Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Blaðsíða 24
á bakkanum, kvarnirnar fyrir neðan foss-
inn og brúna á milli þeirra, þar sem
einhver stendur, sem veifar hvítum vasa-
klút og kallar okkur til kvöldverðar.
Skipstjórinn svarar frá bryggjunni og
kallar til okkar — og þá verðum við að
halda af stað. . ..
Þýtt úr „Smá fisk og store fisk“.
Línur og girni
úr gerfiefnum.
SKOÐANIR veiðimanna um línur og
girni úr gerfiefnum eru skiptar, eins og
um flest annað. Sumir hæla þeirn á hvert
reipi, aðrir finna þeim flest til foráttu,
og nokkrir reyna að meta með sanngirni
kosti þeirra og galla.
Dr. Axel F. Mathiesen, sem oft ritaði
í norsk veiðirit um ýmiskonar efni, er
snerta veiðiskapinn, segir sitt álit í
stuttri grein í Fiskesport s.l. ár. Farast
honum orð á þessa leið:
„Nokkurt gagn gæti af því leitt, að
menn skiptust á skoðunum hér í ritinu
um hin nýju gerfigirni og línur. I.átum
menn lýsa reynslu sinni og segja álit
sitt á næloni og livað þau nú heita öll.
Mörg skoðanaafbrigði eru til milli
þeirrar hástemmdu hrifningar, sem þeim
var tekið með í fyrstu og efasemdanna
um ágæti þeirra í dag.
Ég held að flestir veiðimenn noti þau
með nokkurri gætni nú orðið. Þau hafa
eflaust ýmsa mikla kosti. í fyrsta lagi
eru þau ódýr. Línurnar fúna ekki á hjól-
unum, og þegar menn hafa lært hnútana
eru þeir sterkir og traustir.
Þetta á hæði við flugugirnin og lín
urnar, sem notaðar eru á kaststengur og
við dorgveiðar.
Samkvæmt minni reynslu hafa gerfi-
línurnar einn aðalgalla — þær eru alltof
teygjanlegar. Það er ógerningur að
hregða eins fast við fiski á þær og silki-
línurnar. Þetta verður þeim mun verra
senr línan er grennri. í löngum köstum
með léttri spinningsstöng, þegar notuð
er lína af sverleikanum 15—20—25, eftir
atvikum, kemur þráfaldlega fyrir, að öng-
ullinn festist ekki og fiskurinn fær tíma
til að spýta agninu út úr sér aftur.
Á dorgi í sjó eftir urriða eða laxi
nota menn oftast sverari línu, 35—50,
en þar kernur líka livað eftir annað fyr-
ir, að ekki er hægt að bregða nógu fljótt
eða fast við. Þá er einnig oftast notuð
lengri lína, 50—75 metrar, en við það
aukast vitanlega áhrif teygjunnar.
Ég hef reynt að bæta úr þessu með því
að hafa önglana alltaf hárhvassa (ég geng
ævinlega með litla þjöl í vasanum), Þetta
hefur reynzt nokkur hót, en ég missi samt
alltaf við og við fiska bæði um leið og
ég hregð \ið þeim og eftir að ég er
farinn að þreyta þá.
\7ið skulum vona að framleiðendurnir
finni bráðlega upp aðferð til þess að
gera teygjulausar og dálítið stífari línur
úr þessum gerfiefnum. Það hlýtur að
vera hægt.“
★
Hver er reynsla íslenzkra veiðimanna
af þessum tækjum? Veiðimaðurinn birtir
fúslega pistla um svona efni, ef menn
senda þá. Einhver hlýtur að hafa eitt-
hvað að segja. Ritstj.
22
Veiðimaðurin.n