Bændablaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 95

Bændablaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 95
95Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 Sagan hefst árið 1886 þar sem söguhetjan, Þuríður Guðmundsdóttir vinnukona, stendur ásamt frændfólki sínu og bíður skips. Hún er á förum til Ameríku, 36 ára gömul. Sagan segir frá ferðalagi hennar vestur en á þeirri ferð rifjar hún upp 16 ára starfsferil sem vinnukona í Skagafirði og Húnavatnssýslum. Fæst í öllum helstu bókabúðum og hjá höfundi: sveinsy47@gmail.com Heimildaskáldsagan Aldrei nema vinnukona er sjálfstætt framhald bókarinnar Aldrei nema kona sem kom út 2020. Vinsamlega hafið samband við Björgvin Guðjónsson, búfræðing og löggiltan fasteignasala í síma 510-3500 og 615-1020 eða á netfangið bjorgvin@eignatorg.is Skipholt 50b, 105 Reykjavík Vegna aukinnar eftirspurnar óskum við eftir bújörðum á söluskrá BORGARPLAST hefur framleitt rotþrær, skiljur og geyma sem hafa margvísleg notagildi fyrir vatn, efnavöru og fleira, í yfir 50 ár. BORGARPLAST sérmíðar risarotþrær, -skiljur og -vatnsgeyma fyrir sveitarfélög og sumarhúsafélög. Borgarplast.is borgarplast@borgarplast.is ROTÞRÆR, VATNSTANKAR OG SKILJUR – MARGAR STÆRÐIR OG TEGUNDIR ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA Í YFIR 50 ÁR Leysum þetta saman Atvinnuhættir landsmanna hafa breyst mikið undanfarin ár, en í dag eru helstu atvinnuvegir landsins ferðaþjónusta, iðnaður og sjávarútvegur. Stærsti hluti vinnuafls sinnir þjónustu, að stórum hluta hjá hinu opinbera s.s. við kennslu á hinum ýmsu skólastigum. Vægi landbúnaðar er þannig orðið hlutfallslega minna, en skiptir samt máli og þá ekki síst í dreifðari byggðum án sjávarútvegs. Landbúnaður er þó sífellt að breytast, mjólkur­ framleiðsla hefur t.d. aukist ásamt alifugla­ og svínarækt og matjurtarækt hefur aukist mikið. Einnig er ferðaþjónusta víða orðin máttarstólpi til sveita, bæði sem gisting, þjónusta og afþreying og skógrækt er orðin viðurkenndur landbúnaður. Sauðfjárrækt hefur á hinn bóginn dregist lítillega saman í magni af framleiddu kjöti og enn meira þegar litið er til fjölda vetrarfóðraðra áa og því sætir furðu að opinberir aðilar séu uppvísir að því að gæta einungis hagsmuna sauðfjárbænda þegar upp koma mál er varða eignarétt og jafnræði á meðal íbúa. Hér áður fyrr báru þeir bændur sem njóta afurðanna, ábyrgð á sínu sauðfé. Almennt skyldu þeir halda sínu fé heima á bæ eða í beitarhólfum þar til því væri sleppt á fjall. Það sama gilti eftir göngur og réttir, þá bar fjáreigendum að halda fénu heima eða í hólfum. En af vondum lögum koma vondir siðir. Við túlkun á þeim (ó) lögum sem haldið hefur verið uppi liðinn áratug, sem umboðsmaður Alþingis úrskurðaði nýlega að samræmist ekki tilgangi fyrri laga né stjórnarskrá, var ábyrgðinni á sauðfé snúið á hvolf. Lögin leiða það af sér að ekki er hirt um girðingar á fjárbúinu sjálfu og fé sleppt út að vori. Sumir bændur spara sér einnig vinnuna við að reka á fjall, enda stunda þeir beitarþjófnað af löndum nábúanna með fulltingi stjórnvalda. Að loknum göngum og réttum er það fé sem fer í sláturhús skilið frá en hinu sleppt út aftur. Þeir sem ekki eiga sauðfé þurfa nú að smala sín lönd í eigin reikning og taka þvingað þátt í kostnaði við smölun á fé í afréttum, sem er svo sleppt aftur út nokkrum dögum síðar. Þeir bera einnig sjálfir skaðann þegar sauðféð eyðileggur skógrækt eða aðra ræktun. Það lýsir því svo hversu sturlað þetta fyrirkomulag er að dæmi er um að bændur tilgreini jarðir nábúanna sem sín beitilönd (án samþykkis) til að uppfylla kröfur „gæðastýringar í sauðfjárrækt“. Skyldur stjórnvalda, bæði ríkis og sveitarfélaga, er að fara að lögum. Þar með talið að verja stjórnar­ skrárvarin réttindi, þá ekki síst með tilvísun til eignarréttarákvæðis og jafnræðisreglu. Hér eru stjórnvöld að brjóta bæði gegn eignarrétti og jafnræðisreglu sumra íbúa sveitarfélagsins en ganga erinda lítils minnihlutahóps sem er þó ekki nema 10­20% af sauðfjárbændum, samkvæmt mati Davíð Sigurðssonar, formanns Byggðaráðs Borgarbyggðar (samkvæmt Fréttablaðinu þann 23. nóvember). Ljóst er að ekki verður lengur unað við óbreytt ástand og því er hér spurt hvort stjórnvöld séu reiðubúin að koma að vinnu með öllum haghöfum, ekki bara þessum litla minnihluta sauðfjárbænda, til að finna lausn sem væri öllu samfélaginu til heilla? Lárus Elíasson, skógarbóndi og verkefnastjóri á Rauðsgili og Þórarinn Skúlason, sauðfjár- og skógarbóndi á Steindórsstöðum. Lárus Elíasson. Þórarinn Skúlason. Kjötframleiðsla í tonnum. Sauðfjárrækt hefur dregist lítillega saman í magni af framleiddu kjöti og enn meira þegar litið er til fjölda vetrarfóðraðra. Mynd /Hagstofa Íslands En af vondum lögum koma vondir siðir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.