Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Qupperneq 23
Útsýnin upp ána og dalinn frá hinu nýja veiðihúsi S.V.F.R. við Korðurá. Kunnugur maður hefur
sagt, að petta sé einn fegursti staðurinn i öjlum Borgarfirði. Ljósm.: Valclim. ^aldimarsson.
úr loftinu og af vatnsfletinum, án þess
að ég tæki eftir því, enda var mér þá
ókunnugt um þátt þeirra í þessu sam-
bandi.
Eg veit ekki hvað margir urriðar lágu
í botni bátsins, þegar við komum aftur
að bryggjunni — ef til vill voru þar fO
máske 20, af þessum fegurstu og yndis-
legustu meistaraverkum náttúrunnar. Ég
bar þá í kippu, eins og vínberjaklása,
heim að bænum. Mér var leyft að fara
með þá heim til mín, vandlega vafða
innan í brönugrös og smjörpappír.
Strax þetta sarna kvöld stigum við um
borð í eimskipið. Ég varð að kveða
Huopana í sömu andránni og ég kynnt-
ist lienni og án þess að vita, hvenær
\ ið myndum sjást aftur — eða hvort fund-
um okkar mundi nokkru sinni bera sam-
an aftur.
Síðan hef ég átt þar margar unaðs-
stundir. bæði með litlum urriðum og
stórum löxum, en aldrei hafa geðhrif
ntín verið eins mikil og þetta fyrsta kvöld
— þegar Kokko var að örva mig og sagði:
„Gefðu út meira af línunni — nú ætti
hann að taka“ — og hann tók rétt á eftir.
Þótt mörg ár séu liðin síðan þetta
gerðist, sé ég enn glitrandi vatnið um-
hverfis bátinn, ég sé steinana, sem vatnið
brýtur og ólgar á — ég sé freyðandi iður
árinnar og heyri nið hennar, ég sé trén
Vf.iði.maðurin.n
21