Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Blaðsíða 27

Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Blaðsíða 27
hann rntt leiðina. En laxinn hafði annað í huga og vildi hvergi fara úr hylnum. Hann þreyttist nú óðum, og ég sá að bráðlega mundi verða hægt að færa í hann. Hann velti sér tvisvar og kom upp að bakkanum. „Vertu viðbúinn, ofursti. Hann er að gefast upp!“ hrópaði ég, og um leið og ég hækkaði stöngina, kom laxinn því nær alveg upp í yfir borðið og upp að hábakkanum við fætur okkar. Þar virti hann okkur fyrir sér andartak, sem við munum aldrei gleyma. Hefðum við getað haft verkaskipti þá, held ég að mér hefði tekizt að færa í liann. En hvað sem því líður, varð ofurst- inn of seinn. Hann var hræddur um að sér mundi mistakast og hann sliti fisk- inn af fyrir mér. En nú tók ferlíkið stóra dýfu og strikaði út í dýpið aftur — og þá skeði það! Andartak fannst mér hann lyfta sér, eins og hann væri að koma upp að aftur, en svo slaknaði á línunni. Hann var farinn. Vírinn hafði slitnað rétt við krókana. Eftir klukkutíma viðureign átti ég erfitt með að trúa því, að ég væri í raun og veru búinn að missa fiskinn, en svo rann veruleikinn smám saman upp fyrir mér, og ég held að við höfum Iráðir farið að gráta. Ég veit að ég grét. Laxinn Iiefur a. m. k. verið 35 pund og líklega meira. Ef til vill hefðum við getað náð honum. Tveir þreyttir og von- sviknir menn löbbuðu upp að bílnum, til þess að fá sér matarbita. Þarna fór eina veiðivonin þennan daginn. Ég fékk að vísu einn hoplax undir kvöldið, en hvorugur okkar setti í ætan fisk. Við héld- um heimleiðis með sorgarsögu. Jæja, þetta gerðist allt þ. 2E marz 1955. Ég gat ekki um annað hugsað alla næstu viku, og öðru hvoru gafst mér tæki- færi til þess að rekja raunirnar með ofurstanum. En bak við öll raunaskýin var þó einn sólargeisli. Næsta mánudag, þ. 28. marz, áttum við veiðileyfi á neðra svæðinu. Ég hefði ef til vill átt að geta þess fyrr, en eins og margir veiðimenn vita, er veiðisvæðið í Avon allt fyrir ofan Ringwood. Læknir nokkur, sem er góð- ur vinur okkar beggja, hafði leyft okk- ur að veiða á sínu svæði meðan hann var sjálfur í veiðiferð í Skotlandi. Mánudagurinn 28. marz rann upp. Það mun verða okkur báðum minnis- stæður dagur. Við komum snemma að ánni og fórurn strax að kasta, fullir eftir- væntingar. Meðan ég var að fara yfir fyrsta hylinn tók ég eftir fugli, sem flaug yfir mig. Já, það var áreiðanlegt — þetta var fyrsta svalan, sem ég sá á vorinu, og ég kastaði með aukinni ánægju á eftir. Mér þykir alltaf vænt um að sjá fyrstu farfuglana. í þetta skipti virtist það vera góður fyrirboði. En þótt ég færi mjög vel og vandlega yfir alla hyljina, sá ég enga hreyfingu. Ég var kominn á síðasta veiðistaðinn. Veicimaðurinn 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.