Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Side 19

Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Side 19
JUHANI AHO: fgrstu urríðurnir mínir. SENNII>EGA er álíka skemmtilegt að veiða allar stærri tegundirnar af laxaætt- inni. Með hverjum feng koma sömu geð- hrifin, sem við finnum jafnan við slík tækifæri. Með fáeinum tilbrigðum hefst ævinlega sama taugaspennan um leið og fiskurinn tekur, og heldur áfram þang að til honum er landað eða hann hefur slitið sig af. Við erum óstyrkir á taugum, eða okkur líður vel; við erum glaðir og reifir, eða vonsviknir. Gleðin yfir unnum sigri og gremjan yfir ósigrinum skiptast alltaf á. Minningar um liðna at- l)urði vakna á ný. Við vitum ekkert með nokkrum innikróuðum afbrigðum af Kyrrahafskyninu, og lýkur svo máli sínu á þessa leið: „Jæja, þetta er mín liugmynd. Mér er vel ljóst, að hún hefur sínar veilur. Fyrst og fremst þá, að enn hefur ekki fundist kynþroska hrygna, sem ekki hefur geng- ið í sjó. í öðru lagi hefur enginn fundið innikróaðan lax fyrir ofan Tömmerás- fossen og Formofossen í Sanddöla, sem er stærsta þverá Namsen. En samt sem áður held ég að eitthvað sé rétt í þessum bollaleggingum mínum.“ vissu, en við verðum alltaf að vera við því búnir, að eitthvað óvænt gerist. Óð- ur fiskur getur orðið rólegur eftir einn æðissprett, og fiski, sem fer sér mjög hægt, getur skyndilega dottið í hug að komi manni á óvart. Þótt maður þykist vera gamall og þaulreyndur veiðimaður og kunna öll brögð, geta okkur samt orðið á skyssur, því oftast þarf að afráða í einni svipan, hvað gera skuli. Mér verður líka á skyssa, ef ég t. d. gleymi að athuga eitt- hvað. Hversu vel sem ég treysti veiði- áhöldum mínum, geta þau samt bilað hnútarnir á girninu eru aldrei alveg ör- uggir, önglarnir ekki heldur, og allra sízt hinn þunni flipi á kjálka fisksins, sem iingullinn situr oftast í; það tognar smám saman á honum, og hann getur rifnað að lokum, ef fiskurinn stekkur skyndilega eða snýr sér snögglega við. Lýsing á þeirri taugaspennu sem einn fiskur veldur hjá veiðimanninum, getur því verið eins konar samnefnari fyrir alla hina. Þetta rennur hka þannig sam- an í endurminningunni, að úr því verð- ur ein aðalmynd, einkanlega hjá þeim, sem veiða lengi á sama stað. Vitanlega koma fyrir atvik, sem eru ólík öllum ciðrum og verða mönnum sérstaklega VeIÐIMAÐUIUNN 17

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.