Bændablaðið - 03.11.2022, Síða 29

Bændablaðið - 03.11.2022, Síða 29
29Bændablaðið | Fimmtudagur 3. nóvember 2022 Sigurbjörg Ásgeirsdóttir og Rúnar Árnason búa á Neðri-Tungu í Örlygshöfn. Rúnar er fæddur og uppalinn á bænum, en Sigurbjörg hefur verið þar síðan 2011. Upphaflega kom hún frá Fellsströnd í Dalasýslu en flutti vestur á firði árið 2007 til að gerast safnstjóri á Hnjóti. Hjónin eru með búskap í mjög smáum sniðum eftir að hafa skorið niður, eða örfáar kindur og tvær kvígur í geldneytaeldi. Annars sækja þau atvinnu á Patreksfjörð. Aðspurð um stöðu samfélagsins í hinum forna Rauðasandshreppi, þá segja þau að svo fátt fólk sé eftir að hinn félagslegi þáttur sem var áður sé ekki svipur hjá sjón. Heilsársbúseta sé ekki trygg, þó víða á bæjum dvelji fólk í skemmri tíma. Brotthvarf skólans reiðarslag Þegar skólinn var lagður niður í Örlygshöfn upp úr aldamótum flutti fjölskyldufólk úr hreppnum og bændur sáu ekki fram á að kynslóðaskipti yrðu á bæjum. Á árunum þar áður höfðu samgöngur verið mjög ótryggar og fólki hugnaðist ekki að keyra börnin yfir á Patreksfjörð í skóla. Þau nefna að í hreppnum hafi búin almennt verið minni en í öðrum sveitum landsins og uppbyggingin sem var víða í landbúnaði upp úr 1970 hafi verið takmörkuð á þessum slóðum. Ástæðurnar fyrir því voru þær að fólk lifði á svo mörgu öðru, til að mynda grásleppuveiðum og annarri sjómennsku. Bjart yfir ferðaþjónustu Aðspurð um framtíðarhorfur hreppsins nefna þau að bjart sé yfir ferðaþjónustunni. Allir þeir ferðamenn sem koma á sunnanverða Vestfirði komi á helstu náttúruperlur svæðisins, sem séu Rauðisandur og Látrabjarg. Byggðasafnið á Hnjóti sé líka mikið aðdráttarafl. Þau segja svæðið geta boðið upp á mikla möguleika í útivist þar sem landslagið sé ekki bara fallegt, heldur auðvelt yfirferðar. Fjöllin séu aflíðandi og ekki mjög há. Þó svo að ferðaþjónustan standi vel, búast hjónin ekki við því að áframhald verði á heilsársbúsetu eftir 10-15 ár. Laxeldi spillir aðdráttarafli Með uppbyggingu laxeldisins á sunnanverðum Vestfjörðum segir Rúnar sér hafi aukist bjartsýni. Án þess segir hann að þorpið á Patreksfirði væri ekki svipur hjá sjón. Hins vegar sé stærðin á eldinu orðin svo gífurleg að hann sjái ekki fram á að það fari saman með þeirri ferðamennsku sem verið er að byggja upp. Helsta aðdráttarafl svæðisins sé náttúrufegurðin og hjónin skynja að ferðamönnum finnist fiskeldiskvíarnar ekki falla vel að umhverfinu. Óskar Jónasson, kvikmyndagerðarmaður og framleiðandi hefur komið sér upp íverustað í gömlum útihúsum utarlega í Hænuvík. Hann er ekki með fasta búsetu á staðnum, en dvelur þar oft langtímum saman ásamt Björgu Þórisdóttur, eiganda viðburðafyrirtækisins Boutique Iceland. Þar sem ferðalagið frá Reykjavík sé svo langt segir Óskar ekki taka því að koma fyrir eina helgi. Óskar kom fyrst á svæðið fyrir rúmum tuttugu árum og hefur komið æ oftar til baka. „Ég fæ aldrei leiða á því að rápa hérna um heiðarnar og víkurnar og sé alltaf eitthvað nýtt. Maður hefði kannski ímyndað sér að maður teldi sig vera búinn að sjá allt og upplifa allt – það er öðru nær. Maður festir meiri rætur hérna og það er ekkert að því að fara aftur og aftur á sömu staðina.“ Byrjaði fyrir tíu árum Óskar kynntist hjónunum í Hænuvík á ferðum sínum vestur og nefndi við þau hugmynd sína um að gera upp útihúsin við ströndina í ágúst 2012. Þau tóku mjög vel í þá hugmynd og í kjölfarið var fyrsta vinnuferðin farin í lok október sama ár. Hann segist vel geta hugsað sér að vera með fasta búsetu í Hænuvík, enda hafi þróunin hjá honum verið í þá átt undanfarin ár að hann dvelji alltaf lengur og lengur fyrir vestan. Eftir því sem börnin hans verða eldri hefur verið auðveldara fyrir hann að vera langdvölum fjarri höfuðborginni. Á árinu 2021 dvaldi Óskar 91 dag í Hænuvík og eyddu þau Björg m.a. jólunum og áramótunum þar. Óskar segist geta komist í netsamband til að vinna í fjarvinnu. Hann viðurkennir þó að það sé alls ekki eins gott og það geti verið og telur það jafnvel vera kost. Þar með gefst betra tækifæri til að einbeita sér að öðrum verkefnum, eins og að byggja upp húsnæðið. Steinhlaðin bogabrú Fyrir tveimur árum tóku Guðjón og Óskar sér fyrir hendur endurnýjun á gamalli göngubrú sem lá yfir ána sem rennur í gegnum Hænuvík. Fyrir var gömul timburbrú sem var farin að verða hættuleg yfirferðar. Þeir rifu hana og hlóðu bogabrú úr grjóti. Aðspurður um byggðarþróunina á svæðinu segist Óskar hafa heyrt í samtölum sínum við fólk að fólksfækkunin hafi verið hröð á undanförunum áratugum. „Manni finnst það í annan kantinn dapurlegt að fólk sé að fara – fólk sem langar ekki til að fara. Svo á hinn bóginn sér maður hvernig Gutti og Mæja pluma sig hér og hafa það mjög fínt. Ég er ekkert viss um að allt þetta fólk sem fór suður hafi endilega þurft að gera það. Mögulega er þetta spurning um útsjónarsemi eða að hafa auga fyrir nýjum tækifærum. Ég neita að trúa því að allir hafi viljað fara.“ Á bænum Hnjóti innst í Örlygshöfn er rekið Minjasafn Egils Ólafssonar. Þrátt fyrir að vera fjarri þéttbýli er safnið staðsett í alfaraleið ferða- manna sem fara út á Látrabjarg. Inga Hlín Valdimarsdóttir safnstjóri segir sumarið í ár hafa verið svipað þeim sem voru fyrir faraldurinn. Núna eru erlendir gestir í meirihluta og hlutfall Íslendinga minna. Þrátt fyrir heimsfaraldurinn fjölgaði gestum á minjasafninu þar sem margir Íslendingar gerðu sér ferð á Vestfirðina. „Ég held að fjöldi Íslendinga hafi fimmfaldast á milli ára á meðan erlendum ferðamönnum fækkaði mikið,“ segir Inga Hlín. Á safninu eru varðveittir munir sem Egill Ólafsson, bóndi á Hnjóti, safnaði og tengjast sögu, menningu og náttúru sunnanverðra Vestfjarða. Inga Hlín segir að reglulega séu settar upp tímabundnar sýningar og svo sé reynt að vera með viðburði yfir sumartímann. Flugvélar tilheyra öðru safni Á hlaðinu framan við safnið eru nokkrar flugminjar, þar á meðal gömul flugvél af gerðinni Douglas C-117D sem grípur augað þegar ekið er framhjá. Inga Hlín segir algengan misskilning að þeir munir tilheyri Minjasafni Egils Ólafssonar. Raunin er sú að áðurnefndur Egill safnaði líka flugminjum og hélt þeim söfnum aðskildum. Egill gaf sveitarfélögunum á svæðinu héraðsminjasafnið, á meðan flugmálayfirvöld fengu flugminjarnar til vörslu. Beðið eftir innviðum Aðspurð um hvað brenni helst á íbúum hins forna Rauðasandshrepp nefnir Inga Hlín fyrst ferðamál. „Þetta er sá partur í sveitarfélaginu [Vesturbyggð] sem ferðamenn sækja mest. Hér er Látrabjarg og Rauðisandur. Svo eru alltaf fleiri og fleiri að uppgötva Kollsvík og fleiri staði á þessu pínulitla svæði. Þetta er rosaleg náttúruparadís og mikil traffík þegar mest er á sumrin. Það vantar betri innviði, betri vegi og salernisaðstöðu.“ Sumir innviðir hafa skánað undanfarin misseri. Nú er þó komið upp salerni í Kollsvík og á Bjargtöngum. Í september var farsímasambandið á svæðinu bætt til muna og í fyrsta skipti hægt að nota GSM síma á Hnjóti. Ekki er búið að tengja svæðið við ljósleiðara og þriggja fasa rafmagn þó það standi til. Inga Hlín segir ástæðurnar fyrir því flóknar, en í grunninn sé það vesen við lagningu strengjanna og andstaða landeigenda. Til stendur að leggja bundið slitlag út að Sauðlauksdal og á kafla um Látravík, en það hefur tafist rétt eins og rafmagn og net. Sorp ekki flokkað Sorpmálin hafa verið í deiglunni undanfarið, en íbúar svæðisins eru ósáttir við þjónustuna sem sveitarfélagið veitir í þeim efnum. „Það er ekki flokkunaraðstaða hérna í sveitinni. Þeir sem flokka þurfa að fara með sorpið yfir á Patró og flokka þar,“ segir Inga Hlín. Hægt er að skila af sér sorpi í gáma við Örlygshöfn, á Rauðasandi og í Skápadal þar sem allt sorp er sett saman. Oft kemur fyrir að gámarnir eru ekki tæmdir tímanlega og þá verður mikill sóðaskapur umhverfis þá. hefur lengi verið í lágmarki og var alfarið hætt áður en lífræna vottunin gekk í gegn. Fyrir utan þrjár til fjórar vikur eftir rúning að vetri gengur sauðféð við opið haf sem skilar af sér heilbrigðum skepnum og lágmarks lyfjagjöf. Eftir að bann var sett við að hafa sauðfé á grindum í lífrænni ræktun, hafa þau í Hænuvík tapað sinni vottun þrátt fyrir að uppfylla öll önnur skilyrði. „Það eina sem við fengum fyrir þessa viðleitni var úttektarkostnaður upp á 80-180 þúsund krónur á ári í hátt í tíu ár, en aldrei kom króna ofan á innlegg þrátt fyrir vottun,“ segir Guðjón. Fólksfækkun viðvarandi Guðjón hefur fylgst með byggðinni hverfa frá því hann var krakki. Þróunin hefur verið niður á við allan þann tíma, en fólksfækkunin hefur komið í nokkrum kippum á þessum áratugum. Eitt stærsta áfallið var þegar skólinn í Örlygshöfn var lagður niður. „Allir úr okkar sveit fóru sem voru meðal vel gefnir og yfir. Þeir sem voru undir meðallaginu eru hér enn þá,“ segir Guðjón. Hefur ekki áhyggjur af framtíðinni Hjónin hafa ekki ákveðið hvað verður um búskapinn eftir þeirra dag. Guðjón segist ætla að sinna áfram þeim verkefnum sem hann hefur verið að vinna að, eins og viðhaldi og uppbyggingu á húsakosti og rafstöðinni. Þau eiga tvær dætur sem eru mikið með þeim og sér Guðný nær alfarið um ferðaþjónustuna. „Ef maður gerir hlutina þannig að fólkið sem er í kringum okkur hafi áhuga á að vera með manni þá hlýtur að koma að því að einhver leikur sér að því sem við höfum verið að gera – ekki endilega að elta rollur. Svo bara drepst ég einhverja nóttina og ég hef ekki áhyggjur af því,“ segir Guðjón. Anna ekki eftirspurn Guðný Ólafía Guðjónsdóttir segir að í handverksbúðinni á bænum selji þau bara handverk sem heimilisfólkið í Hænuvík framleiðir. Salan hefur aukist á hverju sumri og eiga þau erfitt með að anna eftirspurn. Aðspurð hvað seljist mest, segir Guðný að það sé misjafnt milli sumra. Eitt sumarið selst mest af vettlingum á meðan annað sumarið eru sokkarnir vinsælastir. Að auki við prjónverk er mikið af munum úr renndu timbri eftir Guðjón. Hráefnið í það er mikið til rekaviður og annað timbur sem fellur til á bænum. Í Hænuvík búa Guðjón og María Ólafsdóttir með sauðfé og ferðaþjónustu. Neðri-Tunga Neðri-Tunga í Örlygshöfn. Hnjótur Sigurbjörg Ásgeirsdóttir og Rúnar Árnason frá Neðri-Tungu. Inga Hlín Valdimarsdóttir safnstjóri. Hænuvík (sumarhús) Óskar Jónasson og Björg Þórisdóttir. Sumarhúsið í Hænuvík.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.