Bændablaðið - 03.11.2022, Side 35

Bændablaðið - 03.11.2022, Side 35
35Bændablaðið | Fimmtudagur 3. nóvember 2022 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 10.00 Íslenskur sjávarútvegur Silfurberg 12.00 Veitingar í Flóa, 1. hæð 13.00 Samkeppnishæfni íslenskra fiskframleiðanda Silfurberg A Sjálfbærni Silfurberg B Hver er munurinn á íslenskum og norskum makríl Kaldalón 14:45 Veitingar í Flóa, 1. hæð 15:15 Staðan, nýjungar og framtíðar- horfur í fiskvinnslu Silfurberg A Kynningar þjónustuaðila sjávarútvegs (kostaðar kynningar) Silfurberg B Loðnan er brellin Kaldalón 17:00 Móttaka í boði Iceland Seafood International 09.00 Þorskur og þjóðarbúið Silfurberg A Líftækni og nýsköpun Silfurberg B Vísindaleg samvinna sjávar- útvegsins, sjómanna og Hafrannsóknastofnunar Kaldalón 10.40 Veitingar í Flóa, 1. hæð 11.10 Hvað skiptir máli í sölu og markaðssetningu á íslenskum sjávarafurðum? Silfurberg A Nýsköpun og fjárfestingar Silfurberg B Öryggismál sjómanna og fiskvinnslufólks Kaldalón 12.50 Veitingar í Flóa, 1. hæð 13.20 Menntun í sjávarútvegi Silfurberg A Munu loftslagsbreytingar umbylta sjávarútvegi? Silfurberg B Nýting dýrasvifs og miðsjávar- tegunda Kaldalón 15.00 Aðalfundur Sjávarútvegs- ráðstefnunnar ehf. Silfurberg B FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER KONUR ERU LÍKA Í SJÁVARÚTVEGI Aðalstyrktaraðilar Sjávarútvegsráðstefnunnar 2022 Skráning á www. sjavarutvegsradstefnan.is Sjávarútvegsráðstefnan 2022 Hörpu 10.–11. nóvember Markmið ráðstefnunnar er að vinna að framförum og sókn í sjávarútvegi, þar hittist fólk, styrkir sambönd og samstarf. Sjávarútvegsráðstefnan 2022 er tileinkuð konum. VIÐ YFIRFÆRUM EFNIÐ Á STAFRÆNT FORM • Á DVD DISKA • MINNISLYKLA • STÆRRI MINNISDRIF FULLKOMINN TÆKJABÚNAÐUR MUNU GLATAST! MINNINGAR ÞÍNAR SPÓLUR ERU AÐ NÁLGAST ÞAÐ SÍÐASTA Trönuhraun 1, 220 Hafnarfirði. Sími 534 0400 myndform@myndform.is Listin að gera slátur með gamla laginu er ekki á allra færi en eins og þeir sem taka slátur vita er um mikla búbót og góðan og hollan mat að ræða. Slátur er haustmatur sem gerður er úr innmat og blóði sauðfjár. Bæði blóðmör og lifrarpylsa eru gerð þannig að vambir eru skornar niður og saumaðir úr þeim keppir sem síðan eru fylltir með blöndu af niðurskornum mör, mjöli, rúg og höfrum, og ýmist blóði eða hakkaðri lifur og oft einnig nýrum. Slátur er járn- og A-vítamínríkur matur sem er nauðsynleg viðbót nú til dags vegna mikillar neyslu á pasta og hvítu kjöti sem inniheldur ekkert járn. Slátur er því allt í senn hollur, góður og ódýr matur. /VH Haustmatur: Sláturgerð með gamla laginu Guðbjörg og Kristín Þorsteinadætur, dætur hvort síns Þorsteinsins, að sauma slátur. Mynd / Pétur Þorsteinsson Hermann Jóhannesson hag- yrðingur hélt upp á áttræðisafmæli sitt fyrir skömmu með því að senda frá sér bók með kvæðum sínum og lausavísum. Í bókinni, sem heitir Ekkert hálfkák og sút, er að finna vel á annað hundrað vísur og nokkur kvæði. Í kynningu um bókina segir að þegar margir héldu að hin forna list lausavísunnar hefði lotið í lægra haldi fyrir nútímanum, varð undur og hún gekk í endurnýjun lífdaga, öllum að óvörum. Þar segir að kannski hafi það verið miðlunartækni nútímans, internetið, sem blés lífi í hefðbundna vísnagerð. Daglega fljúga lausavísur, ferskeytlur og limrur manna á milli á netinu. Höfundurinn er fæddur að Klei fum í Gilsfirði árið 1942 og fagnar því áttatíu ára afmæli á árinu. Hermann var lengi þ ingf ré t ta r i t a r i og í bókinni er að finna ýmsar vísur um ráðherra og alþingismenn. Bókin er tekin saman af Ragnari Inga Aðalsteinssyni auk þess sem hann annaðist útgáfuna og ritaði inngang og skýringar. Bókaútgáfan Sæm undur sá um útgáfuna. /VH Ljóð og lausavísur: Ekkert hálfkák og sút Herdís Hulda Guðveigardóttir, sauðfjárbóndi á bænum Keldunúpi rétt austan við Kirkjubæjar- klaustur, hefur sett á markað nýtt samstæðuspil með mörkum íslensku sauðkindarinnar. „Þetta er fyrst og fremst hugsað til gamans en einnig til að hjálpa ungviðinu að læra að þekkja mörkin, bæði í sjón og með heiti,“ segir Herdís. Maður að nafni Helgi Hólm aðstoðaði Herdísi að setja mörkin upp í spilastokk og prenta þau út. En af hverju eyrnamörk íslensku sauðkindarinnar? „Það er bara eitthvað svo flott við þau, þótt maður finni alltaf smá til með þessum greyjum á vorin þegar maður er að marka þau, þá er þetta alltaf svo virðulegt. En svo held ég að þetta sé góð leið til að læra eyrnamörkin og þá sérstaklega fyrir yngri hópinn, hægt er að rifja þau upp allan ársins hring. Ég var hálfgerður klaufi við þetta fyrst og er öll að koma til eftir að hafa verið að stússast í þessu,“ segir Herdís. Viðbrögðin hafa komið Herdísi á óvart. „Ég hef verið að gefa vinum og vandamönnum þessi spil, svo fóru fyrirtæki á svæðinu að hafa áhuga á að selja þau fyrir mig, t.d. Vatnajökulsþjóðgarður og Random á Klaustri. Spilin eru ekkert komin í búðir nema þá hérna á Klaustri og svo er alltaf hægt að kaupa beint af mér,“ segir Herdís, sem telur spilin að sjálfsögðu jólagjöfina í ár. /MHH Sauðfjárbóndi gefur út spil: Samstæðuspil með eyrnamörkum

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.