Bændablaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 81

Bændablaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 81
81Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 Hreinleikamat Það næsta sem gott er að gera er að skoða hve hreinn feldur kúnna er. Séu óhreinindi á lærum eða hala bendir það til þess að betur megi fara í bústjórninni og gæti þar verið um að ræða skort á undirburði eða ranglega stilltar innréttingar. Séu óhreinindin aðallega á leggjum bendir það til þess að flórarnir séu ekki alveg nógu vel hannaðir eða útmokstur á skít frá flórum ekki rétt framkvæmdur. Þegar kýr eru aftur á móti skítugar á bæði júgrum og kvið, þá þarf verulega að skoða málin enda er beint samhengi á milli slíkra óhreininda og júgurheilbrigði svo enginn ætti að sætta sig við slíkt. Spenarnir Ástand á spenum og sérstaklega spenaendum er annað atriði sem vert er að gefa gaum. Flestar kýr eru mjólkaðar tvisvar til fjórum sinnum á dag, eftir því hvaða mjaltatækni er notuð, og eru spenarnir og spenaendarnir því undir töluverðu álagi. Séu mjaltatækin ekki rétt stillt eða vinnubrögð við mjaltirnar rangar, t.d. of lítill undirbúningur kúnna fyrir mjaltir, þá sést það oft fljótt á gæðum spenaendanna. Þess vegna er einkar gagnlegt að fylgjast með ástandi þeirra og ef margir spenaendar eru t.d. svolítið útstæðir bendir það til þess að bregðast þurfi við. Skíturinn Skítur kúnna segir ótrúlega mikið um ástand hjarðarinnar og reyndar einstaklinganna líka. Það getur þó verið varasamt að einblína á einstakar kýr og skítinn frá þeim því það getur verið dagamunur á kúnum. Sé aftur litið heilt yfir hjörðina og lögun skíts og áferð skoðuð, gefur það afar góða mynd af því hvernig fóðrun er háttað og því hvernig meltingarvegir kúnna hafa það. Þannig bendir t.d. þurr skítur og kögglaður eða mjög blautur og þunnur hjá mjólkurkúm til þess að efnainnihald fóðursins sem gripirnir eru að éta sé ekki rétt Enn fremur má taka skítasýni og skola það eftir kúnstarinnar reglum og fá þá innsýn í meltinguna og hvernig kúnum gengur að nýta hráefnin í fóðrinu sem best. Göngulag Hvernig kýr ganga, þ.e. hvernig göngulag þeirra er og útlit þegar þær ganga, segir töluvert um ástand kúnna og raunar um fjósið sjálft. Þannig sýna kýr það berlega þegar þeim finnst undirlagið vera of hált og verður gangurinn þá varkár og skrefin oft mjög stutt. Þá sjást oft á slíkum gólfum merki um að kúm hafi skrikað fótur t.d. þegar langar strokur sjást á gólfinu. Þetta er skýrt merki um að gólfgerðina megi bæta. Göngulagið segir líka margt um ástand fóta og svokallað heltismat gefur til kynna hvort með bústjórninni hafi tekist að hlúa nógu vel að kúnum og klaufheilsu þeirra. Ef kýr sem ganga um skjóta samhliða upp kryppu bendir það skýrt til þess að þær séu að hlífa einhverjum fæti og með því að reyna að létta af þunga sínum á viðkomandi fót. Þetta geta þær einnig gert þegar þær standa kyrrar. Með því að fylgjast með þessu má því sjá nokkuð auðveldlega hvort einhverju sé ábótavant á þessu sviði. Holdafar Holdafar kúa er skýrt og greinilegt merki um gæði fóðrunar og hirðingar á kúm og ættu allir bændur að kunna góð skil á holdastigun. Holdafar er vissulega misjafnt hjá kúm eftir stöðu á mjaltaskeiði og á að vera það en sé misbrestur á þessu gefur það til kynna að bæta þurfi fóðrun og umhirðu kúnna og mögulega flokkun þeirra í mismunandi hópa sé hjörðin nógu stór til þess. Át- og drykkjarhegðun Að lokum má nefna að át- og drykkjarhegðun kúa segir einnig töluvert um bústjórnina. Þannig er t.d. hægt að sjá á áthegðun kúa hvort fóðrið henti þeim vel eða ekki. Kýr sem hnusa mikið í fóðrinu og grafa snoppuna niður í fóðurstrenginn gefa með því til kynna að eitthvað gómsætt sé að finna þarna og því leita þær það uppi. Það er ekki ákjósanlegt að kýrnar geri þetta enda á fóðrunin að byggja á ákvörðun bóndans en ekki kúnna sjálfra. Enn fremur ef einhverjar kýr halda aftur af sér þegar svo til allar aðrar éta, þá bendir það til vandamála. Það gæti verið vegna eineltis, þ.e. hinnar svokölluðu goggunarraðar, og viðkomandi gripur eða gripir treysti sér hreinlega ekki að fóðrinu á meðan einhverjar hærra settar og ráðríkar kýr njóta fóðursins. Þetta skapar ójafnvægi í hjörðinni og þessar viðkvæmu kýr verða óhagkvæmari í rekstri. Oftast liggur skýringin á svona hegðun í því að annaðhvort er fóðrið skammtað of naumt eða það vantar meira pláss fyrir hjörðina við át. Annað dæmi um svipaða stöðu er ef kýr forðast vinsæl drykkjarker eða staði þar sem margar kýr eru komnar saman við drykkjarker. Til þess að sjá svona hegðun þarf þó að hafa góðan tíma fyrir sig enda fátítt að uppgötva þessa hegðun við stutta ráðgjafaheimsókn. Margt fleira mætti tína til við svona yfirlit eins og t.d. jórtrunartíðni, þ.e. hve oft kýr tyggja þegar þær jórtra, nú eða með einfaldri skoðun á fóðrinu til þess að meta það hvort það sé rétt samansett fyrir kýrnar og fleira mætti nefna. Mestu skiptir að setja kýrnar í forgrunn. Þær eru lykillinn að velgengni búanna og ef ástand þeirra og líðan er góð, stóraukast líkurnar á því að það sama muni eiga við um bóndann og búið í heild. KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is ALLAR STÆRÐIR AF CAT RAFSTÖÐVUM Gerðu kröfur - hafðu samband við Karl í síma 590 5125 og kynntu þér þína möguleika. Stöðvar í gám Málið er að kýr gera ekki mikinn mun á fólki, ef rétt hefur verið farið að þeim og þeim sinnt rétt alla tíð.Traust er mikilvægt þegar kýr eru annars vegar enda ef þær eru eitthvað taugastrekktar þá framleiða þær minna af mjólk enda líður þeim ekki vel.“ Dæmi um afar slæma spenaenda. Kýr þurfa gott og hálkulaust undirlag til þess að athafna sig á. Kýr sem eru með einhver fótamein skjóta oftast upp kryppu við gang eða jafnvel þegar þær standa kyrrar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.