Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Side 30
fékkst við á ævinni, og það var þá held-
ur enginn goggur. Ef til vill hefur það
bjargað öllu, að fiskurinn valdi þann
kostinn, að hafa hægt um sig þangað
til ég kæmi, því ofurstinn var svo tauga-
æstur, að hann kom ekki upp nokkru
orði.
Nú var kominn tími til að binda endi
á þennan leik. Ég sagði honum að taka
fastar á fiskinum, en beið sjálfur tilbúinn
með ífæruna og raunar einnig albúinn
þess, að greiða banahöggið þegar færið
gæfist. Hálfur annar klukkutími var nú
liðinn síðan ég festi í ferlíkinu. En ofurst-
inn var með lítið kasthjól og átti þ
við sömu erfiðleika að etja og ég sjálfur
mánudaginn á undan. Ég lagði nú hönd
á verkið, í bókstaflegum skilningi. Ég
tók um línuna og dró laxinn að landi,
en ofurstinn vatt inn á hjólið jafnóðum.
Ef laxinn skyldi vilja strika tit aftur,
var ekkert annað að gera en sleppa, láta
liann dansa og byrja svo að draga inn
á nýjan leik. Þannig þreyttum við hann.
Tvisvar kom hann upp að bakkanum,
en svo djúpt að ég sá hann ekki, en
þegar hann kom í þriðja sinn, tók ég
þétt í og dró hann svo nærri, að ég náði
til hans með ífærunni. Hún geigaði ekki,
og eftir örfáar sekúndur lá ferlíkið gap
ancli upp á bakkanum.
Þvílík sjón, sem blasti þarna við aug-
um tveggja taugaæstra manna! Þetta var
sannkallað stórhveli. Ég greiddi honum
rothöggið í skyndi og þar með var bar-
áttunni lokið. Ég leit á úrið mitt og sá
að viðureignin hafði staðið yfir í f y4
klst. Vogin mín tók ekki nema 30 pund,
og hann var meira en það. Ég vigtaði
hann heima hjá árverðinum, og reyndist
hann 32i/% pund og 42 þuml. á lengd.
Stærsti fiskurinn á vertíðinni til þessa.
Jæja, þetta er sagan um þessa tvo 30
pundara. Annar slapp, hinn náðist, en
báðir veittu okkur mikla skemmtun.
Heppni er snar þáttur í laxveiði. Um
það er ég orðinn sannfærður nú. Hefði
ég ekki verið svo óheppinn að krók-
arnir slitnuðu af í hinum, hefði ég feng-
ið tvo af þeirri stærð, sem alla veiði-
menn dreymir um að fá einhvern tíma.
Fjöldi þaulreyndra veiðimanna hefur
ekki enn lifað þann dag, að fá 30 punda
fisk. Árvörðurinn sagði okkur að hann
hefði veitt 1400 laxa alls, en engan svona
stóran; og eigandi veiðisvæðisins átti líka
eftir að lifa þá stund.
Ég held að við báðir, ofurstinn og ég,
eiofum hér eftir heimtingu á að kallast
laxveiðimenn. Hafi samstarf nokkru
sinni átt sér stað milli veiðimanna, þá var
það milli okkar þennan seinni veiðidag.
Þið megið trúa því, að við vorum í sól-
skinsskapi á heimleiðinni.
Þýtt úr The Fishing Gnzette.
PÓSTKRÖFUR
um áskriftargjald Veiðimannsins fvrir
árið 1955 voru sendar til kaupenda í
byrjun nóvember. Ýmsir hafa ekki gert
skil ennþá. Það eru vinsamleg tilmæli
vor, að menn láti ekki dragast að leysa
inn kröfurnar. Þessar 40 krónur er lítið
fé, nú á tímum, og stafar drátturinn
því vafalaust af gleymsku hjá flestum.
Þess vegna er þeim fáu, sem ekki leystu
inn kröfurnar í fyrra, send krafa fyrir
áskriftargjaldi beggja áranna nú.
Ricstj.
28
Veiðimaðurin.n