Bændablaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 Framleiðsla nautakjöts á Íslandi hefur gengið í gegnum visst breytingaskeið undanfarin fjögur ár. Í ársbyrjun 2018 voru flest sláturhúsin að innleiða EUROP matskerfið sem er vel þekkt í sauðfjárræktinni en einnig var verið að kynna nýtt erfðaefni til leiks. Sambland þessara þátta, þar sem fleiri holdanautablendingar voru komnir í ræktun sem og að EUROP matið sýnir stöðu hvers grips mun nákvæmar en fyrra mat hefur leitt til bættrar ræktunar á íslensku nautakjöti og árangurinn það sem af er ári 2022 sýnir að stefnumótunarmarkmið LK frá árinu 2018 í UN gripum mun að öllum líkindum nást í ár, sex árum fyrr en vonir stóðu til. Ef skýrsla MATÍS um upptöku og áhrif EUROP kerfisins í sauðfjárræktinni er skoðuð kemur það ekki á óvart, en áhrifin á nautgriparæktina voru á svipuðum nótum fljótt á litið. Samhliða upptöku nýs matskerfis var mikil aukning á framboði tollkvóta til innflutnings frá Evrópusambandinu, niðurstaða samninga sem voru kláraðir skömmu áður. Kvótaaukningunni fylgdi ekki mikil breyting á innflutningi fyrst um sinn og því má segja að meira magn innflutningsins hafi rúmast innan kvóta. Þrátt fyrir það lækkaði nautakjöt lítið skv. Undirvísitölu Hagstofunnar Afleiðingin af því virðist hafa verið sú að afurðaverð til nautgripabænda hafi farið niður á við og ekki þarf að leita lengi í Bændablaðinu eða á svæðum nautgripabænda á netinu til að sjá umræður um versnandi afkomu greinarinnar. Á sama tíma reið vissulega heimsfaraldur yfir þar sem að framboð á erlendum mörkuðum breyttist og nú hefur stríðið í Úkraínu sett strik í reikninginn og því hættulegt að horfa á fylgni sem orsakasamhengi en í ár, sem er fyrsta árið þar sem ekki kemur til aukningar kvóta, þá loksins hækkar afurðaverðið skv. VATN vísitölunni. Tíðar hækkanir sláturleyfishafa í vor voru vissulega jákvæðar fréttir en þó er ljóst ef að VATN vísitalan er skoðuð og borin saman við vísitölu neysluverðs að þrátt fyrir hækkanir ársins er VATN vísitalan engu að síður einungis rúmum 6% hærri í október 2022 en hún var í janúar 2018 meðan vísitala neysluverðs hefur hækkað um rúm 25% á sama tíma. Afkoma greinarinnar hefur þannig versnað og á enn töluvert í land með að ná jafnvægi eins og niðurstöður rekstrarverkefnis RML sýndu glögglega. En hið jákvæða er að eftirspurn eftir vörum nautgripabænda hefur sjaldan verið meiri og biðlistar í slátrun nánast horfnir. Leiðrétting ársins á afurðaverðum gerir framtíðina bjartari og grundvöll greinarinnar sterkari. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga óskar eftir að leigja vönduð sumarhús eða orlofsíbúðir fyrir félagsmenn sína. Leitað er eftir húsnæði víðs vegar um landið. Eignirnar þurfa að vera snyrtilegar, fullbúnar húsgögnum og öðrum viðeigandi búnaði. Áhugasamir sendi upplýsingar á hjukrun@hjukrun.is eða hafi samband við skrifstofu í síma 540 6400. Átt þú orlofseign sem þú vilt leigja? Þróun á nautakjötsmarkaði: Ná markmiðum sex árum fyrr FRÉTTASKÝRING 2018 2019 2020 2021 2022* O+ og lakar 93,51% 91,46% 87,28% 86,89% 84,79% R- og betra 6,49% 8,54% 12,72% 13,11% 15,21% *2022 einungis jan-okt. Höskuldur Sæmundsson hoskuldur@bondi.is Þróun undirvísitölu sýnir að verð á nautakjöti hefur hækkað hægt og rólega frá árinu 2018. Á sama tíma og vísitala neysluverðs hefur hækkað um rúm 25% hefur vísitala afurðaverðs til nautgripabænda (VATN) einungis hækkað um 6%. Innflutningur jókst ekki í sama hlutfalli og aukning tollkvóta á árunum 2015 til 2022. Þróun EUROP mats UN nautgripa. Hvatning til kvenna í landbúnaði Nýsköpunarverðlaun fyrir konur í landbúnaði í Evrópusambandinu fóru fyrst fram árið 2010 en þeim var ætlað að varpa ljósi á hundruð nýsköpunarverkefna sem unnin eru á hverju ári í Evrópu af konum í landbúnaði. Evrópusamtök bænda, Copa Cogeca, halda utan um verðlaunin en á næsta ári verða þau veitt í sjöunda sinn og hefur nú verið opnað fyrir skráningu á heimasíðunni womenfarmersaward.eu Yfirskrift verðlaunanna í ár er; „Hún getur ekki verið það ef hún sér það ekki!“ og er einnig ætlað að hvetja fleiri konur til að taka þátt í landbúnaði. Framtíðarsýn fyrir dreifbýli verður í fararbroddi í tengslum við verðlaunin. Vilja Copa Cogeca viðurkenna starfið sem konur hafa frumkvæði að á landsbyggðinni og jákvæð áhrif þeirra þvert á efnahagslega, félagslega og umhverfislega þætti á nærsamfélag sitt. Haft var eftir Lotta Folkesson, einum aðstandenda verðlaunanna hjá Copa, að markmið þeirra sé tvíþætt; annars vegar að skapa vettvang til að varpa ljósi á hvernig konur taka þátt í landbúnaðargeiranum, hvort sem þær eru bændur, verkfræðingar eða vísindamenn. Hins vegar snúast verðlaunin um að skapa fyrirmyndir og hvetja fleiri konur til að velja sér starfsframa í landbúnaði. Frestur til að skila inn tillögum að verðlaunahöfum er til 31. mars 2023 en verðlaunaathöfnin fer fram í október á næsta ári. /ehg 19% af Evrópubúum búa í dreifbýli 50% af þeim mannfjölda eru konur 96% af sveitabæjum í ESB eru fjölskyldubú 30% af framkvæmdastjórum á sveitabæjum í ESB eru konur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.