Bændablaðið - 03.11.2022, Page 27
27Bændablaðið | Fimmtudagur 3. nóvember 2022
Nútíma landbúnaður krefst mikils vélakosts. Gæðasmurefni
skipta öllu máli fyrir virkni og endingu véla. Olís veitir ráðgjöf
um olíu- og smurefnanotkun fyrir allar landbúnaðarvélar.
Ráðgjafar Olís veita allar nánari upplýsingar
í síma 515 1100 eða pontun@olis.is.
Svo allt
gangi smurt í vetur
KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10
104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is
LOFTPRESSUR
Í HÆSTA GÆÐAFLOKKI
Gerðu kröfur - hafðu samband við Gunnar
í síma 590 5135 og kynntu þér þína möguleika.
Við bjóðum upp á allar stærðir
og gerðir af Ingersoll Rand loftpressum.
Mjög hjóðlátar og einfaldar í viðhaldi.
Bjóðum upp á þjónustusamninga og leggjum mikla áherslu
á að veita góða viðgerðar- og varahlutaþjónustu.
Helluhraun 4, Hafnarfirði
sími 565 2727 & 892 7502
www.rag.is
SERES 3 kemur
vel útbúinn.
Verð kr. 5.350.000
VIÐ AUGLÝSUM
ALDREI
„VERÐ FRÁ“
Óumflýjanleg þróun í landbúnaði
Í styrkumsókninni til matvæla-
ráðuneytisins er lýsing á
markmiðum verkefnisins. Þar
kemur fram að ætlunin sé að
þróa og byggja upp aðstöðu til
moltugerðar úr lífrænum úrgangi
og miðla hagnýtri þekkingu um
slíka moltugerð. Markmiðið
er einnig að hanna og útbúa
aðstöðu til moltugerðar þar sem
notaður verður lífrænn úrgangur
eða áburðarefni sem ónýtt eru í
nærsamfélaginu og eru jafnframt
samþykkt sem áburðarefni í
lífrænni ræktun.
Væntingar umsækjenda
séu að verkefnið stuðli ekki
aðeins að vistvænni búrekstri
og vistvænni nýtingu lífræns
úrgangs, heldur muni einnig
sýna fram á hagkvæmni þess að
nýta þann lífræna úrgang sem
aðgengilegur er á hverjum stað sem áburðarefni í garðyrkju. Fyrirhugað
er að nota verkefnið til fræðslu og kynningar um nýtingu lífræns hráefnis.
Ætlunin sé að byggja upp aðstöðu til moltugerðar sem annar að minnsta
kosti 70 tonnum af tilbúinni moltu. Notast verður við þá aðferð að blanda
fiskúrgangi við hrossatað og hálm. Gera þurfi tilraunir með hlutfall
þessara efna til þess að fá rétta blöndu milli kolefnis og köfnunarefnis.
Í umsókninni kemur fram að fiskislóg innihaldi mikið af köfnunarefni
á meðan hálmurinn leggi til kolefnið. Til þess að halda hitamynduninni
hæfilegri þurfi að bylta haugnum og vökva hann. Með aðferðinni, sem
sé smækkuð útgáfa af moltugerð hjá Moltu ehf. og Terra, verði hægt
að umbreyta fiskislóg á þremur til fjórum vikum í næringarríkan og
örveruríkan jarðveg, sem verður notaður sem áburðarefni í garðyrkju. Þar
kemur enn fremur fram að þegar farið var af stað með grænmetisræktun
á Syðra-Holti var gert ráð fyrir að nota moltu frá Moltu ehf. á Akureyri.
Í ljós kom að moltan var ekki samþykkt af vottunarstofunni TÚN til
lífrænnar ræktunar þar sem í henni reyndist vera of hátt gildi af kopar
og zinki auk þess sem mikið var af plastögnum í moltunni.
Mikið hafi verið rannsakað og ritað um nýtingu lífrænna áburðarefna
sem falla til og eru lítt eða ekki nýtt. Til mikils sé að vinna að koma sem
mestu af lífrænum úrgangi aftur inn í hringrásina og sjá umsækjendur
tækifæri til að sýna í verki óumflýjanlega þróun í landbúnaði
framtíðarinnar, bæði garðyrkju og akuryrkju. Þá er þess getið að
umsækjendur vilji freista þess að sýna fram á hagkvæmni þess að nýta
ýmis lífræn áburðarefni í garðyrkju þar sem ávinningurinn er vistvænni
landbúnaður og vistvænni nýting úrgangshráefna. Umsækjendur vilji
þannig hvetja garðyrkjubændur, sem og aðra bændur, til þess að líta til
þeirra áburðarefna sem falla til í nærumhverfinu og nýta þau til þess að
byggja upp frjósaman og örveruríkan jarðveg.
Nýlagður haugur sem inniheldur hálm, hrossatað, gamalt hey og fiskislóg.
Eiríkur segir að af þessu sé engin ólykt, þetta ilmi bara vel.
Verið að bylta safnhaugnum sem gert
er á fjögurra daga fresti í 4-5 skipti.
Markmiðið er að halda 50-60 gráðu hita
í haugnum í a.m.k. tvær vikur. Þá er
efnið orðið vel niðurbrotið, illgresisfræ
dautt og fjölbreytt örverulíf til staðar.