Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Blaðsíða 9

Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Blaðsíða 9
því að laxinn héldi þarna niður, en hann hafði völdin og þeyttist niður straum- fallið. Mér tókst þó að forðast slys. Nið- ur undir samkomuhúsi, sem stendur í túninu, tókst mér að landa honum með aðstoð Benedikts bónda á Hólmavaði. Sá liann til ferða minna og hvattur af sinni alkunnu löngun til að hjálpa kom hann til mín. Lax þessi vóg 21 pund. Degi var tekið að halla. Erlingur lækn- ir athugaði hálsinn á okkur Sæmundi fyrir næsta dag og virtist vera ánægður með okkur. Veiðisögur voru sagðar yfir borðum, er lieim kom að Laxamýri, og gleði og glaumur ríkti fram í húmið. O, hve gaman var að lifa! Litla flugan mín frá honum Albert skipaði nú heiðurssæti í veskinu mínu eftir þetta afrek, en saga hennar er samt ekki að fullu sögð ennþá. Hún fékk að hvílast þar um langt skeið í sumar. Þó kom að lokurn að þeim tíma, aff liðveizlu hennar var leitað. í Borgarfirði syðra er veiðisvæði, sem kallað er Svarthöfðaveiðisvæði. Það eru Þessi mynd er af Stiflunni, svonefndu, seni getið er hér i greininni. Er pað ágœtur veiðistaður, en að visu nokkuð mishittur. Liggur þar jafnan mikið af laxi og sumir stórir. T. d. veiddi frú Lydia Einarsson þar 32 pd. fisk fyrir nokkrum árum, og margir aðrir hafa lent þar i skemmtilegum œvintýrum. S.I. sumar veidd- ust þarna 107 laxar. Ljósm.: Þór. Sveinsson. ármót Reykjadalsár og Flóku, er þær falla sameiginlega í Hvítá. Víðsýnt er þaðan til allra átta, því að Svarthöfði er mið- svæðis í liéraðinu. Fegurð í góðu veðri er undursamleg og er ekki að undra, að slík fegurð geti skapað skáldlega hrifn- ingu. Mig hefur því ekki undrað það, að umhverfi þetta hefur fóstrað einhvern skemmtilegasta rithöfund landsins nú á seinni árum, rithöfundinn Björn Blön dal, sem jafnframt er einhver snjallasti veiðimaður á voru Fróni, og er óþarft að lýsa honum nánar hér. Það gera bæk- ur hans betur. Við Olafur Bjarnason læknir höfðum þá miklu ánægju, að gista þennan stað í miðjum ágúst síðastliðnum. Veður hafði, þar senr annars staðar, verið þung- búið og rigningar gengið öðrurn þræði daglega. Vatn var því óvenjulega mikið, einkum þó í Reykjadalsá, og Hvítá var sem hafsjór yfir að líta. Við sáum því ekki fisk fyrstu dagana og hefði vistin orðið viðburðasnauð, ef við hefðum ekki notið gleðinnar af góð- Yeiíhmaðurinn 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.