Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Side 14

Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Side 14
má veiðimaðurinn, sem nennir að fórna svefntíma sínum, til þess að sveifla stöng- inni um friðsæla nótt, eiga það víst, að rekast einlivers staðar og einhvern tíma næturinnar á uggaðan ferðalang — fisk sem ekki er „farinn að hátta“. Hefur fiskurinn minni? ÞAÐ er eintóm fjarstæða, að fiskar finni ekki lykt. Þeir hafa ekki aðeins næmt „nef“, heldur má líka nota það orð um þeffærin, sem þeir hafa í höfð- inu — og þeir hafa einnig frábært þef- minni. Tilraunir amerískra fiskifræðinga hafa leitt í ljós, að hægt er að venja fiska með hjálp þeffæra þeirra. Ein af tilraunum Ameríkumanna var fólgin í því, að á stað þar sem tveir læk- ir runnu sarnan var komið fyrir ilm- andi efni þeim megin sem fiskurinn gat fengið æti. Færi hann hins vegar hinum megin fékk hann í sig rafstraum. Þegar þessar tilraunir höfðu verið endurteknar um hríð lærðist fiskinum að fara réttu megin, þeim megin sem ilmurinn var, jafnvel þótt skipt væri um sitt á hvað. Þennan nýuppgötvaða eiginleika fisks- ins hugsa menn sér að nota til þess að beina göngu hans á nýjar leiðir, t. d. þar sem gerðar hafa verið tjarnir eða vatnið leitt í nýja farvegi vegna virkj- ana. Vér vitum að laxinn kemur ár livert á uppeldisstöðvar sínar, til þess að hrygna. Iðnþróun síðustu ára og aðrar aðgerðir manna í hinum náttúrlegu far- vegum ánna hafa víða haft í för með sér hörmulegar afleiðingar fyrir r’skstofn- inn. Laxinn finnur ekki aftur heimkynni sín, og afleiðingin er að mikið af hon- um deyr og seiði farast unnvörpum. En þetta er mikilsvert fyrir fleiri en þá, sem veiða í ám og vötnum. Flot- inn eygir þarna nýja leið til þess að girða fyrir það, að stórar fisktorfur geti leikið á „ekkólóðið", sem notað er til þess að leita að tundurduflum og kaf- bátum, eins og þær hafa oft gert hingað til. Með aðstoð nýs tækis, sem tilrauna- stofnun ameríska sjóhersins hefur fundið upp og fengið einkaleyfi á, ætti fram- vegis að vera hægt að afkróa stórar fisk- torfur. Þýtt úr norsku. ÓGLEYMANLEGUR STAÐUR. EINS og allir vita, sem hafa veitt í Laxá í Að- aldal, er þar veiðistaður, sem heitir Kirkjuhólma- kvísl — fallegur flugustaður, sem þægilegt er að kasta á. Fyrir nokkrum árum kom hingað til lands enskur veiðimaður, sem var svo heppinn, að fá að komast í Laxá. En þar með er ekki 511 sagan sögð af láni hans. Hann fékk 30 punda lax, og þannig heilsar hún ekki mörgum í fyrsta sinn. Við erum margir að bíða eftir því happi enn, þó að við séum búnir að veiða þar árum saman. F.n sem sagt, henni þóknaðist nú að taka svona á nróti þessum F.nglendingi, og liann fékk hann í Kirkjuhólmakvísl. Maðurinn fékk vitanlega jafnframt mikið dálæti á þessum veiðistað og átti engin orð nógu sterk til þess að lýsa fegurð hans og ágæti. Nú liðu tæp 2 ár, og kom maður þessi þá hingað aftur. Þá sagði hann við kunningja sinn í Reykja- vík: „í dag eru liðnir 718 dagar síðan staður þessi hvarf mér sýn, þegar ég gekk upp túnið í Nesi. En hvern einasta þessara 718 daga hef ég hugsað um hann lengur eða skemur, og spurt og spáð, hvenær hamingjunni mundi þóknast að lofa mér að líta hann augum næst.“ Við getum eflaust flestir skilið manninn. Okkur 'v ' 'r mörgum vænt um Laxá fyrir minna. 12 Veiðimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.