Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Qupperneq 4

Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Qupperneq 4
sem við vitum ekki, en eigi að siður er það jafnvist, að þeir standa eins undr- andi og við gegn sumum dýþstu leyndar- dómum lífsins og tilverunnar. En hversu ófullkomnar sem hugmyndir mannkyns- ins um lögmál náttúrunnar og stjórn al- heimsins hafa verið á liðnum öldum, og eru enn, sýna þœr samt, að þetta hef- ur á öllurn timum verið æðsta viðfangs- efni mannlegs anda. Lífsundrið hefur heillað hug kynslóðanna, enda eflaust gáta, sem okkur er œtlað að skilja ein- hvern tima, þótt mörg vötn verði runn- in til sjávar áður. Þeir sem lifa i nánu sambandi við náttúruna, komast ekki hjá að hugleiða ýmis undur hennar. Izaak Walton talar mikið um þau tækifœri, sem stangaveiðin veiti mönnum til ihugunar. Hann varð lika sjálfur margs visari um lifið i nátt- úrunni, eins og bók hans vitnar bezt um. Þeir sem vilja öðlast alla þá ánægju, sem veiðiferðir og annað hliðstœtt sam- neyti við náttúruna getur veitt, verða að opna hug sinn og hjarta fyrir áhrifum umhverfisins, leyndardómum þess, lífi og litum. En um leið og við förum að gefa þessu gaum kemur af sjálfu sér, að við förum lika að hugleiða þau lögmál, sem það lýtur og leita skýringa á undr- inu. Og í kyrrðinni við ána, við hinn eilífa nið hins rennandi vatns, sem Gior- dano Bruno likti við þrá mannssálarinnar til þess að finna hin upphaflegu heim- kynni sin, mœtti svo fara, að við fyndum eitthvað, sem auðgaði lif okkar — ef til vill svör við einhverjum spurningum. Og enda þótt þessi svör yrðu máske ekki öll staðfest af visindunum síðar, höfum við þó gert virðingaruerða tilraun til að hugsa, reyna að ráða eitthvað i lifsgátuna. Allir höfum við einhvern tírna staðið undrandi á björtum sumardegi og horft í þögulli lotningu á fegurð og fjölbreytni lífsgervanna í gróðrarríki náttúrunnar, og jafnframt orðið hugsað um þá stað- reynd, að enn hefur enginn maður öðl- ast þá þekkingu, að hann gœti skapað eitt frjókorn og gætt það þeim dular- fulla lifsneista, sem veldur vexti þess og breytir þvi i blóm eða berjahrislu í fyllingu timans. Já, við höfum oft staðið þögulir gegn undrum náttúrunnar, á öllum árstiðum. Við höfum séð hana vakna til lifsins á vorin, séð þau undur, sem geta gerzt á fáeinum góðviðrisdögum, þegar mold- in hlýðir kalli sólarinnar, opnar lifheim sinn fyrir Ijósi hennar og býður hinum blundandi börnum sinum að vakna og stiga upp í dýrðina — og taka þátt í að skapa dýrðina. Við höfum andað að okk ur ilmi og fegurð hins fullþroska gróð- urs í blómsölum sumarsins, séð hrörn- unina á haustin og loks dvalarsvefninn um dimma og langa vetur. Þá er einni hringrás lokið. Allt er þetta fagurt og stórbrotið. Hver árstið á sína töfra. En af allri fegurðarfjölbreytni islenzkrar náttúru er þó ef til vill fegurst, hvernig hún býr sig undir dauðann, eða dvalar- svefn vetrarins. Haustskrúði hennar er eitt af því undursamlegasta, sem mann- leg augu fá litið. Skúli fógeti sótti það i eðli sinna eigin átthaga, að íiilja ganga skrautbúinn á fund dauðans. Þeir sem ferðast hafa um landið að hausti til, í góðu veðri, þekkja þá sýn, sem þar blasir við augum — kveðju sumarsins. Við veiðimenn eigum flestir slíkar minningar úr siðsumarferðum okk- ar. Við höfum horft á haustlitina, orð- 9 Veiðimaðurinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.