Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Side 22

Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Side 22
Jafnskjótt og útbúnaðurinn er í lagi, fæ ég skipun um að setjast á afturþóft- una, en Kokko fer fram í barkann með stjaka, sem liann notar til að stjórna því, að báturinn berist liægt niður ána, um leið og hann segir mér til af mynd- ugleik og mikilli kunnattu. „Byrjaðu nú að kasta — gefðu út meira af línunni — ég skal hugsa um bátinn — meira enn — láttu stangartoppinn vísa meira til vinstri — og nú til hægri — lyfta toppnum dálítið, þannig að neðsta flugan sé í kafi, miðflugan í vatnsskorp- unni og sú efsta fyrir ofan vatnið — þeir grípa hana Hka stundum á lofti — nú fara þeir að narta rétt strax — það sakar ekki þótt þú reynir að kasta þvert ? strauminn og kippa svo í einu sinni eða tvisvar — bíddu við, ég skal sýna þér, hvernig þú átt að fara að — svona gerir maður! Já, já, einmitt svona — nú ætti hann að taka, nú erum við á rétta staðnum — undarlegt, ef þeir láta ekki á sér bæra núna —“ og það reyndist líka svo, ég fékk nart — fyrsti urriðinn minn skauzt fram undan steini, stökk fyrst upp í loftið og rétt á eftir á flug- una. Það stríkkar á línunni, stöngin svignar, hjólið marrar — ó, hvílík stund, hvílík stund! Ég hef heyrt sagt að áhrifin, þegar menn finna að urriðinn tekur, séu lík- ust raföldu; en það er meira en alda — það er óslitinn rafstraumur, þangað til fiskurinn er kominn á land, og jafnvel góða stund eftir það. Hvað er viðbragð stórrar geddu eða aborra, samanborið við þau ósköp, sem á ganga, þegar þessi litli, glæsilegi vatnabúi fer á stað! Ö’ getur bólað og ólgað, en kampavín smell- ir og freyiðir! Á þessari stundu finnst m/" að ég sé sjálfur „fastur“, en ekki fisk- urinn. Fiskurinn sé með mig á, en i ekki hann. Ég er sem bergnuminn, ölv- aður. Titringurinn á stönginni kemur taugakerfi mínu í undarlega notalegan æsing, sem ekki er unnt að lýsa. Mér rennur kalt vatn milli skinns og hör- unds, nákvæmlega eins og þegar ég var barn og sveiflaði mér fram og aftur í ról- unni minni. Samtímis finnst mér ég fljóta ósjálfbjarga undan einhverjum örlaga- straumi — ég skal og verð að veiða svona fiska það sem eftir er ævinnar. Hvað sem það kostar, verð ég að ná mér í hluta af veiðiréttindunum í þessari eða einhverri annarri svipaðri á. Ég hef gert mér grein fyrir þessu öllu nú þegar, áður en fyrsti urriðinn minn spriklar í háfnum. Og ég fæ marga í viðbót, nálega einn í hverju kasti, sarna livert ég kasta. Við og við fæ ég meira að segja þrjá í einu, einn á hverja flugu. Þeir taka í kafi, þeir taka í vatnsskorp- unni og þeir stökkva jafnvel upp úr til þess að grípa efstu fluguna. Nokkrir sleppa, en lang flestum næ ég. Aðeins í örfá skipti síðan hefur komið fyrir að liann hafi verið svona gráðugur hjá mér Nú fær maður ekki urriða framar með því að kasta svona í þessari á. Skipstjór- inn stendur á bryggjunni og horfir á Eg sendi honum fingurkoss og læzt faðma hann að mér, frá mér numinn af gleði. „Komdu hingað skipstjóri; nú ætla ég að hætta!" hrópaði ég. „Nei, nei, haltu áfram,“ svaraði hann. Það var fallega sagt af honum. En allt í einu hættu þeir að taka, o^ eins þótt Kokko stjakaði bátnum á nýja staði. Orsökin var eflaust sú, að vor- flugurnar 1 öfðu skyndilega horfið, bæði 20 Veidimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.