Bændablaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 LÍF&STARF Um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar stundaði Einar Guðjónsson, járnsmíðameistari í Reykjavík, tilraunir með lofttæmingu á votheyi. Þegar Einar ætlaði að kynna tæknina á Landbúnaðarsýningunni á Selfossi árið 1978 mætti hann andstöðu ýmissa vélasala sem vildu meina honum þátttöku. Umsjónarmenn sýningarinnar komu honum til varnar og sögðu að ef Einari yrði meinuð þátttaka yrði engin sýning. Mottó Einars var: „Leiðin sem leysir vandann.“ Einar Jónsson, leiðbeinandi hjá velferðarsviði Reykjavíkur, segir að frá því að hann man eftir sér hafi afi hans alltaf verið að smíða úti í bílskúr. „Hann var að vinna og betrumbæta aðal hugðarefni sitt sem var aðferð við lofttæmingu á votheyi. Hann byrjaði á þessu um 1965 og vann að því allt til dauðadags.“ Járnsmiður Einar Guðjónsson fæddist að Vesturholtum undir Eyjafjöllum árið 1903. Átta vikna gamall missti hann föður sinn úr lungnabólgu og fjölskyldan sundraðist. „Afi var sendur að Hvammi til ættingja sinna og ólst þar upp. Rúmlega tvítugur fór hann til Reykjavíkur og bjó þar alla tíð. Þar lærði hann járnsmíði og starfaði sem slíkur við það fag alla tíð og rak lengi vélsmiðjuna Bjarg við Höfðatún.“ Heytankar úr bárujárni „Aðferð afa fólst í því að vera með heytank sem var smíðaður úr bárujárni. Í þá var sett nýslegið gras sem var slegið með sláttukóngi upp í uppítökuvagn. Vagninum var síðan ekið að blásara og grasinu blásið upp í tankinn. Eftir hvern dag var poki úr sterku plasti settur yfir heyið og festur á barm turnsins og allt loft sogað út með loftdælu sem var sett í gegnum miðjan plastdúkinn. Svo var leikurinn endurtekinn þar til turninn var orðinn fullur. Með þessari aðferð þurfti bara að fara eina ferð út á hvert tún til að ná heyjum og var það mikill sparnaður bæði á olíu og tíma.“ Heymygla, heymæði, óþurrka- sumur, hrakin og léleg hey „Afi sagði mér að sem ungur maður hefði hann séð heymyglu, heymæði í mönnum, óþurrkasumur og rosa, hrakin hey og léleg. Og allir að vinna í þurrhey á sama tíma. Með tilraunum sínum vildi hann finna aðferð til að geyma hey eins og nýtt í langan tíma. Hann sagði mér einu sinni að hann hefði að gamni sínu tekið tuggu af nýslegnu heyi og hey úr tankinum frá árinu áður og bar fyrir kú og hún valdi heyið úr tankinum og honum fannst það gæðastimpill á þá vinnu sem hann hafði eytt mörgum árum í.“ Landbúnaðarsýningin á Selfossi 1978 Þegar Einar ætlaði að taka þátt í Landbúnaðarsýningunni á Selfossi árið 1978 mætti hann andstöðu til þátttöku og voru það einkum vélasalar sem seldu heyvinnsluvélar sem vildu banna honum að kynna hugmyndir sínar. Ekki síst vegna þess að aðferð Einars krafðist lítils vélakosts. Sýningarhaldarar komu honum til varnar og sögðu að ef Einari yrði meinuð þátttaka yrði engin sýning. „Afa var komið fyrir niðri í kjallara gagnfræðaskólans á innisvæði sýningarinnar á móti básnum þar sem „töfrasprotinn, framtíðartæki eldhússins“ var kynntur og lag Ladda „Gibbí, gibbí gaman“ hljómaði allan daginn.“ Einar segir að á sýninguna hafi þýskur prófessor frá þarlendum landbúnaðarháskóla heimsótt bás afa síns og sagt síðar í blaðaviðtali að það sem hann sá hjá Einari hefði verið það merkilegasta sem hann hefði séð á sýningunni. „Þeir ræddust lengi við og á kvikmynd sem faðir minn tók af þeim er prófessorinn að lýsa aðferðinni inn á segulband af mikilli innlifun.“ Reynsla á Nýjabæ Einar gerði tilraunir með aðferðina á nokkrum bæjum, Hvammi, Sauðhúsvöllum og Nýjabæ undir Eyjafjöllum og á Brúarlandi á Mýrum. Í Morgunblaðinu 23. nóvember 1975 er viðtal við Leif Einarsson, bónda í Nýjabæ, þar sem hann lýsir reynslu sinni af lofttæmingunni eftir að hafa reynt hana í þrjú ár. „Í sumar heyjaði ég í turninn í þriðja sinn og hafði þá rekið mig á einkum tvennt, sem ég þurfti að aðgæta, í fyrsta lagi að láta í turninn aðeins nýslegið hey og í öðru lagi að lofttæma eins fljótt og hægt var að hverri hirðingu lokinni. Því keypti ég mér í vor sláttutætara og vagn, en sláttutætarinn slær upp á vagninn. Áður hafði ég slegið fyrir hverja hirðingu í turninn og oft of mikið, þannig að það hey skemmdist, hitnaði í því og lá stundum til skemmda. Einnig fannst mér eins og með aðra votheysverkun að bezt væri að hirða í turninn grasþurrt hey, en það var aldrei hægt í sumar og verður því spennandi að vita hvernig verkunin á heyinu verður í vetur. Sumarið 1974 byrjaði ég að heyja í turninn seinni partinn í júní og á 9 dögum fyllti ég hann með 5 fyllingum, en það er einmitt einn af kostunum með þessari heyverkunaraðferð, að það er hægt að halda stöðugt áfram, því með lofttæmingunni sígur heyið svo hratt, – þjappast svo vel saman.“ Ekki er annað að lesa en reynsla Leifs af aðferðinni og af grasinu sem fóður sé góð. „Kýrnar sækjast beinlínis eftir þessu fóðri og er þar ekkert annað fóður sem ég veit um til samjöfnunar. Jafnhliða þessari heyverkun er ég með þurrhey og sýruverkað vothey, svo ég hef nokkurn samanburð. [ . . .] Af þessu góða heyi í fyrravetur gaf ég 30 kúm frá miðjum desember í annað málið og entist það fram í miðjan apríl. Minnkaði ég fóðurbætisgjöf um helming og fann ég ekki að það kæmi að sök, en þegar ég hætti að gefa þetta fóður og gaf aðeins þurrhey minnkaði nytin í kúnum um 20% þótt ég yki fóðurbætisgjöf og reyndi að vanda til fóðursins eins og bezt ég kunni.“ Tilraun með fóðurgjöf „Afi vildi gera bændum kleift að spara í rekstrinum, bara eina ferð út á tún í stað fjögurra eða sex. Það þætti nú góður sparnaður nú til dags eins og olían kostar í dag og plastdúkinn, hann var hægt að nota aftur og aftur. Hann var einnig farinn að vinna að tækni sem átti að auðvelda gjöf úr tankinum. Tilraun með þá tækni var gerð á Sauðhúsvöllum en þar var súrheysgryfju breytt og móttökuhólf fyrir votheyið sett við hvorn sinn fóðurganginn. Tækið sem losaði heyið í tanknum var ekki ósvipað og stór garðsláttuvél. Fremst á því var vals með tindum sem rótuðu upp heyinu. Blásari sem var staðsettur utan við gryfjuna sogaði heyið upp í barka og blés því inn í móttökuhólfin og með skiptiventli var hægt að stjórna í hvort hólfið heyið fór.“ Ilmurinn svo indæll „Ég eyddi mörgum stundum úti í skúr hjá afa þegar hann var að smíða þessi tól og tæki sem þurfti í þessar tilraunir. Oft var ég klæddur í gamlan slopp með marguppábrotnar ermar og orðinn svartur á höndunum af því að meðhöndla þetta járnadót, og hafði gaman af. Allt í tankana var smíðað í skúrnum og þeir settir saman í einingar úti í garði á þar til gerðum grindum. Fyrir tíu ára polla var þetta heilmikið ævintýri. Upp úr 1983 fór smám saman að draga úr kraftinum og tilraunum afa þegar heilsan fór að gefa sig. En mikið hafði ég gaman af því þegar ég var fjósamaður hjá góðum vinum mínum vestur í Arnardal að þegar ég opnaði fyrstu rúlluna sem ég kom nálægt og upp steig sami góði ilmurinn og var úr heyprufunum sem afi var svo oft með og leyfði mér að þefa af.“ /VH Heyverkun: Vélasölum leist ekki á samkeppnina – Tilraunir með að lofttæma vothey á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar Einar Guðjónsson framan við tankinn í Hvammi. Myndir / Jónas Þórðarson. Allur vélakosturinn sem þurfti í heyskapinn. Blásarinn á Sauðhúsvöllum. Plastinu komið fyrir og byrjað að lofttæma tankinn í Hvammi. Takið eftir slöngunum sem liggja í blásarann. Tankurinn á Brúarlandi á Mýrum. Í Morgunblaðinu 23. nóvember 1975 er viðtal við Leif Einarsson, bónda í Nýjabæ, þar sem hann lýsir reynslu sinni af lofttæmingunni eftir að hafa reynt hana í þrjú ár. Mynd / Tímatit.is Einar Jónsson, leiðbeinandi hjá velferðarsviði Reykjavíkur og afabarn Einars Guðjónssonar. Mynd / Aðsend
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.