Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Blaðsíða 22

Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Blaðsíða 22
Jafnskjótt og útbúnaðurinn er í lagi, fæ ég skipun um að setjast á afturþóft- una, en Kokko fer fram í barkann með stjaka, sem liann notar til að stjórna því, að báturinn berist liægt niður ána, um leið og hann segir mér til af mynd- ugleik og mikilli kunnattu. „Byrjaðu nú að kasta — gefðu út meira af línunni — ég skal hugsa um bátinn — meira enn — láttu stangartoppinn vísa meira til vinstri — og nú til hægri — lyfta toppnum dálítið, þannig að neðsta flugan sé í kafi, miðflugan í vatnsskorp- unni og sú efsta fyrir ofan vatnið — þeir grípa hana Hka stundum á lofti — nú fara þeir að narta rétt strax — það sakar ekki þótt þú reynir að kasta þvert ? strauminn og kippa svo í einu sinni eða tvisvar — bíddu við, ég skal sýna þér, hvernig þú átt að fara að — svona gerir maður! Já, já, einmitt svona — nú ætti hann að taka, nú erum við á rétta staðnum — undarlegt, ef þeir láta ekki á sér bæra núna —“ og það reyndist líka svo, ég fékk nart — fyrsti urriðinn minn skauzt fram undan steini, stökk fyrst upp í loftið og rétt á eftir á flug- una. Það stríkkar á línunni, stöngin svignar, hjólið marrar — ó, hvílík stund, hvílík stund! Ég hef heyrt sagt að áhrifin, þegar menn finna að urriðinn tekur, séu lík- ust raföldu; en það er meira en alda — það er óslitinn rafstraumur, þangað til fiskurinn er kominn á land, og jafnvel góða stund eftir það. Hvað er viðbragð stórrar geddu eða aborra, samanborið við þau ósköp, sem á ganga, þegar þessi litli, glæsilegi vatnabúi fer á stað! Ö’ getur bólað og ólgað, en kampavín smell- ir og freyiðir! Á þessari stundu finnst m/" að ég sé sjálfur „fastur“, en ekki fisk- urinn. Fiskurinn sé með mig á, en i ekki hann. Ég er sem bergnuminn, ölv- aður. Titringurinn á stönginni kemur taugakerfi mínu í undarlega notalegan æsing, sem ekki er unnt að lýsa. Mér rennur kalt vatn milli skinns og hör- unds, nákvæmlega eins og þegar ég var barn og sveiflaði mér fram og aftur í ról- unni minni. Samtímis finnst mér ég fljóta ósjálfbjarga undan einhverjum örlaga- straumi — ég skal og verð að veiða svona fiska það sem eftir er ævinnar. Hvað sem það kostar, verð ég að ná mér í hluta af veiðiréttindunum í þessari eða einhverri annarri svipaðri á. Ég hef gert mér grein fyrir þessu öllu nú þegar, áður en fyrsti urriðinn minn spriklar í háfnum. Og ég fæ marga í viðbót, nálega einn í hverju kasti, sarna livert ég kasta. Við og við fæ ég meira að segja þrjá í einu, einn á hverja flugu. Þeir taka í kafi, þeir taka í vatnsskorp- unni og þeir stökkva jafnvel upp úr til þess að grípa efstu fluguna. Nokkrir sleppa, en lang flestum næ ég. Aðeins í örfá skipti síðan hefur komið fyrir að liann hafi verið svona gráðugur hjá mér Nú fær maður ekki urriða framar með því að kasta svona í þessari á. Skipstjór- inn stendur á bryggjunni og horfir á Eg sendi honum fingurkoss og læzt faðma hann að mér, frá mér numinn af gleði. „Komdu hingað skipstjóri; nú ætla ég að hætta!" hrópaði ég. „Nei, nei, haltu áfram,“ svaraði hann. Það var fallega sagt af honum. En allt í einu hættu þeir að taka, o^ eins þótt Kokko stjakaði bátnum á nýja staði. Orsökin var eflaust sú, að vor- flugurnar 1 öfðu skyndilega horfið, bæði 20 Veidimaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.