Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Page 15

Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Page 15
Tifniftróftður (ox* FISKUR sá, sem Englendingar og Ameríkumenn nefna land-locked sal- moti, er laxtegund, sem lifir í vötnum, er ekkert samband hafa við sjó. Hann hrygnir í smáám eða lækjum, sem renna í vötnin, og um það leyti sem seiðin hafa náð þeirn aldri, að þau héldu til sjávar, ef þau kæmust það, fara þau í þess stað út í vatnið og þroskast þar. Meðalþyngd- in er unr 5 pund og mjög sjaldgæft að vart verði við fisk, sem nær 10 pundum, þótt fáeinar undantekningar séu til (sbr. 21. hefti Veiðimannsins). Almennt er tal- ið að tegund þessi sé afkomendur At- lantshafskyns, sem skyndilega hafi lokast inni í vötnum þessum, í jarðumbrotum fyrir þúsundum ára. En þessi laxtegund er til víðar en í Ameríku, og einnig á stöðunr þar senr samband við sjó hefur ekki rofnað að fullu, þ. e. a. s. í ánr, senr renna til sjáv- ar, en eru ekki fiskgengar lengnr. I Efri-Nanrdal í Noregi er laxtegund, senr Norðnrenn nefna „Nams-Blanken“ og valdið hefur mönnum miklum heila- brotunr. Ýnrsir voru í vafa um lrvort fisk- ur þessi væri lax, en nákvænrar, vísinda- legar rannsóknir lrafa leitt í ljós, að á því er enginn vafi. Fyrir neðan þetta svæði er svonefndur Fiskumfoss, senr er svo hár, að enginn fiskur fer þar upp. En þá spyrja menn: Hvernig hefur fiskurinn þá komizt þarna uppeftir í öndverðu? Skýring fræðimanna er sú, að fyrir 8—9 þúsund árum hafi sjór náð alla leið upp fyrir Fiskumfoss, enda sjást greini- leg merki þess 140 metrum fyrir ofan núverandi sjávarmál, að svo hafi verið. En þá spyrja menn aftur: Hvers vegna og livernig hefur fiskurinn orðið inn- ligsa þarna? Og þannig spyr Einar Aasum í grein, sem hann ritar í Fiskesport („Noen tanker om ,,Nams-Blanken“). Og hann heldur áfram og segir: „Þeim þykir nú líklega ekki fróðlega spurt, enda stend- ur ekki á svarinu: „Þetta er innikró- aður lax, og hvert mannsbarn veit að það er fiskur, sem hefur króast inni fyrir þúsundum ára við það, að landið hefur hækkað, og' síðan hefur hann samlagast aðstæðum smánr saman.“ „En ]>etta er ekki svona einfalt. Þegar Fiskumfoss varð til lokaði hann að vísu leiðinni fyrir fisk- inum, upp í ána; en áin rann til sjávar eftir sem áður, og hvað hindraði þá seið- in að fara niður? Engum dettur líklega í hug að halda því fram, að nokkur foss geti hindrað að gönguseiði komist til hafs. Og ótrúlegt er að unr nokknrt ára- bil hafi myndast þarna vatn, senr hafi gleypt allt rennslið ofan úr dalnum. Við nánari atlrugun verður að telja ósenni- legt að slík hindrun hefði getað staðið í nrörg ár, jainvel í stöðuvatni eins og Byglandsford“ (Þar varð fyrst vart við innikróaðan lax í Noregi). Eftir því sem oss er kunnugt um ævi- Veidimaðurinn 13

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.