Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Síða 28

Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Síða 28
en þá greip fiskur beituna, með feikna krapti. Hann festi vel í sér, að ég hélt, og þegar hann stökk áætlaði ég hann 15 pund. Hann ólmaðist mikið dálitla stund, en um leið og ég var að kalla á ofurst- ann, til þess að horfa á leikinn, losnaði úr laxinum. Sýnd veiði en ekki gefin í annað sinn! Vonbrigði á ný! Þetta var nýgenginn fiskur, og nú var ég sann- færður um að mín laxveiðigæfa væri úr sögunni. Meðan við vorum að borða hugsaði ég mikið um hinn missta fisk og hylinn þar sem hann tók. Af einhverri ástæðu, sem þið megið kalla hvað þið viljið, fann ég á mér að ég mundi setja í ann- an fisk í þessum hyl. Ég hafði orð á þessu við ofurstann og við fórum þang- að aftur báðir, þegar við höfðum mat- ast. Ég kastaði gætilega, og þegar beitan kom á staðinn þar sem fiskurinn hafði tekið áður, tók annar, nákvæmlega á sama blettinum. Eg hafði skipt um agn og fann að nú sat vel í honum. Hann veitti talsverða mótspyrnu og strikaði eins og nýgenginn fiskur, en eftir fáein- ar mínútur sá ég að það var hoplax. Hann var sæmilega feitur og silfurfagur, en það var ekki hátt á mér risið þegar ég losaði öngulinn lir honum og sleppti honum aftur í ána. Ofurstinn hafði komið til að horfa á mig þreyta hann. Vonbrigði hans voru einnig mikil, og hann lötraði áfram nið- ur með ánni. Ég var á báðum áttum, hvað ég ætti að gera, en hélt þó áfram að kasta. Ég var að komast niður í skott- ið á hylnum þegar beitan var þrifin af þvílíku heliarafli, að minnstu munaði að stönginni væri kippt úr höndunum á mér. Því næst þutu 30 metrar út af hjólinu, og ég sá blági'ænt bak og silf- nrgljáandi síðu, eins og hlið á nýju bað- keri Ég fann strax að þetta var enginn hoplax og þegar hann kom upp í vatns- borðið og sýndi sig aftur með busli og boðaföllum, varð mér hugsað til þess sem skeði fyrir viku. Þessi fiskur var af svipaðri stærð — aldrei undir þrjátíu pundum. Nú leið mér vel. í þetta skipti þóttist ég viss um að tækin mundu reyn- ast starfi sínu vaxin. Nú var ég með gamla og trausta Silexhjólið mitt. Auk þess voru aðstæður allar miklu betri hér heldur en þar sem ég missti hinn. Bakkinn var lágur og á einum stað gekk inn í hann grunnt vik, þar sem ég hugs- aði mér að láta lokaþáttinn fara fram. Já, ég fann á mér að þessum mundi ég ná. Hann þaut fram og aftur, yfir ána, uppeftir og niðureftir, velti sér í vatns- skorpunni og lét öllum illum látum. Á granna stöng, eins og mín var, eru þess- ir karlar engin lömb að leika sér við, en ég hafði þó gott vald á öllu með hjólinu. Ég ætlaði að fara að kalla á ofurstann til aðstoðar, en í sömu svifum varð allt fast úti í miðri á. Ég reyndi allt, sem í mfnu valdi stóð, til bess að koma honum á hrevfingu aft- ur. Ég henti hnausum og steinum út til hans, rvkkti til stönginni og stríkkaði á línunni eins og ég borði. Tíu mfnútur liðu, og stundarfjórðungur án bess að ég fengi nokkru um bokað. Einu sinni enn heltóku vonbrigðin huga minn. Að lokum rak ég stangarendann niður í bakkann og lagði af stað til bess að sækía ofurstann. Hann sá til mín og kom til móts við mig og ég skvrði honum frá, hvernig komið væri. Ég gat vitanlega ekkert fulbæt um, hvort fiskurinn væri 26 Veiðimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.