Fréttablaðið - 04.02.2023, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 04.02.2023, Blaðsíða 55
Líf okkar allra líður að mestu leyti í því sem hún kallar tilvistar- leysi. Svo koma það sem hún kallar til- vistaraugnablik. Ný þýðing á sjálfsævisögu Virginiu Woolf eftir Soffíu Auði Birgisdóttur er tilnefnd til Íslensku þýðingarverð- launanna. Soffía Auður Birgisdóttir, þýðandi og bókmenntafræðingur, þýddi sjálfsævisögu Virginiu Woolf sem ber heitið Útlínur liðins tíma. Soffía er vel kunnug Virginiu Woolf en hún hefur áður þýtt eftir hana skáld- söguna Orlandó og smásögu sem birtist í þýðingasafninu Smásögur heimsins. „Hún er einfaldlega uppáhalds- höfundurinn minn. Ég skrifaði BA-ritgerð um hana fyrir þrjátíu og eitthvað árum,“ segir Soffía Auður og hlær. Breska skáldkonan Virginia Woolf er einn þekktasti rithöfundur sögunnar en sjálfsævisaga hennar Útlínur liðins tíma (e. Moments of Being) kom ekki út fyrr en 1976, rúmum þremur áratugum eftir dauða hennar. „Hún lýsir bernsku sinni og upp- vaxtarárum, foreldrum og systk- inum, átökum á milli kynslóða. Foreldrar hennar og sérstaklega faðir hennar voru svona dæmigerðir fulltrúar hins viktoríanska feðra- veldis. En hún og systkini hennar, sérstaklega Vanessa systir hennar sem var listmálari og yngri bræð- urnir, voru nútímafólk sem gjör- breyttu svo lifnaðarháttum sínum þegar þau losnuðu undan oki feðra- veldisins þegar faðir þeirra dó,“ segir Soffía Auður. Geðræn veikindi Virginia Woolf átti erfitt líf og þjáðist nær alla ævi af geðrænum veikindum. Hún reyndi nokkrum sinnum að taka sitt eigið líf og lést 59 ára að aldri árið 1941 með því að drekkja sér í Ouse-fljótinu. Soffía Auður segir þessa erfiðleika koma glöggt fram í bókinni. „Það er talið að hennar geðrænu vandamál eigi upptök í gríðarlegum áföllum í æsku sem byrja þegar hún er þrettán ára gömul og missir móður sína. Hún lýsir því náttúrlega mjög vel í bókinni, þeim áhrifum sem andlát móður hennar hafði á hana og allt fjölskyldulífið. Síðan tveimur árum seinna þá deyr systir hennar sem þá var nýgift, barns- hafandi og mjög hamingjusöm, það var henni óskiljanlegur harmleikur. Nokkrum árum seinna deyr bróðir hennar 26 ára, þannig að þetta eru svona endurtekin áföll. Svo fléttast líka inn í kynferðisleg áreitni eða misnotkun sem hún lýsir þarna aðeins, sem stjúpbróðir hennar beitti hana.“ Elskaði konur og karla Mikið hefur verið rætt um kyn- hneigð Virginiu Woolf í gegnum tíðina. Hún giftist Leonard Woolf árið 1912, þá þrítug, en átti einn- ig í ástarsamböndum við konur, frægast þeirra við rithöfundinn Vita Sackville-West. „Þótt hún hefði gifst og átt gott hjónaband þá var hún kannski meira hneigð til kvenna. Hennar helsta ástkona var Vita Sackville- West sem hún byggir karakterinn Orlandó að miklu leyti á, hún fléttar eiginlega saman sinn eigin karakt- er og karakter Vitu í Orlandó, finnst mér,“ segir Soffía Auður. Eftir að Leslie Stephen, faðir Virginiu Woolf, lést árið 1904 f lutti fjölskyldan frá Kensington í Bloomsbury-hverfið í vestur- hluta Lundúna. Þar fékk skáldgáfa Virginiu að blómstra í hinum svo- kallaða Bloomsbury-hóp sem hún var partur af ásamt ýmsum öðrum listamönnum. „Eftir að þau systkinin f lytja í Bloomsbury-hverfið þá gerast þau bóhemar og stofna hóp lista- manna og fræðimanna sem hitt- ust heima hjá þeim. Þar var sam- kynhneigð bara eðlilegur hlutur, fullt af samkynhneigðu fólki og þótti ekkert mál. Það er mjög merki- legt að lesa það. Að mörgu leyti Tilvist og tilvistarleysi manneskjunnar Soffía Auður Birgisdóttir hefur þýtt tvær af bókum Virginiu Woolf, Orlandó og Út- línur liðins tíma. MYND/KRISTINN INGVARSSON Breska skáldkonan Virginia Woolf (1882–1941) átti stormasama ævi. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY erum við íhaldssamari held ég en sumir voru á þessum tíma,“ segir Soffía Auður. Granít og regnbogi Soffía Auður hefur fjallað töluvert um ævisögur og sjálfsævisögur á ferli sínum sem bókmennta- fræðingur. Til að mynda fjallaði doktorsritgerð hennar um Þórberg Þórðarson og mörk skáldskapar og sjálfsævisögu í verkum hans. „Í þessari bók er Virginia ekki bara að skrifa sjálfsævisögu eða endurminningar sínar heldur er hún sífellt að velta fyrir sér forminu og hvernig sé hægt að lýsa mann- eskju. Þetta er rit sem er mjög áhugavert í því samhengi. Hún talar um að það sé ekki hægt að lýsa manneskju, að það sé álíka mögu- legt og að binda saman granít og regnboga, þar sem staðreyndirnar eru granítið. Hins vegar sé sú ævi- saga einskis virði sem ekki reynir að nota liti regnbogans til að varpa ljósi á karakter,“ segir hún. Tilvistaraugnablik lífsins Útlínur liðins tíma fjallar að miklu leyti um eðli og gildi lífs hverrar manneskju. „Annað sem hún er að velta fyrir sér, það er að líf okkar allra líður að mestu leyti í því sem hún kallar tilvistarleysi. Svo koma það sem hún kallar tilvistaraugnablik, eða moments of being á ensku, sem verða einhver svona uppljómunaraugnablik. Og hvernig á að vefa þetta saman? Hún er sífellt að velta þessu fyrir sér og ég held að lykilhugtakið hjá henni séu hughrif, þú getur kannski kallað fram ævi þína meira í hughrifum og kallað fram minningar í gegnum hughrif en líka í gegnum hljóð og lykt, sem er náttúrlega það sama og Proust talar um,“ segir Soffía Auður. Hún bætir því við að þessi lífs- speki Virginiu Woolf sé ef til vill uppspretta þess af hverju hún gerð- ist rithöfundur. „Svo tengir hún þessi tilvistar- augnablik og segir að alltaf þegar hún upplifi eitthvað svoleiðis finni hún svo sterka þörf hjá sér til að lýsa því og vinna úr því og þar liggi grundvöllurinn að því að hún sé rithöfundur. Hún verði að lýsa þessum augnablikum og gott ef hún talar ekki um heimspeki sína í þessu samhengi.“ n tsh@frettabladid.is Ragnar Kjartansson opnar sýningu á vídeóinnsetningu sinni The Visi- tors í Listasafninu á Akureyri í dag, laugardag, klukkan 15. „Mér finnst svo gaman að það sé verið að sýna þetta verk í Listasafn- inu á Akureyri. Ég veit að þetta er búið að vera í undirbúningi lengi og þetta er alveg ótrúlega mikill heiður og ánægja að það sé verið að setja þetta upp þarna,“ segir Ragnar. The Visitors er eitt þekktasta verk Ragnars og The Guardian valdi verk- ið besta listaverk 21. aldarinnar eftir að það var fyrst sett upp í Migros- safninu í Zürich 2012. Það hefur ekki verið sýnt á Íslandi síðan það var sett upp í Kling og Bang 2012. Hvernig er að koma aftur að verk- inu rúmum áratug síðar? „Ég er bara voða ánægður með það og þykir alltaf alveg afskaplega vænt um þetta verk og líka vænt um fólkið í þessu verki. Þetta er svo mikið port- rett af tónlistarmönnunum og fólk- inu í Rokeby-húsinu.“ The Visitors var tekið upp í hinu sögufræga en hnignandi Rokeby Draumaband Ragnars Kjartanssonar Ragnar Kjartans- son, myndlistar- maður. Þorvaldur S. Helgason tsh @frettabladid.is Úr The Visitors eftir Ragnar Kjartansson. MYND/AÐSEND sveitasetri í upphéruðum New York- fylkis Bandaríkjanna sem hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar síðan 1813. Fjöldi þekkta tónlistar- manna og listamanna kemur fram í verkinu, margir hverjir nánir samstarfsmenn Ragnars á borð við Kristínu Önnu og Gyðu Val- týsdætur, Davíð Þór Jónsson og Kjartan Sveinsson auk bandarísk- pakistanska listamannsins Shahzad Ismaily. „Ég man að þetta var einhvers konar draumaband þannig séð, að búa til hljómsveit með þessu fólki. Þetta eru stórkostlegir tón- listarmenn af minni kynslóð og svolítið portrett af þessari senu,“ segir Ragnar. Hann hefur áður sýnt í Listasafninu á Akureyri og gerði til að mynda eftirminnilegt útilistaverk sem sýnt var á safninu 2021 og heitir Undirheimar Akureyrar. Spurður hvort hann sé hrifinn af Akureyri sem sýningarstað segir Ragnar: „Þetta safn er orðið svo frábært og hann Hlynur Hallsson safnstjóri er að gera svo góða hluti. Þannig að þetta er bara einn af skemmtilegustu listáfangastöðum á landinu.“ n FRÉTTABLAÐIÐ MENNING 294. FEBRÚAR 2023 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.