Bændablaðið - 03.11.2022, Qupperneq 20

Bændablaðið - 03.11.2022, Qupperneq 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. nóvember 2022 FRÉTTASKÝRING Í sumar fól matvælaráðherra Landbúnaðarháskóla Íslands að vinna drög að aðgerðaráætlun til eflingar kornræktar hér á landi. Innan skólans vinnur hópur að forgöngu Helga Eyleifs Þorvaldssonar aðjunkts við að skilgreina nauðsynlega uppbyggingu kynbóta á korni, bútækni við ræktun þess og aðlögun opinbers framleiðslustuðnings. Hópurinn, sem samanstendur af sérfræðingum á sviði landbúnaðar, kornræktar, hagfræði og verkfræði, er einnig að kanna fýsileika innlends kornsamlags og að skilgreina þarfir á þeim birgðum af kornvörum sem þurfa að vera til staðar hér á landi. Sagan og staðan nú Í skýrslunni Fæðuöryggi á Íslandi, sem Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) vann fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og kom út í fyrra, kemur fram að kornrækt hérlendis eigi sér rætur aftur til landnámsmanna, sem komu frá löndum þar sem slík ræktun var mikilvægur hluti búskaparins. „Þeir hófu því eðlilega kornrækt þegar hingað kom en ekki í stórum stíl. Með kólnandi veðurfari og lækkandi heimsmarkaðsverði á korni lagðist kornrækt að mestu af hér á landi. Hún komst svo aftur á skrið hér snemma á tuttugustu öldinni en svo kom bakslag þegar kólnaði upp úr 1960. Aftur varð kornræktarvakning seint á áttunda áratug síðustu aldar. Ýmislegt kom þar til, t.d. öflugir leiðtogar og hugsjónamenn, breytingar í búskaparháttum og hlýnandi veðurfar“, segir í skýrslunni. Í dag er staða kornræktar einhvern veginn svona: Árið 2021 var kornrækt stunduð á rúmum 3.000 hekturum víða um land af 880 ræktendum. Langmest er ræktað af byggi en einnig hafrar, vetrarhveiti og rúgur í ökrunum. Ráðgera má að um 2,5 tonn af korni fáist á hvern hektara að meðaltali. Innlend framleiðsla á korni til manneldis er um 1% af heildarneyslu en sú kornrækt sem stunduð er hér á landi er að stærstum hluta til fóðurframleiðslu. Gerðar eru meiri gæðakröfur til korns til manneldis, en það korn sem býr yfir minni gæðum er notað í fóður. Helgi Eyleifur nefnir að búgreinin, eins og hún blasi við í dag, byggi að öllu leyti á framtakssemi nokkurra eldhuga. „Margir fóru af stað með kornrækt á uppgangsárunum, sumir með litla reynslu og árangurinn var eftir því. Því heltist stór hópur úr lestinni með tímanum. En þeir sem eftir eru hafa náð gríðarlega góðum tökum á ræktuninni og hafa sýnt okkur, svo um munar, að þetta er hægt. Hins vegar aftrar margt uppgangi kornræktar. En hér vantar alla innviði, kornbændur eru með lægri jarðræktarstuðning en gengur og gerist erlendis, skjólbeltaræktun er skammt á veg komin, hér er ekkert tryggingarkerfi, ekkert samlag og plöntukynbætur í skötulíki.“ Því blasir við einhvers konar stöðuleysi búgreinarinnar. „Í dag samanstendur hún af nokkrum bændum sem hafa rosalega elju og eru allir flestir að framleiða fyrir sjálfan sig. Það er nær enginn markaður fyrir íslenskt korn, hann birtist í mýflugumynd ef bændur fá frábæra uppskeru. Þá selja þeir umframkornið til fóðurfyrirtækjanna, sem hafa þó engar kvaðir til að kaupa kornið,“ segir Helgi. Þessa dagana eru Helgi ásamt samstarfsmönnum sínum í LbhÍ, Hrannari Smára Hilmarssyni, tilraunastjóra í jarðrækt, og Agli Gautasyni aðjunkt að kynna sér sögu, rekstur og aðferðafræði kornsamlaga og plöntukynbótastöðva í nágrannalöndunum, með það fyrir augum að koma með tillögu að æskilegri framtíðarsýn fyrir íslenska kornrækt. Pólitísk ákvörðun Undirbúningur að uppbyggingu kornsamlags á Íslandi er einn þáttur sviðsmyndar sem vinnuhópurinn er að skoða. Hafa þeir m.a. kynnt sér rekstrarformið í nágrannalöndunum og fengið til samstarfs við sig Þorleik Jóhannesson, verkfræðing hjá Verkís, og Daða Má Kristófersson, prófessor í hagfræði, til að meta hagkvæmni slíkrar uppbyggingar og hentugar staðsetningar m.t.t. nálægðar við ræktunarsvæði, jarðhita, flutningskerfi og neytendamarkað. Þá er fyrirkomulag slíks rekstrar kannaður. „Rekstrarform kornsamlaga getur verið misjafnt. Í Noregi og Svíþjóð er rekið kornsamlag í samvinnufélagsformi, finnska samlagið er alfarið rekið af bændum en í Þýskalandi er það í einkaeigu,“ segir Helgi. Kornsamlag samanstendur af þurrkstöð og geymslutönkum fyrir korn, sem svo er selt á markaði, líkt og þekkist með aðrar afurðastöðvar, eins og Sláturfélag Suðurlands og Auðhumlu. Kornsamlögin gefa út verðskrá miðað við gerð og gæði kornsins, kaupa inn það korn sem er ræktað og selja svo áfram til framleiðenda. Þar með myndast hvati til ræktunar og vettvangur fyrir markað. Ef lagður verður grunnur að uppbyggingu á slíku kornsamlagi hér á landi þarf að skoða æskilegar nálganir, segir Helgi, enda sé slík risavaxin innviðauppbygging dýr og ljóst að hún verði ekki arðsöm fyrstu árin, miðað við reynslu annarra landa. „Þetta er pólitísk ákvörðun þegar upp er staðið. Við getum borið þetta saman við það þegar hitaveiturnar voru lagðar hér á landi. Sú ákvörðun var fokdýr og var ekki arðsöm í fyrstu. En við höfum ekki séð eftir því og aldrei verið glaðari með þá ákvörðun en í dag,“ segir Helgi. Af mikilvægi plöntukynbóta En það er tómt mál um að tala, að efla kornrækt hér á landi með því að reisa kornsamlög, ef engar plöntukynbætur eiga sér stað, segir Helgi. Því er og verður alltaf fyrsta skrefið að hefja hér markvissar kynbætur á því korni sem við hyggjumst rækta. Það er í reynd þjóðþrifamál, að sögn Hrannars Smára. Allar siðaðar þjóðir stundi plöntukynbætur og kollegar þeirra á Norðurlöndum gapi yfir þeirri staðreynd að þær séu ekki til staðar hér á landi. „Plöntukynbætur eru munaðar- lausar með öllu hér á landi. Bændur líta til Landbúnaðarháskólans í þessum málum og ætlast réttilega til að þær séu stundaðar í einhverjum mæli. Verkefninu, plöntukynbótum, hefur ekki verið útdeilt. Það er engin stofnun eða fyrirtæki sem hefur þetta lögboðna hlutverk, það er ekki á föstum fjárlögum en eftirspurnin og krafan er til staðar.“ Hrannar nefnir að plöntu- kynbótastöðvar í Noregi og öðrum löndum, þar sem tekjur kynbóta standa ekki undir rekstri, sé á föstum fjárlögum ríkja. Skiljanlega séu stór plöntukynbótafyrirtæki aldrei að fara að fjárfesta í kynbótum fyrir jafn einangraðar ræktunaraðstæður og Ísland, enda ekki arðbært. Til að hægt sé að stunda nauðsynlegar kynbætur þurfi að tryggja opinbera fjármögnun til langs tíma. Framfaraskref með sænskri hátæknihvelfingu Helgi segir að tildrög plöntukynbóta í korni á Íslandi sé, líkt og saga BORGARPLAST hefur framleitt rotþrær, skiljur og geyma sem hafa margvísleg notagildi fyrir vatn, efnavöru og fleira, í yfir 50 ár. BORGARPLAST sérmíðar risarotþrær, -skiljur og -vatnsgeyma fyrir sveitarfélög og sumarhúsafélög. Borgarplast.is borgarplast@borgarplast.is ROTÞRÆR, VATNSTANKAR OG SKILJUR – MARGAR STÆRÐIR OG TEGUNDIR ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA Í YFIR 50 ÁR Stöðuleysi kornræktar innan landbúnaðar- og framleiðslukerfisins samhliða hvetjandi þverpólitískri samstöðu um eflingu greinarinnar er ein undarlegasta mótsögn á Íslandi í dag. Þessa dagana er unnið að því að teikna upp stefnu og aðgerðir svo búgreinin geti fest rætur og orðið, til lengri tíma, að undirstöðuframleiðslugrein sem treystir fæðuöryggi þjóðarinnar. Guðrún Hulda Pálsdóttir gudrunhulda@bondi.is Frá kornökrum í Gunnarsholti síðsumars. Sænska ríkið hefur stigið mikilvægt skref í framþróun plöntukynbóta með því að fjárfesta í byltingarkenndri og framsækinni hátæknimiðstöð. Í sumar mættu fulltrúar verkefnisins frá Svíþjóð og skoðuðu tilraunirnar í Gunnarsholti þar sem þátttaka Íslands í verkefninu var rædd í matvælaráðuneytinu. Ávinningur þess yrði ótvíræður. Myndir / ghp Fæðuöryggi: Trygg ríkisfjármögnun

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.