Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Side 5

Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Side 5
lausir yfir fegurð þeirra, en með sökn- uði yfir því, að sumrinum og laxveiði- timanum var að Ijúka. En fögur v/ kveðjan og oft hefur hún yljað okkur um hjarta á dimmum og löngum skamm- degiskvöldum. Geislar Ijúfra minninga hafa yljað margri sál á íslandi, fyrr og sið- ar, þegar að hefur syrt. Kunnur rithöfundur, islenzkur, hefur sagt að það sé mikil gcefa, að vera fædd- ur i fögru landi. Þetta er sannmœli. En það vill verða um, náttúrufegurðina eins og þær „jarðlegar giptir fjár og sælu“, sem við njótum, daglega, að okkur gleym- ist alltof oft að þakka og meta þau hnoss. Veiðimenn œttu að muna það flestum öðrum betur. Erlendur veiðimaður, sem, eitt sinn dvaldi við laxveiðar hér á íslandi setti kvöld nokkurt í fisk, sem hann kvað hafa verið einn skemmtilegasta lax, sem komið hefði á færi sitt. Það var nýgeng- inn hœngur, nokkuð vænn, og lék allar þær listir, sem góðan veiðimann gleðja. Veiði hafði verið treg og þessi fiskur var sá lang stærsti, sem hann hafði kom- izt i kast við i þessari ferð. Hér var því ævintýri að gerast, hver taug sþennt, af eftirvæntingu og óvissu um endalok leiks- ins. Flugan var lit.il, fiskur og maður stóðu nokkuð jafnt að vigi. Fyrsta hálf- t.imann hafði fiskurinn öll ráð, en eftir það fór smám saman að draga af hon- um, og veiðimaðurinn jafnframt að hlakka til að koma heim i veiðihúsið til kunningja sinna, með fallegan feng. Loks rann upp sú stund, að laxinn lagðist. á hliðina við fætur veiðimannsins og hann beygði sig niður til þess að taka um sporðinn. En þá losnaði flugan og fir’ UTÍnn slapp úr hendi hans, iU i vatnið ypipiMAÐypitviy og frelsið. Veiðimaðurinn segir að sér hafi legið við gráti. Nú var hann skyndilega upf)gefinn, hungraður og þyrstur og þráði það eitt, að komast heim til að borða og sofa. Hér hafði hann ekkert meira að gera. Hans tæki- færi var liðið. ILann hafði misst þann stóra. Hann lagði stöngina á öxlina og rölti áleiðis heim. En þegar hann er ný- lagður af stað verður honum litið til hafs og sér þá, að eigin sögn, hið dýrðleg- asta sólarlag, sem hann nokkru sinni hafði séð. Hann nemur staðar, horfir á litadýrð himins, hafs og fjalla og heill- ast því meir, sem hann horfir lengur. Nýr heimur hefur opnast honum hér norður við yztu höf. Hann gleymir lax- inum. Hann gleymir sjálfum sér, skynjar ekkert nema fegurð, samræmi, frið. Þeg- ar hann fer af stað aftur eru öll von- brigði úr sögunni. Laxinn átti að lifa, allt átti að lifa og fá sina hlutdeild i helgi- dómi þessa islenzka sumarkvölds. Ferðin hingað var að fullu greidd með áhrif- um þessarar ógleymanlegu stundar. Þannig heillaði ísland útlendinginn, þegar hann sá „sjó og himin saman ganga um sólskinsnótt á ástamót“. En erum við, sem það hefur alið og fóstrað, alltaf eins skyggnir á fegurð þess? Gæti fagurt sólarlag sætt okkur við að missa þann stóra? ★ Einum árshring er senn lokið. Það er stuttur tími í hringferð sólkerfanna, eitt æðaslag í hinni eilífu hringrás. En það getur verið stuttur eða langur tími i lífi manna á þessari jörð, eftir atvikum. Þrír mánuðir eru nú liðnir siðan við lögð- um frá okkur veiðiáhöldin, og raunar eitthvað meira hjá sumum. Voru þeir 3

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.