Bændablaðið - 03.11.2022, Blaðsíða 39
39Bændablaðið | Fimmtudagur 3. nóvember 2022
SNJÓKEÐJUR
Hafðu samband, kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna
isfell.is • sími 520 0500 ÞEKKING • ÞJÓNUSTA • GÆÐI
Úrval af þægilegum og endingagóðum sokkum.
40 sölustaðir, hafðu samband til að fá upplýsingar um
sölustað í nágrenni við þig.
Sokka Kompaníið ehf. 230 Reykjanesbær - info@socks2go.eu - gsm: 831 8400 - www.socks2go.is
KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10
104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is
ALLAR STÆRÐIR AF
AJ RAFSTÖÐVUM
Stöðvar í gám
Gerðu kröfur - hafðu samband við Karl
í síma 590 5125 og kynntu þér þína möguleika.
Þetta tímabil hjá kvígum er ekki
síður mikilvægt en alltof algengt
er að kvígur búi við mun slakari
aðbúnað og fóðrun en kýr í sömu
stöðu. Kvígurnar eru enn að vaxa
og vegna stærðar fóstursins þá geta
þær oft ekki náð að éta eins vel og
eldri og fullvaxta kýr. Plássið er
einfaldlega ekki til staðar vegna
stærðar kálfsins. Auk þess getur það
haft áhrif á átið að kvígurnar skipta
um fyrstu tennur þegar þær eru eins
og hálfs árs til tveggja ára og næstu
tennur þegar þær eru u.þ.b. tveggja
og hálfs árs. Þetta hefur áhrif á át
þeirra, bæði þegar þær eru komnar
undir það að bera og þegar þær eru
á fyrsta mjaltaskeiði. Vegna þessa
þarf að veita þeim enn betri aðbúnað
og athygli, svo þær haldi áfram að
vaxa og dafna og verði þar með
góðar kýr.
Í Danmörku er talið að hlutfall
dauðfæddra kálfa sé nátengt
geldstöðunni og aðbúnaðinum á
geldstöðunni. Þar þykir hafa verið
sýnt fram á að ef kýr lendir í álagi
á geldstöðunni þá aukist magn
streituvaka í blóði þeirra sem hefur
áhrif á kálfinn í móðurkviði. Þetta
getur jafnvel leitt til ótímabærs
burðar og jafnvel haft áhrif á
lífsþrótt kálfsins. Vegna þessa er
lögð mikil áhersla á góðan aðbúnað
á þessu tímabili og sérstaklega hjá
kvígum. Þá er aldrei ráðlagt að vera
með kvígur og eldri kýr saman í
geldstíu, vegna hættu á því að það
valdi óþarfa streitu, sérstaklega hjá
kvígunum.
Ungviðið
Auk þess sem kýrin sjálf þarf
að jafna sig er geldstaðan sjálf
afar mikilvæg fyrir kálfinn og
framtíðarhorfur hans. Það er
á þessu tímabili sem mótefnin
myndast í broddmjólkinni og er
magn mótefna, og þar með gæði
broddsins, háð samsetningu
fóðursins sem kýrin étur á
geldstöðunni. Það er því mikilvægt
að gefa kúnum gott fóður og
góða próteingjafa ásamt réttri
steinefnablöndu fyrir kýr í
geldstöðu. Þannig er dönskum
kúabændum ráðlagt að horfa
sérstaklega til steinefnablöndunnar
sem er gefin síðustu vikurnar fyrir
burðinn, en sýnt hefur verið fram
á að það hefur ekki einungis góð
áhrif á lága tíðni bæði dulins og
sýnilegs doða en einnig á lífskraft
kálfsins við fæðingu. Þá tryggir
rétt jafnvægi á próteinum og orku
í fóðrinu að broddurinn verður af
réttum gæðum við fyrstu mjaltir.
Mjaltirnar
Í burðaraðstöðunni ætti að vera
hægt að mjólka kúna eins fljótt og
auðið er eftir burðinn. Það eru tvær
megin ástæður fyrir þessu:
Sú fyrri er að því fyrr sem
kýrin er mjólkuð, þeim mun betri
verða gæði broddsins þar sem
broddurinn þynnist út þegar kýrin
byrjar að framleiða mjólkina. Hin
ástæðan fyrir því er sú að þarmar
kálfsins geta tekið upp mikið magn
mótefna fyrstu tímana eftir fæðingu
en svo hægist hratt á þessari virkni
þarmanna. Því fyrr sem kálfurinn
fær broddinn, því betra verður það
fyrir líf og heilsu hans.
Þýtt og endursagt upp úr
Goldkoens ABC eftir Lars
Kousgaard, Magasin Kvæg,
júní 2016.
Áður en kýrin er gelt upp er mikilvægt
að taka spenasýni til þess að geta metið
hvort meðhöndla eigi með geldstöðulyfjum
eða ekki.“