Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Blaðsíða 31

Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Blaðsíða 31
DANSKUR METLAX. HINN 1”). apríl 1951 veiddi D. C. Dinesen frá Kanpmannahöfn 53 punda lax í Skjern Aa á Jótlandi. Þetta var liængur, 136 cm. langur og 70 cm. að ummáli. Veiðimaðttrinn var tæpan hálf- tíma að þreyta fiskinn og ná honum á land. Hann stökk tvisvar og þegar hann kom niður voru boðaföllin eins og kýr liefði steypst í vatnið. Það \ar kalt í veðri þennan dag, loft skýjað og tals- \erð gola. Maður einn, sem var viðstaddur þegar fiskinum var landað, trúði ekki sínurn eigin aug- utn og hrópaði: ,,Þetta er lygil“ Veiðita’kin voru: Farlow Uarrat stöng, 8,2 fct, Damyl-lína 0,40 og gervisíli 30 gr. á þyngd. Hreistrið sýndi að laxinn hafði verið 2 ár í ánni og síðan 4 ár í sjó. Hann hefur því Jryngst um 13 pund á ári til jafnaðar. Stærsti lax, sem veiðst hafði áður í Danmörku, var 48 pund, veiddur í sönm á. Veiðivargar. ÁRIÐ 1954 birtist í norska veiðirit- inu Fiskesport smágrein eftir Trygge Lökensgaard, veiðimálaráðunaut, í til- eini af uppástungu, sem komið hafði fram, um algera friðun fugla og dýra á vissum svæðum í Noregi. Honum lízt illa á hugmyndina og telur að fiskistofninn í ám og vötnum gjaldi þegar svo mikið afhroð af völdum ým- issa vágesta, að ekki sé á það bætandi. Hann tekur senr dæmi á eina, sem heitir Vorma (Varmá). Hana leggur sjaldan alveg, og þess vegna eru þar tilvalin heimkynni fyrir otur, mink og fiskiönd að vetrinum. En af þessu þrennu, segir hann, að fiskiöndin sé lang stórvirkust. Sama reynsla sé einnig í Kanada og Bandaríkjununr. Ein önd getur grandað ólrúlegum fjölda seiða á ári. Senr dæm' nefnir hann, að í nraga eins fugls lrafi fundist 6 laxaseiði og 2 smáurriðar. Þeim senr kunnugir eru við veiðiár hér á Islandi, ber sanran unr að fiskiönd- in gratrdi ótrúlegum fjölda af seiðum. Hún er áreiðanlesra stórtækari en mink- o urinn, þótt okkur sé verr við liann. JÓLAKORTIN. S.V.F.R. hefur nú á boðstólum fyrir félagsmenn sína og aðra, senr þess kynnu að óska, sex tegundir af jólakortum. Öll- um veiðimönnum þykir gaman að fá jóla- kveðju á korti, sem minnir þá á stund- irnar \ ið árnar. Verum allir samtaka unr að styðja okkar eigið félag, unr leið og við sendunr svolítinn sólargeisla gegnum skammdegismyrkrið til kunningja okkar og vina, sem veiðiskap unna. Veiðimaðurinn 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.