Bændablaðið - 03.11.2022, Page 1
Verð á matvælum hækkaði um
1,6% milli mánaða og eru áhrif á
vísitöluna 0,22%, en þar munar
mestu um lambakjöt sem hækkaði
um 16,2%. Nú í haust hækkaði
afurðaverð til bænda um 35,5%
sem skýrir að hluta til þá hækkun
sem fram kemur á lambakjöti í
vísitölumælingunni.
Hluti hækkunarinnar skýrist
síðan einkum af hækkun á kostnaði
við slátrun og vinnslu. Verð á öðrum
matvörun, eins og nauta-, svína- og
fuglakjöti, hefur annaðhvort lækkað
eða staðið í stað milli mánaða miðað
við aðra matvöru. Sé horft til tólf
mánaða tímabils hefur lambakjöt,
nýtt og frosið, hækkað um 19,5% og
kjötvörur að meðaltali um 17,7%.
Hækkun smásöluverðs lambakjöts
Unnsteinn Snorri Snorrason,
aðstoðarframkvæmdastjóri Bænda-
samtaka Íslands, segir að sú hækkun
sem nú kemur fram á lambakjöti sé
fyrst og fremst komin fram vegna
hækkunar á afurðaverði til bænda.
„Afurðaverð til bænda hækkaði um
35,5% í haust og segja má að þar
með hafi bændur loksins fengið
leiðréttingu á afurðaverði frá því
að afurðaverð hrundi haustið 2016
og 2017. Frá því í janúar 2015
hefur vísitala neysluverðs hækkað
um 33%. Með þeirri hækkun sem
varð á lambakjöti nú í október hefur
lambakjöt hækkað til jafns við
vísitöluna. Hins vegar hefur afurðaverð
til bænda ekki að fullu haldið í við
þessa þróun. Það er kærkominn áfangi
fyrir sauðfjárbændur að fá leiðréttingu
á því verðhruni sem varð árin 2016 og
2017, en að sama skapi má segja að
ekki hafi að fullu verið tekið tillit til
þeirra miklu hækkana sem verið hafa á
framleiðslukostnaði síðustu mánuði.“
Á hverju ári gefa Bændasamtök
Íslands út reiknað afurðaverð fyrir
lambakjöt sem byggja á gildandi
verðskrá afurðastöðva hverju sinni.
„Haustið 2022 var reiknað
afurðaverð 748 krónur fyrir kílóið og
hækkaði milli ára um 196 krónur eða
35,5% milli ára. Áætlað meðalverð
á heilum lambsskrokk í smásölu
í október árið 2021 var um 1.450
krónur á kílóið. Vísitala lambakjöts í
smásölu hækkar um 24,4% yfir þetta
sama tímabil þannig að meðalverð
er því nú um 1.804 krónur á kílóið.
Lambakjöt í smásölu hækkar því
um 353 krónur fyrir kílóið milli ára.
Hækkun til bænda er því 196 krónur
á kílóið. Þannig að 55% af hækkun
smásöluverðsins rennur til bænda
en afgangurinn til sláturleyfishafa,
kjötvinnslu, smásölu eða stjórnvalda
í formi virðisaukaskatts.“
Annar kostnaður
Kostnaður vegna búsetu í eigin
húsnæði, reiknuð húsaleiga, hækkaði
um 0,8%. Síðastliðna tólf mánuði
hefur vísitala neysluverðs hækkað
um 9,4% og vísitala neysluverðs án
húsnæðis um 7,2%.
Vísitala neysluverðs samkvæmt
útreikningi í október 2022, sem er
559,3 stig, gildir til verðtryggingar
í desember 2022. Vísitala fyrir eldri
fjárskuldbindingar, sem breytast eftir
lánskjaravísitölu, er 11.043 stig fyrir
desember 2022.
Vísitala neysluverðs, miðuð við
verðlag í október 2022, er 559,3
stig, miðað við að hún var 100 stig í
maí 1988, og hækkar um 0,67% frá
fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án
húsnæðis er 463,0 stig og hækkar um
0,65% frá september 2022. /VH
8
20. tölublað 2022 ▯ Fimmtudagur 3. nóvember ▯ Blað nr. 621 ▯ 28. árg. ▯ Upplag 33.000 ▯ Vefur: bbl.is
Vísitala neysluverðs:
Hækkun á lambakjöti í takt við afurðaverð
Gjörbylting kynbótakerfisins
14
Útirækta lífrænt grænmeti
og undirbúa sauðamjólkurframleiðslu
26
Ekki marktækur munur
á tegundafjölbreytni
Tómt mál er um að tala að efla
kornrækt hér á landi ef engar
plöntukynbætur eiga sér stað, segir
Helgi Eyleifur Þorvaldsson.
Fyrsta skrefið verður því að vera
að hefja markvissar kynbætur á því
korni sem við hyggjumst rækta. Helgi
fer fyrir vinnuhópi sem teikna á upp
stefnu og aðgerðir svo kornrækt geti
fest hér rætur og orðið, til lengri tíma,
að undirstöðuframleiðslugrein.
Plöntukynbætur eru þjóðþrifamál,
að sögn Hrannars Smára Hilmars-
sonar, tilraunastjóra í jarðrækt hjá
LbhÍ, sem einnig situr í hópnum.
Allar siðaðar þjóðir stundi þær og
kollegar þeirra á Norðurlöndum gapi
yfir þeirri staðreynd að þær séu ekki
til staðar hér á landi. „Plöntukynbætur
eru munaðarlausar með öllu. Bændur
líta til Landbúnaðarháskólans í
þessum málum og ætlast réttilega til
að þær séu stundaðar í einhverjum
mæli. Verkefninu, plöntukynbótum,
hefur ekki verið útdeilt. Það er engin
stofnun eða fyrirtæki sem hefur þetta
lögboðna hlutverk, það er ekki á
föstum fjárlögum en eftirspurnin og
krafan er til staðar.“
Sænska ríkið hefur stigið mikilvægt
skref í framþróun plöntukynbóta
með því að fjárfesta fyrir meira
en milljarð króna til að koma á fót
byltingarkenndri hátæknistöð sem
mun geta kynbætt plöntur á háhraða
með notkun erfðamengjaúrvals.
Íslandi stendur til boða að taka þátt í
verkefninu og bindur Helgi vonir við
að fjármagn fáist hér á landi til að taka
þátt í samstarfi og nýta aðstöðuna.
Sjá nánar á bls. 20–21.
Í Hænuvík í Patreksfirði reistu Guðjón Bjarnason og Óskar Jónasson steinbrú yfir ána sem rennur í gegnum dalinn. Þarna var gömul timburbrú sem var
að hruni komin og sitja brúarendarnir á undirstöðum hennar. Í boganum er einungis grjót – ekkert sement eða járnabinding. Meðan á hleðslunni stóð
komu þeir fyrir stoðum sem voru fjarlægðar að byggingu lokinni. Mynd / Ástvaldur Lárusson
Sjá nánar á bls. 28–29.
50
60
70
80
90
100
110
120
130
140
150
1 3 5 7 9 11 1 3 5 7 9 11 1 3 5 7 9 11 1 3 5 7 9 11 1 3 5 7 9 11 1 3 5 7 9 11 1 3 5 7 9 11 1 3 5 7 9
2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022
Vísital Matur Lamb Afurðaverð
Vísitala neysluverðs (blá lína) frá janúar 2015 til október 2022. Auk þess
sýnir hún þróun á undirvísitölunni 011 Matur (rauð lína) og 01124 Lambakjöt
(grá lína). Einnig sýnir myndin þróun á reiknuðu afurðaverði dilkakjöts til
bænda yfir sama tímabil (gul lína).
Mikilvægi
plöntukynbóta