Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Blaðsíða 20

Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Blaðsíða 20
minnisstæð. I>að kemur fyrir að fiskur veiðist við einkennilegar aðstæður, á sér- stök tæki eða algerlega óvænt og af ein skærri heppni, en stundum er veiðin einnig árangur langra tilrauna og lær- dómsríkrar reynslu. Ennfremur geta ein- hverjar aukaástæður valdið því, að at- burðurinn gleymist ekki. Fyrsti laxinn er vitanlega merkilegur fiskur, sem við munum betur eftir en öllum öðrum. Það eru nú bráðum 15 ár síðan ég fékk minn fyrsta lax. Til- viljun réði því að ég komst nokkru sinni í kynni við laxaættina. Þótt ég legði mikla stund á að læra íþróttina til lilít- ar og væri stöðugt að afla mér betri tækja, liafði ég aldrei hugsað til laxveiða, því mér datt aldrei í hug að ég mundi fá tækifæri til að iðka þær. Hugmynd mín var sú, að þær væru eingöngu stund aðar á þann hátt, sem mér hafði verið sagt að gert væri í Vaala, þ. e. a. s. í bát með aðstoð ræðara. Aðferðin mundi því vera svipuð og þegar róið væri með spón. Mér hefur aldrei þótt sportlegt, að láta róa undir sér, nema þá að veiði- félagar rói livor fyrir annan. Ræðarinn er þá hinn raunverulegi veiðimaður; liinn er eins og hver önnur klessa á afturþóftunni. Þá er nú svolítið annað að hlaupa eftir klöppunum í sjávarmál- inu og kasta spæninum sínum. Ég læt mér nægja geddurnar( hugsaði ég), þær veita mér alla þá ánægju, sem ég er að sækjast eftir. Ef til vill hefur það einn- ig dregið úr mér kjarkinn, að áhöldin til laxveiðanna voru dýr og allur annar kostnaður þeim samfara mjög mikill. Nú tel ég ekki eftir þær krónur, sem ég hef eytt í þetta; ég hef fengið þær með vöxt- um og vaxtavöxtum í aukinni heilbrigði, andlegri hressingu — og jafnvel efni í ritsmíðar — að ógleymdum hinum á- nægjulegu kynnum af veiðifélögum mín- um, og síðast en ekki sízt sjálfri ánn: þessari tryggðavinu, sem ég hef eignast við margra ;ira samveru og hefur leitt mig inn í nýja hugarheima. Ég átti raunar flugustöng, ágæta „split- cane“, sem ég hafði fengið hjá starfs- bróður mínum, sem greiðslu fyrir tíma- ritsgrein. Af heimsku hafði ég eyðilagt hana, með því að nota hana sem kast- stöng. Hún var orðin bogin og lin vegna þess, að ég hafði kastað með henni þungri beitu og veitt á hana geddur. Munið það, ungu veiðimenn, að hver tegund veiðiskapar krefst réttra tækja. Þá reglu má ekki brjóta. Noti byrjandinn rétt tæki og fái tilsögn hjá hæfum manni, getur hann orðið góður veiðimaður á nokkrum vikum, að öðrum kosti geta liðið mörg ár án þess að liann læri ein- földustu grundvallaratriði. Spyrjið okk- ur eldri mennina ráða, en kaupið aldrei af handahófi í veiðarfæraverzlununum. Þótt ég kynni ekki enn að nota þessa ágætu flugustöng rétt, varð hún eigi að síður sá töfrastafur, sem opnaði mér ævin- týraheim laxveiðinnar. Það skeði í Huo- pana árið 1906. Áin var þá leigð W. Ruuth skipstjóra og dr. W. Lybeck. Skipstjórinn hafði fengið þá hugmynd, að ég yrði að kynna mér rekstur smá- býla, a. m. k. nægilega mikið til þess, að ég gæti skrifað eitthvað um það efni, í samræmi við hugmyndir hans. Hann stakk því upp á, að ég kæmi og skoðaði nokkur býli, sem hann var að láta reisa í tilraunaskyni, m. a. í Viitasaari. Til þess að tryggja það, að ég færi með hon- um af fúsum vilja, lofaði hann mér veiði 18 Veiðimaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.