Bændablaðið - 03.11.2022, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 03.11.2022, Blaðsíða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 3. nóvember 2022 Góður fjárhundur er gulls ígildi. LÍF&STARF S íðustu vísnaþættir hafa alfarið verið tileinkaðir minningu nýlátins hagyrðings, Jóns Ingvars Jónssonar. Jón Ingvar, sem átti ættir sínar í Skagafjörð, víkur um stund fyrir bónda úr næstu sýslu, Austur-Húnavatnssýslu, Sigurjóni Stefánssyni, bónda á Steiná í Svartárdal. Líkt og fjölmargir sýslungar hans fæst hann ögn við yrkingar, en veifar þeim varlega. Stökur birtast þó af og til í símanum hjá mér, einkum þegar hinn aldni bóndi skreppur til heiðarinnar og horfir yfir, oft eftir kindum sínum. Nátengdur er Sigurjón landinu sem fóstrað hefur hann í 84 ár. Á 84. afmælisdegi sínum 19. október síðastliðinn orti hann: Fallegur dagur fer í hönd, frekar gæfulegur. Horfi ég inn á heiðarlönd, hugann þangað dregur. Svo er Sigurjón sem oftar kominn fram að Fossum í Svartárdal: Mosató á melnum grær, marglit blöðin hanga á grein. Í kverk við fjallið kúrir bær, kliðar lækur rétt við stein. Ég falaði vísu af Sigurjóni og mér virtist honum strax léttara um gang: Póstinn frá þér fengið hef, fannst hann nokkuð góður. Fyrir þessu sætt ég sef, sjálfsagt eykst minn hróður. Kristján frá Djúpalæk heimsótti Halldóru B. Björnsson, og stóð þannig á að Halldóra var að mála íbúð sína. Hann kvaddi auðvitað með vísu þegar hann fór: Að ég komið hafi hér harður sýnir kviður. Liptons-teið líkar mér en lyktin nokkru miður. Halldóra svaraði um hæl: Komdu, Stjáni, í kofann minn, kvæðaslána-foringinn. Það er að skána þefurinn, þú ert nánast velkominn. Andrés Björnsson kom frekar rotinpúrulegur til ritstjórnar Þjóðviljans. Starfsmenn fýsti að vita gjör um útganginn á honum. Andrés kvaðst hafa verið alla nóttina með Magnúsi Björnssyni, sem kunningjarnir kölluðu „Langa djöful“. Andrés áréttaði málið með þessari vísu: Ekki er von mér verði rótt, ég var í gær með bullum og á túr í alla nótt með andskotanum fullum. Theódóra Thoroddssen gaf Andrési fertugum tóbaksdós með ágrafinni þessari vísu: Nú ertu komin á þau ár, sem er vor mesta hrelling, en þú ert laus við þess kyns fár. Þiggðu í nefið. Kerling. Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi kom inn á kamar á Kópaskeri og allir veggir útkrotaðir með klámi og lélegum kveðskap. Hann orti þá: Fuglar þeir, er fíflskapinn fengið hafa á sálina, létu betur leirburð sinn leka niður í skálina. Eftir heimsókn á Kópasker orti svo Jón Guðmundsson í Garði: Kalt var mér á Kópaskeri, kórbekk sat þar rausnin hallt, alúð þó á borð þeir beri í búrinu Mammon skammtar allt. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com 308MÆLT AF MUNNI FRAM Landskeppni smalahunda: Þrefaldur sigur Aðalsteins Aðalsteinn Aðalsteinsson verðlaunahafi A-flokks með hunda sína Burndale Biff, Doppu og Gló. Með honum á mynd er Hilda Linnea. Mynd / HTH Rekið í rétt. Landskeppni Smalahundafélags Íslands var haldin á Húsatóftum á Skeiðum helgina 15.–16. október sl. Smalahundadeild Árnessýslu hélt mótið á Húsatóftum á Skeiðum og lék veðrið við keppendur og áhorfendur. Keppt var í tveimur flokkum, Unghundaflokki og A-flokki. „Í keppni sem þessari þarf hundurinn að sækja hóp kinda sem er staðsettur á enda brautar, reka í gegnum hlið, taka kindur frá hópnum og reka í litla rétt. Lengd brautar er misjöfn eftir flokkum og eru minni kröfur gerðar á unghunda en í A-flokk þar sem reyndustu hundarnir keppa,“ segir Hrafnhildur Tíbrá Halldórsdóttir hjá Smalahundafélagi Íslands. Jónleif Jørgensen frá Færeyjum og Sverrir Möller frá Ytra-Lóni dæmdu keppnina en alls tóku tíu hundar þátt. Þrír hundar Aðalsteins Aðalsteinssonar röðuðu sér í þrjú efstu sæti A-flokks hunda og tók hann því við öllum verðlaunum í þeim flokki. Er það í fyrsta sinn í sögu Smalahundafélagsins sem það gerist. Úrslit voru sem hér segir: Unghundaflokkur: 1. Maríus Snær Halldórsson og Míla frá Hallgilsstöðum 2. Hrafnhildur Tíbrá Halldórsdóttir og Flís frá Hjartarstöðum 3. Marzibil Erlendsdóttir og Snúður frá Hjartarstöðum A-flokkur: 1. Aðalsteinn Aðalsteinsson og Burndale Biff frá Bretlandi 2. Aðalsteinn Aðalsteinsson og Doppa frá Húsatóftum 3. Aðalsteinn Aðalsteinsson og Gló frá Húsatóftum. Að taka eina merkta kind frá hópnum krefst góðrar samvinnu manns og hunds. Myndir / Björgvin Sigurbergsson Kokkanemendur Menntaskólans í Kópavogi heimsóttu íslenska garðyrkjubændur á dögunum. Undanfarin ár hefur Sölufélag garðyrkjumanna ásamt Matar- tímanum farið í sveitaferðir með kokkanema Menntaskólans í Kópavogi (MK) í samstarfi við kennara. „Við fræðum nemendur um starfsemi Sölufélagsins og kynnum þá fyrir bændum til að þau geti upplifað ræktunina frá fyrstu hendi. Nemendur spyrja margra spurninga og eru mjög fróðleiksfúsir. Kokkanemarnir hafa mikinn áhuga á hráefninu, sem þau eru kynnt fyrir og eru þessar ferðir fléttaðar inn í námsefnið,“ segir Kristín Linda Sveinsdóttir hjá Sölufélagi garðyrkjumanna. Teknar voru upp gulrætur, blóm- og spergilkál hjá garðyrkjustöðinni Jörfa á Flúðum undir handleiðslu Ragnheiðar Georgsdóttur. Tilgangurinn var að taka með sér grænmeti í skólann þar sem nemendur vinna sértæk verkefni er tengjast nýtingu og geymslu grænmetis. Ragnheiður fræddi þau einnig um ræktun Flúðasveppa. Óli Finnsson hjá garðyrkjustöðinni Heiðmörk í Laugarás fræddi nemendur um íslenska eldpiparinn, sem þau fengu einnig að smakka við mikla hrifningu. Þá sögðu Hlynur og Ljúpa á garðyrkjustöðinni Kinn í Hveragerði frá sinni starfsemi við ræktun á blaðkáli (Pak choi). Magnús og Sigurlaug á garðyrkjustöðinni Hveratúni í Laugarási fræddu þau um ræktun rósasalats, klettasalats og grandsalats og Helena á Friðheimum í Reykholti leiddi þau um gróðurhúsin og sagði frá allri þeirra starfsemi og sýndi þeim inn í stóreldhús staðarins. Að lokum var farið í heimsókn til Gunnars Þorgeirssonar og Sigurdísar Eddu Jóhannsdóttur í Ártanga í Grímsnesi þar sem nemendurnir fengu fróðlegar upplýsingar um þær fjölmörgu kryddtegundir sem ræktaðar eru á garðyrkjustöðinni. Kristín Linda segir að hópurinn hafi alls staðar fengið frábærar móttökur og að garðyrkjubændur fagni alltaf þegar þeir fái tækifæri til að kynna starfsemi sína. „Það er margt sem kemur nemendum á óvart og við finnum hversu mikilvægt það er að gefa þeim tækifæri að komast í snertingu við ræktunina og ná tengingu við bændurna og vita hvaðan íslenska grænmetið kemur,“ segir Kristín Linda og bætir við. „Mikilvægi þess að matreiðslumenn viti hvaðan hráefnið kemur og hvernig það er ræktað er mjög mikils virði. Einnig er mikilvægt að mynda tengingu beint við bóndann til að geta leitað til hans í framtíðinni. Það er mikið og gott starf sem er unnið í MK og við reynum að vera framsækin og fylgja því sem er að gerast á markaðinum hverju sinni,“ segir Hinrik Carl Ellertsson, kennari í MK. /MHH Upplifðu ferskleika íslenska grænmetisins frá fyrstu hendi Kokkanemendur Menntaskólans í Kópavogi, ásamt Hinriki Carli, kennara sínum (með appelsínugulu derhúfuna), heimsóttu garðyrkjubændur og voru alsælir þegar heim var komið eftir frábæran dag. Myndir /KLS Hér er verið að kynna sér svepparæktina hjá Flúðasveppum á Flúðum. Gulrætur teknar upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.