytjendur til að tengjast áhorf-
endum betur,“ segir Sigrún Harðar-
dóttir, fiðluleikari sveitarinnar, sem
flytja mun verk eftir Stockhausen,
Finn Karlsson og Fjólu Evans á tón-
leikum með stjörnumerkjaívafi á
sunnudag.
Á tónleikunum verður flutt tón-
verkið Dýrahringurinn eða Tier-
kreis eftir Stockhausen í nýrri
útsetningu meðlima Cauda Col-
lective. Verkið er í tólf köflum og
táknar hver kafli sitt stjörnumerki.
Tónleikagestir sitja í sætum röð-
uðum í stóran hring og hver og einn
tónleikagestur sest í stól merktan
sínu stjörnumerki. Flytjendur eru
svo staðsettir í miðjum hringnum
og snúa að viðkomandi stjörnu-
merkjahóp í hverjum kafla fyrir sig.
„Það er frjálst sætaval, þannig að
tónleikagestir ráða hvort þeir setjist
í sitt stjörnumerki eða hvort þeir
vilji velja sér eitthvert annað merki,“
segir Sigrún.
„Það er svo fyndið hvað hópurinn
er allur orðinn áhugasamur um
stjörnuspeki eftir að við byrjuðum
að æfa fyrir þessa tónleika. Núna
erum við öll að pæla í stjörnu-
merkjunum. Við erum auðvitað
mis-skeptísk á þetta allt saman, en
það er eitthvað við þessa dulúð sem
kitlar,“ segir hún.
Við þennan nýfundna áhuga
kom í ljós að meirihluti hópsins er
fæddur í sporðdrekamerkinu.
„Ég sjálf er vatnsberi og tónleik-
arnir eru meira að segja 5. febrúar, á
afmælisdaginn minn. Finnur Karls-
son sem skrifar verkið Aquarius sem
við frumflytjum á tónleikunum, er
líka vatnsberi þannig að við erum
aldeilis ánægð að öld vatnsberans
sé gengin í garð. Svo erum við með
hrút, naut, tvíbura, meyju og ljón.
Ég held að þetta sé nokkuð góð sam-
setning, enda erum við fjölbreyttur
hópur með mismunandi styrkleika.
Okkur vantar þó fiska, krabba, vog,
bogamann og steingeit, þannig að
við auglýsum eftir samstarfsaðilum
í þeim merkjum fyrir næstu tón-
leika,“ segir hún í léttum tón.
Samkvæmt stjörnuspekingum
hefur nú gengið í garð öld vatns-
berans, tímabil sem á að einkenn-
ast af mikilli endurskipulagningu á
heimsmynd mannanna; fyrst með
niðurbroti og svo með endurupp-
byggingu, en einnig af vaxandi víð-
sýni mannshugans. Valdi hópurinn
því þessa yfirskrift yfir tónleikana á
sunnudaginn.
„Á öld vatnsberans munu menn
í auknum mæli vilja vaxa og vinna
saman að friði og þess vegna er
talið að tímabilið muni fyrst ein-
kennast af umróti og óstöðugleika,
sem síðan færir mannkynið í átt að
jákvæðum breytingum. Þá munu
fylgja vatnsberanum tækninýjung-
ar og byltingarkenndar uppgötvanir
í vísindum.
Upphaf tímabilsins markast af
því að Júpíter og Satúrnus mætast í
vatnsbera og er það í fyrsta skipti í
um 200 ár sem pláneturnar hittast
ekki í jarðmerki, heldur í loftmerki.
Þegar þetta gerist á mannkynið
eftir að upplifa von og nýsköpun í
auknum mæli en loftmerki himin-
geimsins tákna samvinnu og tækni-
nýjungar.“ n
Fagna öld vatnsberans
Kammersveitin Cauda Collective fagnar öld vatnsberans í Hörpu á sunnudag. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARIÞórunn Pálsdóttir, einn stofnenda Gleym
mér ei, styrktarfélags til stuðnings við for-
eldra sem missa barn á meðgöngu og í eða
eftir fæðingu, segir í viðtali hér í blaðinu
frá starfi sínu fyrir félagið en einnig eigin
reynslu af því að missa barn á meðgöngu. Í ár fagnar
félagið 10 ára afmæli og þó að heilmikið hafi færst
til betri vegar á þeim tíma er þó stutt síðan foreldrar
báru slíkan harm í hljóði.
Þórunn sem starfar sem ljósmóðir og brjóstagjafar-
ráðgjafi þekkir bæði gleðina og sorgina úr starfi sínu
og á eigin skinni og hefur í gegnum störf sín ásamt
fleirum breytt miklu þegar kemur að viðbrögðunum
við því þegar gleðin og eftirvæntingin breytist í
ólýsanlega sorg. Í dag eiga foreldrar þess kost að hafa
andvana fætt barn hjá sér í tvo til þrjá daga fyrir til-
stuðlan sérstakra kælivagga sem félagið festi kaup á,
auk þess sem þau fá fallegan minningakassa.
Minningarnar eru nefnilega mikilvægar enda því
miður fáar í slíkum tilfellum. Það hefur sýnt sig að
slíkt skiptir miklu enda segir Þórunn frá því hvernig
eldra fólk sem aldrei fékk að vinna úr sinni sorg, jafn-
vel ekki að sjá barn sitt, glímir enn við afleiðingar
þess komið á efri ár. n
Gleði verður sorg
14 HELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 4. FEBRÚAR 2023
LAUGARDAGUR