Bændablaðið - 03.11.2022, Qupperneq 21

Bændablaðið - 03.11.2022, Qupperneq 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 3. nóvember 2022 kornræktar, byggð á hugsjón og ástríðu einstaklings. „Jónatan Hermannsson tók kynbætur á byggi föstum tökum og gerði það á kvöldin og um helgar, með smávegis rannsóknarfé sem oft dugði eingöngu til að setja olíu á þreskivél og flytja þær. Hann náði ótrúlegum árangri, við eigum honum mikið að þakka.“ Kornrækt og kynbætur var stórt hugsjónamál Þorsteins Tómassonar, fyrrum forstjóra RALA. Hann hóf samstarf við kollega á Norðurlöndum sem hefur síðan verið viðhaldið. Eitt þeirra rótgrónu tenginga er aldeilis að bera ávöxt í dag. Samstarf LbhÍ við sænska landbúnaðarsamvinnufélagið Lantmännen byggði á samvinnu Jónatans og Lars Gradin byggkynbótafræðings fyrir Norður- Svíþjóð en úr hans smiðju hafa komið mörg yrki sem íslenskir kornræktendur kannast við, eins og Judit. Lantmännen, sem er alfarið í eigu bænda, er nú að koma á fót byltingarkenndri hátæknistöð, sem mun geta kynbætt plöntur á háhraða en þeir voru einna fyrstir til að innleiða erfðamengjaúrval í starfsemi sína. Helgi segir sænska ríkið hafa stigið þar mikilvægt skref í framþróun plöntukynbóta, sem nauðsynlegt er að stíga í ljósi loftslagsbreytinga. Aðlaga þarf plöntur að breyttum aðstæðum og það hratt. Alls var fjárfest fyrir meira en milljarð króna til að byggja þessa hátæknihvelfingu. Helgi segist binda vonir við að fjármagn fáist hér á landi til að taka þátt í samstarfi og nýta aðstöðuna. Hér er tilraun til að útskýra vinnsluferli hinnar nýju hátækni- stöðvar á einfaldan hátt: Foreldralínum er víxlað saman margfalt og DNA sýni eru fengin úr afkvæmum og í þeim greindir vísar sem stýra eftirsóknarverðum eiginleikum, s.s. sjúkdómaþoli. Afkvæmi paranna fara svo í háhraða ræktun í hvelfingunni, þar sem þeim er búin hámarksaðstæður til að ná þroska á stuttum tíma. Afköstin eru gríðarleg. Talið er að hægt sé að ná sex uppskerum yfir einn vetur í hvelfingunni, sem þýðir að við hverja uppskeru er náð fram enn æskilegri einstaklingum til ræktunar. Í hverri kynslóð eru plönturnar erfðagreindar og spáð fyrir um frammistöðu þúsunda jafnvel tugþúsunda einstaklinga með líkani erfðamengjaúrvals. Frammistöðuþættirnir eru eiginleikar sem eru stýrðir af þúsundum gena eins og til dæmis uppskerumagn og gæði. Að því loknu er er úrvalið sent til Nýja-Sjálands til fjölgunar og þaðan til Íslands, þar sem þær verða reyndar í jarðræktartilraunum víða um land. Tölulegar niðurstöður mælinga og uppskeru á Íslandi munu svo nýtast til að bæta enn frekar erfðamengismódelið í Svíþjóð þar sem ferillinn endurtekur sig svo. En hvað þýðir þetta? Á innan við áratug gætum við fengið hingað til lands kynbætt yrki fyrir séríslenskar aðstæður, sem bændur gætu nýtt til að framleiða hér innlent hveiti. Það sætir reyndar furðu að Ísland skuli geta tekið þátt í svo byltingarkenndu og framsæknu verkefni, enda dýrt í framkvæmd. Í ljósi velvildar í samstarfi Lantmännen og LbhÍ, undanfarin ár og áratugi, hafa þeir boðið Íslandi að vera með. Engum öðrum hefur verið boðið að með í verkefninu að sögn Hrannars. Rannsóknir í Gunnarsholti Í sumar hefur LbhÍ verið með fjölda rannsókna á korni í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Þar mátti sjá yfir 1.000 tilraunareiti sem höfðu fjölbreyttan tilgang. Til að mynda mátti þar líta tilraunaefnivið frá Lantmännen af 100 kynbótalínum sem voru prófaðar á sama tíma hér, í Noregi, Finnlandi og Svíþjóð. Þá héldu starfsmenn Jarðræktarmiðstöðvarinnar úti byggyrkjatilraunum á yrkjum sem þegar eru á markaði hér á landi ásamt íslenskum línum til samanburðar. Einnig var þar úðunartilraun með sveppa og illgresiseyði, til að kanna áhrif varnarefna á kornið. Þá var áhrif fljótandi áburðar frá sprotafyrirtækinu Atmonia borin saman við hefðbundinn áburð. Önnur tilraun snýst um ræktun á nöktu byggi sem aðlagað er íslenskum aðstæðum ásamt stóru safni fjölbreytts byggstofns sem var settur saman í samnorrænu verkefni styrktu af Norrænu ráðherranefndinni til þess að rannsaka flýti í byggi og allir þeir einstaklingar hafa þegar verið erfðagreindir með öflugri örflögu. Niðurstöðurnar leggja grunn að erfðamengjaúrvali fyrir byggkynbætur á Íslandi. Vonast eftir sérstökum rammasamningi Þverpólitísk samstaða virðist vera um að efla kornrækt á Íslandi. Ef rétt er haldið á spöðunum, fjármagn til framkvæmda og framþróunar fæst segja þeir Helgi og Hrannar að ný sviðsmynd geti blasið við þjóðinni innan áratugar. Land sem hefur ekki þótt hagkvæmt til grasræktar gæti nýst vel til kornræktar. Við gætum orðið sjálfbær í byggi og ræktað verulegan hluta af öllum höfrum og við ættum að leggja mikla áherslu á hveiti líka. Ný gróskumikil atvinnugrein gæti blómstrað, sem búgrein bænda og nokkurra stórræktenda. Allt bendir til þess að til lengri tíma geta þær framfarir, sem verða af uppbyggingu innviða í kornrækt, orðið þjóðhagslega hagkvæmar. Þá eru óræddar afleiður eins og jákvæð umhverfisáhrif og atvinnuuppbygging á landsbyggðinni. Ákvörðunin og fjármögnunin liggur hjá ríkinu. „Menn mega ekki fara að bera fyrir sig einhverjum pólitískum ómöguleika. Kornræktin verður að fá sjálfstætt fé, sérstaklega í byrjun, ef meiningin er að gera alvöru úr þessu. Það sýnir saga annarra þjóða. Það má ekki gerast að búgreinar fari að bítast um fjármagn þegar búvörusamningar verða teknir upp. Ég óttast að ef það yrði gæti ekkert orðið úr þessu. Það er sjálfsagt að endurskoða kerfi hverrar greinar, gera þau skilvirkari og hagkvæmari, en nauðsynlegt er að tryggja starfsskilyrði hverrar greinar fyrir sig, þá einkum afkomu bænda – sem er eitt af aðalatriðum í fæðuöryggisskýrslunni. Því vona ég að sérstakur rammasamningur verði gerður fyrir kornræktina ef raunverulegur pólitískur vilji er fyrir því að greininni vaxi fiskur um hrygg,“ segir Helgi. Saga kornræktar í Noregi er áhugaverð í samhengi umfjöllunar um gríðarlega möguleika Íslands til uppbyggingar á búgreininni. Í byrjun síðustu aldar var kornrækt í Noregi brot af heildarnotkun. Það breyttist þegar leið á öldina. Árið 1930 ákvað norska ríkið að taka yfir allan innflutning og kaup á korni og selja það svo áfram til framleiðenda. Á sjötta áratugnum var tekin sú ákvörðun að efla kornrækt í landinu. Þrátt fyrir að aðeins 2,7% af landsvæði Noregs sé tækt til jarðræktar var besta ræktunarsvæðið, undirlendi í Suður-Noregi, tekið undir kornrækt. Veittir voru styrkir til að færa túnrækt þaðan og tók þá mjólkurframleiðsla og kvikfjárrækt á land þar sem grasrækt er hagkvæm en síður akuryrkja. Kornræktin byggðist upp með aðstoð jarðræktarstyrkja og fór að dafna sunnan til í landinu. Ríkið rak kornsamlög sem keypti allt korn af bændum. Samhliða var farið að vinna að plöntukynbótum og ríkið rekur plöntukynbótamiðstöðina Graminor, sem enn þann dag í dag heldur úti öllum helstu kynbótalínum fyrir yrki í jarðrækt og garðyrkju; korn, kartöflur, jarðarber, epli og fleira . Árið 1992 var gerður samningur við fyrirtækið Felleskjøpet um að sjá um kornsamlögin, sem rekin eru víða um land. Í dag eru Norðmenn rúmlega sjálfum sér nógir um bygg, þeir rækta um 30-70% af öllu sínu hveiti og hlutfall hafra á markaði er yfir 90% innlend framleiðsla. Norska landbúnaðarstefnan miðar að því að halda uppi framleiðslu um allt land og nýta hvert svæði út frá þeirra náttúrulegu eiginleikum. Eins og áður sagði er aðeins tæplega 3% af landsvæði Noregs tækt til hvers lags jarðræktar, eða sem nemur 9.860 ferkílómetrum. Eingöngu þriðjungur þess svæðis er hentugur í kornrækt. Samkvæmt tölum hins opinbera var 68% af landbúnaðarsvæði Noregs notað fyrir fóðurræktun (þ.á m. túnrækt), 30% í kornrækt, kartöflur þöktu 1,2% af svæðinu og grænmeti, ávextir og ber minna. Til samanburðar er 18,6% af landsvæði Íslands flokkað sem landbúnaðarland, eða 18.720 fer- kílómetrar samkvæmt tölum The World bank og í skýrslunni Fæðuöryggi á Íslandi kemur fram að allt að 600.000 hektara hafi verið áætlað sem gott ræktunarland hér á landi. Uppgangur kornræktar í Noregi forsenda kornræktar

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.