Bændablaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 102

Bændablaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 102
102 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 Sjálft jólahaldið og undirbúningur þess er nú fram undan og aðventan nýhafin. Sjaldan fá hefðir og sérviska okkar að njóta sín betur á heimilum landsmanna en einmitt um jólin, og íhaldssemin víðast í hávegum höfð. Það á ekki síst við um hvað er á veisluborðum okkar um hátíðarnar, sitt sýnist hverjum hvað þarf þangað að rata, til að gleðileg jólin geti gengið í garð. Eitt eigum við þó flest sameiginlegt, það að íslensk hráefni eru lykillinn að því að allt sé eins og það á að vera, og um leið notalegt og öruggt eins og við erum vön. Hefðirnar eru okkar að nýta, viðhalda notkun á hráefnunum og þróa í rólegum takti. Við hvetjum til þess að hefja undirbúning að jólamatnum snemma, það er margt í sérstaklega meðlæti sem má undirbúa og geyma í kæli í nokkrar vikur. Til dæmis heimalagað rauðkál og súrsað grænmeti sem margir nota með jólasteikinni og smakkast alltaf best heimalagað. Veljum íslensk hráefni þegar það er mögulegt, framleidd eftir ströngum kröfum af íslenskum bændum. Það er líka gott að kunna sér hóf og taka gæði fram yfir magn en sóðaskapur í umgengni við matvörur þar sem þriðji hver munnbiti matvæla á Íslandi endar í ruslinu er okkur ekki endilega til sóma. Við leggjum hér til 6 einfalda rétti til að bera fram um hátíðarnar sem við vonum að þið prófið og njótið með ykkar fólki. Gleðilega hátíð. Forréttir Nautatartar 400 g nautakjöt 1 skallottulaukur 2-3 msk. brauðteningar, stökkir 2 msk. graslaukur, saxaður 1 msk. ólífuolía Laufabrauð, brotið í passlega bita Hreinsið fitu og sinar af nautinu og athugið að hér er óþarfi að velja dýrustu bitana, skerið í litla teninga. Saxið skallottulauk og graslauk fínt og blandið við nautið ásamt olíunni. Smakkið til með salti og pipar. Bætið nokkrum brauðteningum saman við rétt áður en rétturinn er borinn fram á laufabrauði. Létt grafin og hægelduð bleikja með fennel-hrásalati og gúrkusósu 1 flak fersk bleikja 2 msk. salt 1 msk. sykur ½ sítróna, fínt rifinn börkur 1 tsk. kórianderfræ (má sleppa) 1 msk. matarolía Hreinsið bleikjuna og snyrtið flakið ef þarf. Blandið salti og sykri vel saman og stráið í botninn á fati, á svæði sem er passlegt fyrir flakið, og bætið helmingnum af sítrónuberkinum og kórianderfræjum við. Leggið flakið með roðhliðina niður og stráið afgangnum af salti-sykur blöndunni, sítrónuberki og kórianderfræjum ofan á flakið. Látið standa í 20-30 mín. og skolið allt af í köldu vatni og þerrið flakið. Setjið í eldfastan bakka, penslið með olíu og eldið í ofni á 120 °C í u.þ.b. 5 mín. eða þar til kjarnhiti nær 40 °C. Kælið og berið fram með hrásalatinu og gúrkusósu. Ef þið eigið lítinn gasbrennara er tilvalið að taka roðið af og brúna fituna undir roðinu með gasloga rétt áður en rétturinn er borinn fram. Aðalréttir Purusteik, rauðkál, ristað smælki, brasserað fennel og kremuð soðsósa 1,5 kg purusteik Gróft salt Lárviðarlauf Negulnaglar Skoðið fyrst hvort puran er vel skorin og skerið alveg niður í gegnum fituna ef þarf, setjið puruna á hvolf í ofnskúffu með fituna niður, saltið örlítið og hellið köldu vatni í þannig að fitan sé öll á kafi í vatni. Eldið í ofni á 180 °C í 30-40 mínútur. Takið út, hellið vatninu af í pott og geymið fyrir sósuna og snúið kjötinu við. Nuddið vel af grófu salti í raufarnar á fitunni og þeir sem vilja setja lárviðarlauf og negulnagla í raufarnar. Setjið síðan aftur inn í ofninn á 200 °C í ca 30-40 mínútur eða þar til puran verður stökk. Rauðkál 1⁄2 rauðkálshaus 2 dl rauðvínsedik 2 dl rauðvín 2 dl sykur 2 stk. lárviðarlauf 1 kanilstöng 1 tsk. salt 2 msk. smjör Skerið kálið í þunna strimla, setjið allt hráefnið í pott og sjóðið við vægan hita í 1 klst. Ofnbakað smælki 300 g smælki 30 g smjör sjávarsalt Hitið ofninn í 180 °C, sjóðið kartöflurnar þar til eru mjúkar, sigtið vatnið frá og setjið í ofnskúffu. Bætið við smjöri og salti eftir smekk. Bakið í 25 mínútur. Gufusteikt fennel 2 stk. fennel 2 msk. matarolía 2 stk. hvítlauksgeiri ¼ sítróna Salt Skerið fennel í fernt og brúnið á heitri pönnu. Færið í eldfast form, kreistið sítrónusafa yfir og setjið gróft saxaðan hvítlauk í bakkann, setjið 2 dl vatn í bakkann og saltið. Setjið lok eða álpappír yfir og eldið í ofni á 160 °C í 30 mín. Rjómalöguð soðsósa 1 l soð úr ofnskúffunni 3 msk. hveiti 2 dl rjómi Fleytið megnið af fitunni af soðinu, en passið að skilja samt eftir töluvert af fitu. Sjóðið niður um þriðjung, takið af hellunni og leyfið að standa í nokkrar mínútur til að fitan setjist á yfirborðið. Stráið hveitinu yfir svo að fitan taki við og leysi hveitið upp. Þegar hveitið er uppleyst í fitunni, pískið vandlega og sjóðið sósuna í um 10 mínútur. Bætið rjóma saman við og smakkið til með salti og pipar og mögulega ögn af ediki. Lambasteik með kartöflumús, sultuðum rauðrófum og rauðvínssósu. 1 kg lambasteik með fitu 2 msk. olía 2 hvítlauksrif 2-3 kvistir timían 30 g smjör Saltið lambið vel og brúnið í olíunni á pönnu, bætið hvítlauk, timían og smjöri við og ausið vel yfir. Setjið á bakka og eldið í ofni að eigin smekk á 160 °C. Við mælum með því að nota kjarnhitamæli og að lamb fá medium steikingu. Val á bita, þyngd o.fl. hefur áhrif á eldunartímann. Kartöflumús 3 bökunarkartöflur 2 dl rjómi 50 g kalt smjör, í teningum Skrælið og skerið kartöflur í jafnstóra bita, setjið í pott, hellið köldu vatni í og sjóðið þar til kartöflurnar eru mjúkar. Sigtið vatnið frá og maukið kartöflurnar í gegnum kartöflupressu eða gegnum gróft sigti. Setjið rjómann í víðan pott og sjóðið niður um helming, bætið kartöflunum við og hrærið vel saman með sleif, bætið smjörinu við og smakkið til með salti. Rauðvínssósa 1 skallottulaukur 2 dl rauðvín 5 dl lambasoð 40 g smjör Sjóðið rauðvín niður um helming, bætið soðinu við og sjóðið niður um helming. Smakkið til með salti og pipar og pískið smjörið saman við rétt áður en sósan er borin fram. Sultaðar rauðrófur 1 kg rauðrófur 5 dl vatn 5 dl eplaedik 650 g hrásykur 1 rauður chili 1 appelsína, börkur skorinn í strimla og safinn 1 kanilstöng 2 stk. stjörnuanis 5 svört piparkorn 1 tsk. fennelfræ 1 tsk. salt Skolið og burstið rauðrófurnar vandlega og fjarlægið alla mold, sjóðið í 20-30 mín. eftir stærð, þar til eru mjúkar en varist ofeldun, hellið vatninu af, kælið og skrælið. Skerið í sneiðar eða teninga að vild og setjið í hreinar krukkur. Blandið öllum öðrum hráefnum í pott og látið suðuna koma upp. Takið af hitanum og látið bíða í nokkrar mínútur áður en leginum er hellt í krukkurnar. Lokið og geymið í kæli í a.m.k. 3 daga áður en þið notið rauðrófurnar. Eftirréttir Bláberjaskyrmús Stökkir hafrar 100 g hafrar 100 g hveiti 100 g smjör 100 g púðursykur 1 tsk. kanilduft Sjávarsalt Blandið öllu saman í skál og setjið ögn af sjávarsalti með. Dreifið á ofnskúffu og bakið í ofni á 170 °C þar til brúnast fallega. Hrærið reglulega í á meðan til að tryggja að brúnist jafnt. Kælið og setjið 1 msk. í glösin áður en skyrmúsinni er hellt yfir. Geymist vel í nokkrar vikur í loftþéttu íláti. Bláberjamúsin 500 g vanilluskyr 60 g sykur 100 g bláber 1/2 dl rjómi, hitaður í potti 1 matarlímsblað 2 dl rjómi, til að þeyta Setjið skyr og 2 dl af rjóma í hræri- vélarskál og þeytið þar til blandan er orðin létt og loftkennt, varist að ofþeyta. Bætið berjum í hrærivélarskálina og blandið í nokkrar sekúndur. Setjið matarlím í kalt vatn og látið bíða í 5 mínútur, takið það því næst, kreistið megnið af vatninu frá og hrærið matar- líminu við ½ dl af heitum rjóma. Blandið saman við skyrblönduna, setjið í glös og kælið. Rauðvínssoðnar perur með þeyttum rjóma 6 litlar vel þroskaðar perur, skrældar 5 negulnaglar 3 dl rjómi 1 dl Jökla rjómalíkjör Sjóðið upp á víni með sykri og öllu kryddinu. Bætið perum í og setjið lok á pottinn. Sjóðið á hægum hita í 40-60 mín. og snúið reglulega á meðan svo þær eldist jafnt. Takið til hliðar og kælið, sigtið vökvann í annan pott. Sjóðið niður í u.þ.b. 10 mín. eða þar til þykknar og fær sírópsáferð. Blandið rjóma og Jöklu saman og þeytið, berið fram með rjóma og sírópinu. Hafliði Halldórsson haflidi@icelandiclamb.is Jólin í eldhúsinu: Hátíð matarhefða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.