Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Page 7

Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Page 7
í sambandi við þær. — Hver lax á sína sögu í minningasafninu, en sannarlega eru þær misjafnar — eins og þyngdin. Nú hefur veturinn liafið innreið sína ennþá einu sinni og framundan er lang- ur tími, þar til sá silfraði lætur sjá sig. Við verðum því að taka til við minning- arnar frá liðnu sumri. Eg er ekki í vafa um, að lijá mörgurn eru þær ljúfar, þótt þær sumar hverjar kunni að vera lævi blandnar. Ég fyrir mitt leyti hef því láni að fagná, að hafa af nokkru að taka. Ég var sá gæfumaður, að fá tækifæri til að stunda laxveiðar í Laxá í Þingeyjar- sýslu á síðastliðnu sumri. Þótt laxveiði væri þar ekki ýkja mikil að þessu sinni, þá var samt sæmileg veiði þann tíma, sem ég dvaldi við ána. Ég var svo lán- samur að hafa að veiðifélaga Sæmund Stefánsson, formann Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Þann 8. júlí vorum við að veiðurn að Hólmavaði. Veður var hvasst og ekki sem þægilegast framan af deginum. Við urðum því ekki varir fyrir hádegið, en höfðum þó séð fisk stökkva á Stíflunni svoneíndri. Við vorum því fremur frarn- lágir framan af deginum og fengum ó- spart að lieyra það hjá veiðifélögunum, sem happasælli höfðu orðið. — Seinni hluta dagsins gerðist Sæmundur maður ekki einhamur og tók á rás niður í Grá- straum og tókst að ná þar sæmilegum laxi, um 10 punda. Ég reyndi af rniklum rnóði við Stífluna, en fékk ekki bit og stukku þó laxar allt í kringum mig! Vegna veðurfarsins þótti okkur Sæ mundi vissara að liafa sérfræðing í háls- sjúkdómum með í förinni og var það Erlingur Þorsteinsson. Röddin verður að rera hljómmikil, þegar „hann tekur“, og það var sérfræðingsins að sjá urn það! Eftir að Sæmundur hafði reynt þar neðra kom okkur saman um, að rétt væri að renna sinn hvorum megin í uppánni. Fór þá Sæmundur að austan en ég að vestan. Erlingur læknir fór með mér, því að ég ætlaði að sýna honurn hvernig vaða ætti á Oseyrinni. Ég var nefnilega svo gæfusamur, að fá Benedikt bónda á Hólmavaði einu sinni á veiðiferðum mín- urn þar efra, til þess að sýna mér veiði- svæði þetta, og þóttist ég því kunna þar vel til verka. Mér er alltaf minnisstæð Veidimadurinn 5

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.