Bændablaðið - 03.11.2022, Side 49

Bændablaðið - 03.11.2022, Side 49
49 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. nóvember 2022 Fallegir jólalegir sokkar prjónaðir úr Drops Nord DROPS Design: Mynstur no-051 Stærðir: 35/37 (38/40) 41/43 - Lengd fótar: 22 (24) 27 cm - Hæð á sokk niður að hæl: Ca 17 (18) 19 cm Garn: DROPS NORD (fæst hjá Handverkskúnst) - Skógargrænn nr 19: 100 (100) 100 g - Perlugrár nr 03: 50 g í allar stærðir Prjónar: Sokkaprjónar nr 2,5 eða sú stærð sem þarf til að fá 26 lykkjur x 34 umferðir = 10x10 cm LEIÐBEININGAR-1 (á við um marglitt mynstur): Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað. LEIÐBEININGAR-2 (á við um hæl): Til að styrkja hælinn er hægt að prjóna allan hælinn og hælúrtökuna með 2 þráðum þannig: Notið þráð bæði innan úr og utan með dokkunni og prjónið 1 lykkju til skiptis með sitt hvorum þræðinum. Með þessu þá færðu aðeins þykkari hæl án þess að prjóna með tvöföldum þræði. ÚRTAKA-1 (á við um mitt aftan á sokk): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 4 lykkjur eru eftir að prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki situr mitt í þessum 4 lykkjum), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= fækkað um 2 lykkjur). ÚRTAKA-2 (á við um tá): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við hvort prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru að prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= fækkað um 2 lykkjur). HÆLÚRTAKA: Umferð 1 (rétta): Prjónið slétt þar til 7 (8) 8 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið við. Umferð 2 (rangan): Prjónið brugðið þar til 7 (8) 8 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi hana brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið við. Umferð 3 (rétta): Prjónið slétt þar til 6 (7) 7 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið við. Umferð 4 (ranga): Prjónið brugðið þar til 6 (7) 7 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið við. Haldið áfram með úrtöku alveg eins með því að prjóna þar til eftir er 1 lykkju færri áður en 1 lykkju er lyft af prjóni, þar til 14 (14) 16 lykkjur eru eftir á prjóni. SOKKUR: Fitjið upp 72 (80) 80 lykkjur á sokkaprjóna nr 2,5 með perlugrárum í DROPS Nord. Prjónið 1 umferð sléttprjón. Prjónið síðan stroff hringinn (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) allt 3 cm. Prjónið 3 umferðir sléttprjón og fækkið jafnframt um 8 lykkjur jafnt yfir í fyrstu umferð = 64 (72) 72 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð (= mitt að aftan). Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu – prjónamerkið er notað síðar þegar fækka á lykkjum mitt aftan á sokknum. Sjá LEIÐBEININGAR-1 og prjónið A.1 hringinn (= 8 (9) 9 mynstureiningar á breidd með 8 lykkjum). Þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð til loka á hæðina, prjónið sléttprjón með litnum skógargrænn. JAFNFRAMT í 2. umferð er fækkað um 0 (4) 0 lykkjur jafnt yfir = 64 (68) 72 lykkjur. Þegar stykkið mælist 7 cm, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚRTAKA-1. Fækkið lykkjum svona með 2 (2½) 2½ cm millibili alls 5 sinnum = 54 (58) 62 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist 17 (18) 19 cm frá uppfitjunarkanti (eða að óskaðri lengd á legg). Prjónið hæl: Haldið eftir fyrstu 13 (14) 15 lykkjum á prjóni fyrir hæl, setjið næstu 28 (30) 32 lykkjur á þráð án þess að prjóna lykkjurnar (= mitt ofan á fæti) og haldið eftir síðustu 13 (14) 15 lykkjum á prjóni fyrir hæl = 26 (28) 30 lykkjur fyrir hæl. Klippið þráðinn. Sjá LEIÐBEININGAR-2 og prjónið sléttprjón fram og til baka yfir hællykkjur með litnum skógargrænn í 5 (5½) 6 cm. Setjið eitt prjónamerki mitt í síðustu umferð – prjónamerkin eru notuð síðar til að mæla lengd á fæti frá. Prjónið HÆLÚRTAKA – sjá útskýringu að ofan. Eftir hælúrtöku er næsta umferð prjónuð þannig: Prjónið sléttprjón yfir 14 (14) 16 hællykkjur, prjónið upp 13 (14) 16 lykkjur meðfram hlið á hæl innan við 1 kantlykkju, prjónið sléttprjón yfir 28 (30) 32 lykkjur af þræði ofan á fæti og prjónið upp 13 (14) 16 lykkjur meðfram annarri hlið á hæl innan við 1 kantlykkju = 68 (72) 80 lykkjur. Prjónið að miðju undir hæl, umferðin byrjar núna hér. Setjið 1 prjónamerki hvoru megin við 28 (30) 32 lykkjur mitt ofan á fæti. Prjónið sléttprjón hringinn – JAFNFRAMT er lykkjum fækkað hvoru megin við 28 (30) 32 lykkjur á fæti þannig: Prjónið 2 síðustu lykkjur á UNDAN 28 (30) 32 lykkjum á fæti slétt saman og prjónið 2 fyrstu lykkjur á EFTIR 28 (30) 32 lykkjum á fæti snúnar slétt saman (= fækkað um 2 lykkjur). Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 8 (8) 10 sinnum = 52 (56) 60 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 14½ (15½) 17½ cm frá prjónamerki fyrir hæl – mælt undir fæti. Nú eru eftir ca 7½ (8½) 9½ cm til loka máls. Mátið e.t.v. sokkinn og prjónið að óskaðri lengd. Prjónið 1umferð sléttprjón þar sem aukið er út um 4 (0) 4 lykkjur jafnt yfir = 56 (56) 64 lykkjur. Prjónið nú A.2 hringinn (= 7 (7) 8 mynstureiningar á breidd með 8 lykkjum). Þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð til loka á hæðina, mælist stykkið ca 18 (19) 21 cm frá prjónamerki á hæl – mælt undir fæti (nú eru eftir ca 4 (5) 6 cm til loka máls – prjónið e.t.v. sléttprjón með litnum perlugrár að óskuðu máli fyrir tá). Takið frá eldri prjónamerki og setjið 1 nýtt prjónamerki í hvora hlið á sokknum þannig að það verða 28 (28) 32 lykkjur bæði ofan á og undir fæti. Prjónið sléttprjón hringinn með litnum perlugrár og fækkið lykkjum fyrir tá hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚRTAKA-2 (= fækkað um 4 lykkjur). Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 5 (8) 10 sinnum og síðan í hverri umferð alls 5 (2) 1 sinnum = 16 (16) 20 lykkjur eftir. Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar slétt saman 2 og 2 = 8 (8) 10 lykkjur eftir. Klippið þráðinn, þræði í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel. Prjónið hinn sokkinn alveg eins. HANNYRÐAHORNIÐ Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Leyniofurhetja! FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Nafn: Íris Katla Ásgeirsdóttir. Aldur: 6 ára Stjörnumerki: Tvíburi Búseta: Seltjarnarnes Skóli: Mýrarhúsaskóli Skemmtilegast í skólanum: Að fara í Sprota Uppáhaldsdýr: kisa Uppáhaldsmatur: KFC Uppáhaldslag: Shut down með Blackpink Uppáhaldsbíómynd: Minions Fyrsta minning: Þegar ég var 2 ára og það var lúlla með pabba og ég vildi ekki fara að sofa. Ég vildi ekki lúlla með pabba heldur með mömmu. Hvað finnst þér skemmtilegast: Að fara í afmæli. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór: Ég veit það ekki, en ég er sko í alvöru leyniofurhetja. Hvað er það mest spennandi sem þú hefur gert: Að fara í óvissuferð og mamma og pabbi plötuðu okkur að við ætluðum á fuglasafn en við fórum svo í Bláa lónið. Næsti viðmælandi okkar er: Gunnhildur Jara Tryggvadóttir. Við minnum á að þeir sem hafa áhuga á að vera með, mega hafa samband við sigrunpeturs@bondi.is. SUDOKUÞRAUTIR Bændablaðsins Þung Þyngst Létt Miðlungs Skógarfjör

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.