Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Síða 33

Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Síða 33
Hvað léttist hann mikið? VEIÐIMENN, sem ekki liat'a með sér pundara, eða láta a£ einhverjum ástæð- um undir liötuð leggjast, að vigta fiska sína strax og þeir liafa veitt þá, verða að áætla rýrnunina, ef þeir vilja skrá þyngdina senr næst því er hún var, þegar fiskinum var landað — en það vilja auðvitað flestir. Einkanlega er mönn- um sárt um að slá nokkru af þyngd stórra laxa og áætla því rýrnunina stund- um ef til vill nokkuð ríflega! Ameríkumaður einn hefur rannsakað þetta nijög nákvæmlega og komizt að eftirfarandi niðurstöðu. í fljótu bragði koma manni grunntölurnar kynlega fyr- ir sjónir, en ástæðan er sú, að liann reiknaði í enskurn pundum og þeim er breytt í grömm hér. Nýveiddur Rýi mun Þyngd Eftir 6 tíma Eftir 12 tíma 906 gr. 42 gr. 56 gr. 1812 - 85 - 113 - 2718 - 127 - 170 - 3624 - 170 - 226 - 4530 - 212 - 283 - 5436 - 255 - 340 - 6342 - 297 - 397 - 7248 - 340 - 453 - 9060 - 453 - 567 - 13590 - 637 - 850 - Fiskur sem reynist 12,740 kg. 12 tím- um eftir að hann veiddist, hefur því verið 850 gr. þyngri, eða 13,59 kg. nýveíddur. Sé rýrnuninni breytt í hundraðshluta kemur í ljós, að eftir 6 tíma er hún > orðin um 4,5°/0 og eftir 12 tima 6%, og má leggja það við þá þyngd er vogin sýnir. ★ Þetta er tekið úr „Fiskesport", en þar var það haft eftir „Sportfiskaren“. Norska ritið segir að í þessu sambandi megi minna á þá gömlu sögu, að í frá- sögnum veiðimanna léttist enginn fiskur eftir að hann sé dauður — heldur haldi hann alltaf áfram að stækka, unz veiði- maðurinn sjálfur sé allur. Betri er belgur en barn. VEIÐIFÉLAGARNIR sátu uppgefnir á árbakk- anum og töluðu urn fiskileysið. Þeir höfðu þanið sig mestan hluta dagsins og ekki orðið varir. Kem- ur þá til þeirra strákhnokki frá bæ í nágrenninu, snuðrar eitthvað í kringum þá og segir síðan: „Hvar eru laxarnir ykkar?" „Við höfum nú engan fiskinn fengið ,“ svöruðu mennirnir mæðulega. „Það er af því að þið eruð að reyna með stöng. Þið eigið að skjóta þá eins og hann pabbi.“ „Ætlarðu að reyna að telja okkur trú um að hann pabbi þinn skjóti laxinn hérna í ánni!" „Já, og hann fær stundum marga — og líka hérna sem þið eruð núna. Og í gær þegar við vorum að borða lax, sem pabbi skaut, lenti stórt hagl undir einni tönninni í mér og braut hana. Ég skal sýna ykkur það. Skol" Veiðimennirnir sögðust þá ætla að reyna á öðr- um stöðum, kvöddu snáðann, báðu hann að skila kveðju til pabba síns og muna eftir að segja hon- um, að oft væri betri belgur en barn. Veiðimaourinn 31

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.