Bændablaðið - 03.11.2022, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. nóvember 2022
Orðin sjálfbær og sjálfbærni hafa
verið áberandi í umræðunni á
síðustu árum. Þessi hugtök eru
gjarnan sett í samhengi við nýtingu
náttúruauðlinda eða umhverfismál,
en hafa jafnframt gildi í félagslegu
og hagrænu samhengi.
Sjálfbærni
má skilgreina
sem lokað kerfi
þar sem verið er
að mæta þörfum
samtímans með
breytingum og/
eða vexti í
umhverfi, efna-
hagslífi og/eða
samfélagi án þess að fara út fyrir
endurnýjanleg takmörk á nýtingu
auðlinda og án þess að draga úr
möguleikum komandi kynslóða.
Landbúnaður er ekki undanskilinn
því að tengjast hugtökum um
sjálfbærni. Algengt er að sjá orðin
sjálfbær landbúnaður eða sjálfbærni
í landbúnaði á prenti og í orði t.d. í
skýrslum, blaðagreinum og viðtölum
ýmiss konar, en einnig má þau finna í
lögum og reglugerðum og pólitískum
stefnumótunum. Það kemur m.a.
skýrt fram í landbúnaðarstefnunni
„Ræktum Ísland“, þar sem strax á
fyrstu síðum er talað um „framtíð
og sjálfbærni íslensks landbúnaðar“,
og í landbúnaðarkafla stefnuskrár
núverandi ríkisstjórnar segir að
við endurskoðun búvörusamninga
verði lögð áhersla á að tryggja
fæðuöryggi með því að styrkja
og fjölga stoðum landbúnaðar
á grunni sjálfbærrar nýtingar í
þágu loftslagsmála, umhverfis-
og náttúruverndar og fjölbreytni
í ræktun. Þá segir í skýrslum
Matvæla- og landbúnaðarstofnunar
Sameinuðu þjóðanna (FAO)
að sjálfbær landbúnaður sé eitt
af lykilaðgerðum til að tryggja
fæðuöryggi í heiminum. Jafnframt
hefur almennt verið viðurkennt af
helstu stofnunum heims að sjálfbær
landbúnaður sé ein af lykillausnum
í loftslagsmálum.
Af ofangreindu má sjá og draga
þá ályktun að öll skynsemi liggur
í að stunda sjálfbæran landbúnað,
sérstaklega á tímum eins og í dag
þegar hækkanir á aðkeyptum
aðföngum, t.d. áburði og olíu, hafa
verið gríðarlega miklar undanfarna
mánuði. Einnig er á sama tíma verið
að senda skilaboð til bænda þar
sem þeir eru hvattir til að framleiða
matvæli til að tryggja fæðuöryggi
þjóðarinnar. Þá hefur líka verið
lögð mikil áhersla á þátttöku bænda
í aðgerðum í loftslagsmálum,
en þátttakendur í verkefninu
Loftslagsvænum landbúnaði eru
hvattir til að auka sjálfbærni í
búrekstri sínum.
Þrjár stoðir sjálfbærs
landbúnaðar
Sjálfbær landbúnaður byggir á
heildstæðri nálgun þar sem horft er
til þriggja meginstoða hvað varðar
markmið og áherslur. Þessar þrjár
stoðir fléttast hver um aðra og
tengjast innbyrðis þannig að þegar
hriktir í einni stoð verða hinar
samhliða veikari.
Þessar stoðir eru:
• Umhverfi
• Samfélag
• Búrekstur
Jafnvægi milli þessara stoða ýtir
undir seiglu í náttúru, samfélagi og
rekstrarumhverfi bænda.
Umhverfisstoðin: Þessi stoð er
sennilega hvað best kynnt bæði
á prenti og í orði og oft það eina
sem menn tengja við í umræðunni
um sjálfbæran landbúnað. Með
sjálfbærum landbúnaði er lögð
áhersla á að nýting náttúrulegra
auðlinda sé í jafnvægi, vistkerfi
beri ekki skaða af nýtingunni og
náttúrulegir ferlar viðhaldi eðlilegri
hringrás og endurnýjun. Notkun
stuðli að því að líffræðilegur
fjölbreytileiki í umhverfinu
viðhaldist og auðlindir verði ekki
ofnýttar, t.d. með ofbeit búfjár eða
þaulrækt. Jafnframt er lögð áhersla
á virkt hringrásarhagkerfi þar sem
lífræn efni eru nýtt innan hringrásar
og að spornað sé við sóun með því
að flokka, endurnýta og endurvinna
þann úrgang sem til fellur á búi og
heimili.
Samfélagsstoðin: Í sjálfbærum
samfélögum er rík áhersla lögð á
mannleg og félagsleg gildi sem
skapa lífshamingju og möguleika
til náms og starfa án aðgreiningar
af nokkru tagi. Samfélagsleg
verðmæti byggja fyrst og fremst
á þeim mannauði sem þar er til
staðar og viðheldur grunnstoðum
samfélagsins gangandi og samstöðu
meðal íbúa. Einn af lykilþáttum
í sjálfbærum landbúnaði er að
samvinna sé á milli bænda og að
þeir deili skoðunum sínum og
þekkingu sín á milli. Æskilegt er að
landbúnaður sem er stundaður falli
vel inn í samfélagið og hvert bú styðji
við annað og aðra atvinnustarfsemi
samfélagsins. Stækkun búa og
einhæfni í landbúnaði dregur
úr mannþörfum og hætta er
á samdrætti í samfélögum og
ósjálfbærri þróun nema annað komi
í staðinn. Tækifæri þurfa að vera
fyrir ungt fólk og að kynslóðaskipti
séu möguleg á bújörðum. Einnig að
það hafi tækifæri til náms og geti
fundið sér vinnu við hæfi.
Búrekstrarstoðin: Sjálfbær
landbúnaður byggir á stöðugum
efnahag og jákvæðum hagrænum
ábata af búrekstri. Náttúran
er viðskiptafélagi bóndans og
markmiðið í búrekstri ætti að vera
að hámarka framleiðslu miðað við
sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og
sjálfbærni í rekstri. Afkoman byggir
þ.a.l. á gæðum náttúruauðlinda á
bújörðum og því búfé sem þar er
ræktað, auk þekkingar og hæfni
bóndans. Rekstrarreikningar búa
geta verið mælikvarðar á sjálfbærni
í landbúnaði, en breytilegur
kostnaður eykst eftir því sem
sjálfbærni minnkar. Framlegð getur
því gefið vísbendingu um hversu
sjálfbær reksturinn er ef til eru
gögn til viðmiðunar á meðalgildum
og breytileika. Hækkun á helstu
aðföngum t.d. áburði, olíu,
plasti o.fl., sem reiknast allt
sem breytilegur kostnaður á
rekstrarreikningi og hefur áhrif á
framlegð búsins og minnkar bæði
heildarafkomu og sjálfbærni. Dæmi
um sjálfbærni í landbúnaði sem
tekur bæði á búrekstrarstoðinni og
umhverfisstoðinni er góð nýting
búfjáráburðar og annarra lífrænna
áburðarefna sem til falla á búinu
til að takmarka aðkeypt áburðarefni
til að fullnægja þörfum búsins við
öflun fóðurs.
Minna oft meira
Rannsóknir hafa sýnt fram á að
stór bú eru oft ekki sjálfbær. Þau
geta haft neikvæð áhrif á náttúruleg
vistkerfi, búsvæði, heilbrigði
jarðvegs, vatn o.fl., auk þess sem
kostnaður við aukaframleiðslu
umfram sjálfbæra getu þeirra
getur haft þau áhrif að auka
þurfi aðkeypt aðföng á hverja
einingu til að viðhalda eða auka
framleiðslumagn. Þetta orsakast
af því að breytilegur kostnaður í
landbúnaði er ekki alltaf í línulegu
falli af framleiðslu, þröskuldur
getur verið þegar framleiðslumagn
hefur náð hámarki með sjálfbærri
nýtingu náttúrauðlinda og lágmarks
aðkeyptum aðföngum sem þýðir
að til að auka framleiðslu þarf að
auka útgjöld t.d. vegna aukinna
fóðurþarfa, áburðar eða leigu á
túnum svo eitthvað sé nefnt. Þessa
stærð á framleiðslumagni má kalla
„hámarksmagn í sjálfbærni“ og ætti
það að vera markmið hvers bónda
að stilla stærð búsins sem næst
þessum punkti.
Í rekstrargreiningarverkefnum
RML hefur komið fram að mikill
breytileiki er á framlegðarstigi
á milli búa. Hluti hefur verið
útskýrður með mismun í
bústjórn og aðstöðu, en hluti er
óútskýrður og má e.t.v. heimfæra
að einhverju leyti á mismun í
sjálfbærni búrekstrar. Þarna eru
e.t.v. tækifæri fyrir bændur og full
ástæða til að hvetja þá til að rýna
í kostnaðarreikninga til að finna
„hámarksmagn í sjálfbærni“ fyrir
sitt bú.
Sigurður Torfi Sigurðsson,
ráðunautur á rekstrar-
og umhverfissviði hjá RML.
Þegar haustið fer að minna
hressilega á sig með lægðagangi,
kulda og rigningum er tilvalið
að nýta góðviðrisdagana inn
á milli til þess að undirbúa
garðinn fyrir veturinn.
Eitt það sem þarf að útbúa
tímanlega fyrir fyrsta skammt
af snjó er að skýla viðkvæmari
tegundum og plöntum sem hafa
kalið óþarflega mikið síðustu
vetur. Algengast er að sígrænum
gróðri sé skýlt og þá helst þeim
tegundum sem eru tæplega
nógu harðgerðar fyrir íslenskt
veðurfar. Það vill enginn sjá
sígrænu plönturnar sínar rauðar
á lit að vori.
Vetrarskýling trjáa og runna
En hvernig berum við okkur
að við að skýla plöntum fyrir
veturinn? Til verksins þurfum
við 3-4 timbur- eða járnstaura
fyrir hverja plöntu, striga og
að lokum bensli (strappa) eða
heftibyssu. Ef við tökum sem
dæmi 1,30 m háan garðaýr
(Taxus x media) sem þarf að
skýla þá er byrjað á að reka niður
staura umhverfis plöntuna. Þeir
geta verið þrír eða fjórir eftir
lögun og stærð plöntunnar en
mikilvægt er að huga að því að
þegar strigi er stekktur utan á
staurana að þeir haldi létt við
greinar plöntunnar án þess að
þrengja um of að henni.
Garðaýr er jafnan aðeins
mjórri ofan til en að neðan og
þá er gott að láta staurana halla
aðeins inn í átt að toppnum án
þess þó að þeir snertist efst. Því
næst vefjum við striganum utan
um staurana og plöntuna þannig
að hann liggi vel niðri við jörð
og greinar garðaýrsins sveigist
upp með striganum. Ef við
notum timburstaura er hægt að
hefta strigann fastan við staurana
með heftibyssu en ef við notum
járn- eða málmstaura þarf að nota
ýmist bensli eða vír.
Eins og fyrr segir þarf striginn
að ná vel niður á jörðu svo ekki
blási auðveldlega undir hann
en ekki er ráðlegt að loka með
striga yfir toppinn á plöntunni.
Þar er gott að lofti aðeins um og
með því að hafa opið í toppinn
minnkum við líkurnar á því að
kuldi liggi að plöntunni fram
eftir vori þegar hlýna tekur í
veðri. Tilgangur þess að skýla
plöntum yfir veturinn er að
minnka álag frá skafrenningi
og köldum vindum. Því náum
við fram með því að hafa striga
umhverfis plöntuna á hliðunum.
Mjög lágvaxnar og jarðlægar
tegundir eru auðveldari verkefni
í vetrarskýlingu. Að hausti er
gott að leggja yfir þær trjágreinar
sem munu sjá um að brjóta
aðeins vindinn og auka líkur á
að snjór festist yfir plöntunum.
Bestu greinarnar í þetta eru
af sígrænum plöntum s.s. furu
eða greni þar sem þær mynda
þétta hulu.
Gott er að skorða greinarnar
vel af þannig að tryggt sé að
þær fjúki ekki í burtu þegar
vindurinn blæs. Það er hægt
að gera með því að grafa enda
þeirra aðeins niður í jarðveginn
og jafnvel leggja 2-3 greinar yfir
á móti hver annarri og flækja
þeim saman.
Fjölærar plöntur
Yfirleitt er ekki eins mikilvægt
að skýla fjölæringum. Ágætt ráð
er að skilja visin lauf og stöngla
eftir á plöntunum og fjalægja þau
ekki fyrr en vorar á ný.
Þá fá plönturnar náttúrulegt
skjól sem nægir til að hlífa
þeim fyrir næðingum og fyrstu
frostum. Lauf af grasflötinni
mætti raka inn undir trjá- og
runnabeð til skýlingar.
Talsvert af smádýrum dvelur
í þessum laufmassa og nýtur
skjólsins, og þegar vorar fara
ánamaðkar og fleiri tegundir
að brjóta efnið niður og smærri
örverur hefja niðurbrot þess, sem
að sínu leyti gerir jarðveginn
næringarmeiri og betri.
Safnhaugurinn
Varla er hægt að búast við að virkni
safnhaugsins haldist að ráði yfir
hörðustu vetrarmánuðina. Samt
er rétt að setja allt úrgangslauf
sem til fellur í safnhauginn að
hausti. Það nýtist þegar hlýnar
og gefur ágætan næringarauka
í beðin. Það er sem sé óþarfi
að fjarlægja lífrænt efni úr
garðinum, allt kemur að notum.
Ágústa Erlingsdóttir,
brautarstjóri skrúðgarðyrkju
á Reykjum.
GARÐYRKJAN
Undirbúum garðinn
fyrir veturinn
Algengast er að sígrænum gróðri sé skýlt og þá helst þeim tegundum sem
eru tæplega nógu harðgerðar fyrir íslenskt veðurfar. Mynd / Guðríður Helgadóttir
Sigurður Torfi
Sigurðsson.
Sjálfbærni í landbúnaði:
Náttúra, samfélag og
hagrænn ávinningur
Búrekstur
Umhverfi
Samfélag
Sjálfbær
landbúnaður