Bændablaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 88

Bændablaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 88
88 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 LESENDARÝNI Kynbætur hrossa: Efling eiginleikanna Íslenski hesturinn kom hingað til lands með landnámsmönnunum. Nýjustu rann sóknir hafa leitt í ljós mikil líkindi erfðaefnis íslenska hestsins og þess hjaltneska sem og mongólska hestsins. Skyldleikinn við norsku hestakynin er hins vegar minni en við hefði mátt búast. Í ljósi landfræðilegrar legu bresku eyjanna og hversu oft landnámsmennirnir fóru þangað í víking, eru tengslin við Hjalt- landshestinn auðskýrð. Hvað skyldleika við mongólska hestinn varðar er skýringuna að finna í víkingaferðum norrænna manna í austurveg. Í ljósi þess hve þröngt var í knörrum landnámsmanna, voru ekki flutt hingað önnur hross en þau sem töldust úrval. Þessi stofn myndaði grunninn að íslenska hestinum sem varðveist hefur hér hreinræktaður, þ.e. án nokkurrar innblöndunar annarra hrossakynja. Fornmenn stunduðu hrossarækt en ekki er minnst á kynbætur annars búpenings. Höfðingjum sögualdar þótti sómi af því að eiga metfé í stóði og enginn búpeningur er jafn oft nefndur í fornritunum og hrossin. Þegar frá leið og að landsmönnum þrengdi efnalega, lognaðist ræktunarstarfið út af og náttúruúrval varð svo gott sem allsráðandi. Hestarnir hafa á öllum öldum Íslandsbyggðar haft sérstöðu meðal búpenings þjóðarinnar og ekkert húsdýranna stóð manninum nær en hestarnir auk hundsins. Ísland hefði líka verið óbyggilegt án hestsins. Hann nýttist til ferðalaga um veglaust land sem reið- og trússhestur, burðar- og dráttardýr við bústörfin og akhestur, eftir að kerrur og vagnar komu til sögunnar. Kynbætur Fyrstu skrif um kynbætur hrossa á Íslandi birtust árið 1788 og voru eftir Ólaf Stephensen stiftamtmann. Var það hvatning til landsmanna að bæta hrossin með úrvali og tilraun til að marka ræktunarstefnu. Lítið mjakaðist þó lengi vel og var það raunar ekki fyrr en upp úr aldamótunum 19-hundruð sem málin fóru að komast á nokkurn skrið. Þunginn í ræktunarstarfinu hefur svo aukist eftir því sem á hefur liðið. Í sinni einföldustu mynd má segja að tilgangur búfjárkynbóta sé að bæta erfðahópinn sem í hlut á með úrvali en lágmarka um leið skyldleikarækt. Það er að ná fram kynbótaframför í átt að settu kynbótamarkmiði. Hversu mikil kynbótaframför næst ræðst af því hversu stíft er valið úr stofninum, hversu öruggt úrvalið er og stærð erfðabreytileikans sem metinn er í stofninum. Árleg kynbótaframför er svo í öfugu hlutfalli við lengd ættliðabilanna. Það sem við metum eða mælum er það sem kallast svipfar eiginleikans, en eiginleikar hestsins eru oftar en ekki það sem kallast metnir eiginleikar, svipfarið samanstendur af erfðum og umhverfisáhrifum. Í ræktunarstarfi hefur lengst af verið byggt á tveimur megin nálgunum; annars vegar einföldum erfðum (mendelskar erfðir) þar sem örfáir erfðavísar ráða öllu um útkomuna, s.s. erfðir lita, og hins vegar á samleggjandi erfðum. Þá ráða samleggjandi áhrif fjölmargra erfðavísa eðlisfari eiginleikans sem um ræðir, s.s. gangtegundir. Öll vinna á sviði samleggjandi erfða byggist á feiknamikilli tölfræði og sá heimur opnaðist því ekki að fullu fyrr en við tilkomu stórvirkrar tölvutækni. Á allra síðustu árum hefur svo opnast enn ný gátt sem er erfðamengisúrval sem töluvert hefur verið fjallað um í fréttum samfara því að aðferðin hefur verið tekin upp í nautgripakynbótum hér á landi. Íslensk hrossarækt hefur verið framarlega, á heimsvísu má segja, allt frá árinu 1986 en þá var tekin upp hér ný aðferð til að reikna út kynbótamat (mat á gæðum erfðaeðlis hrossanna), svokölluð BLUP-aðferð. Nýr heimur erfðamengisúrvals virðist fljótt á litið lokaður hrossaræktinni því mun nærtækara er að hagnýta aðferðina við ræktun mældra eiginleika en metinna, þeir mældu ráðast oftar af sætum sem greina má í erfðaefninu. Nýjustu rannsóknir gefa þó vonir um að aðferðin geti nýst í hrossakynbótunum og þegar er eitt slíkt sæti þekkt sem er hinn svokallaði gangráður sem ræður því hvort hross geti skeiðað. Mögulegar kynbætur fyrir blóðnytjum Í gögnum sem Ísteka greindi frá í nýútgefinni skýrslu fyrirtækisins um starfsemina á árinu 2022 sést að markviss viðleitni til að velja úr þær hryssur sem eru afurðamestar í blóðnytjunum og setja frekar á unghryssur undan þeim, hefur bersýnilega leitt til aukinnar framleiðslu í þeim stóðum þar sem þetta er gert. Þetta sýnir að eiginleikinn sem verið er að vinna með er arfbundinn en á ákveðnu skeiði meðgöngu myndast í legi fylfullra hryssna sérstakt hormón. Umrætt hormón er sykruð próteinsameind og nefnd Pregnant Mare Serum Gonadotropin (PMSG). Frjósemishormón þetta er mikilvægt upp á að meðgangan gangi eðlilega fyrir sig en er algerlega óviðkomandi folaldinu sem undir hryssunni gengur. Rannsóknir hafa jafnframt leitt í ljós að það hefur engin áhrif á fylið hvort þetta hormón mælist mikið eða lítið, lengur eða skemur í blóði hryssunnar umfram það að myndast í nægjanlegu magni á þessu skeiði meðgöngunnar og þjóni þá lífeðlisfræðilegum tilgangi sínum. Í undantekningartilvikum hefur það jafnvel gerst að það mælist ekki þótt hryssan sé fyljuð og kasti í fyllingu tímans heilbrigðu folaldi. Það er hins vegar mikilvægur framleiðslueiginleiki í blóðnytjunum að hormónið mælist sem lengst. Þessi framleiðslueiginleiki, auk sem mestrar frjósemi, eru lykileiginleikar í búskapnum, auk góðrar hreysti. Þessir tveir síðarnefndu lykileiginleikar; frjósemin og hreystin eru að auki grundvallareiginleikar í allri hrossarækt. Ekkert gengur upp svo vel sé, t.d. í ræktun afrekshrossa, sé frjósemi og hreysti ekki til staðar. Mikill erfðabreytileiki er lykilþáttur til viðhalds frjósemi og hreysti í búfjárstofnum. Þess vegna var tekið svo skýrt fram hér framar í greininni, að tilgangur búfjárkynbóta sé að lágmarka skyldleikarækt jafnhliða því sem búfjárstofninn sem í hlut á sé kynbættur. Skyldleikarækt leiðir til einsleitni og minnkar þar með erfðabreytileika. Í ljósi þess sem fram er komið í greininni um hrossakynbætur almennt og mögulegar kynbætur fyrir blóðnytjum sérstaklega, er ljóst að þeir eru á villigötum sem telja að kynbótastarfi með íslenska hestinn gæti staðið ógn af þeirri viðleini að nýta fræðilegar aðferðir enn betur til að auka blóðnytjarnar. Þvert á móti er um gagnlegt starf að ræða. Erfðafjölbreytileiki íslenska hrossastofnsins er aukin og unnið eindregið að því að auka frjósemina sem sannanlega hefur látið undan síga í kynbótastarfinu á umliðnum áratugum. Hér er því um starf að ræða sem er allra hagur sem íslenska hestinum unna. Nú líður að helgum tíðum. Ísteka vill á þeim tímamótum þakka árið sem er að líða og óska lesendum öllum árs og friðar. Kristinn Hugason, samskiptastjóri Ísteka. Kristinn Hugason. „Mikill erfðabreytileiki er lykilþáttur til viðhalds frjósemi og hreysti í búfjárstofnum,“ segir Kristinn m.a. í grein sinni. Mynd / Aðsend Kveðja á aðventu Kæri lesandi, upp er runninn tíminn þegar við njótum sólar í örfáar klukkustundir á hverjum degi. Þrátt fyrir allt þetta myrkur þá er þetta tími sem vekur innra með mér góðar og hlýjar tilfinningar. Töfrar jólanna og ljósanna sem þeim fylgja eru einstakir. Og nú þegar maður er orðinn ríkur af barnabörnum þá upplifir maður æskujólin sín að einhverju leyti í gegnum þau. Ég sakna oft þess tíma þegar ég var dýralæknir og naut þeirra forréttinda að aka milli bæja með dýralæknatöskuna en aldrei jafn mikið og á þessum tíma. Þakklæti Oft hef ég verið þakklátur fyrir að vera hluti af því einstaka samfélagi sem er á Íslandi, þakklátur fyrir allt það góða starf sem fyrri kynslóðir unnu og við njótum í dag. Það er nefnilega mikilvægt að við sem byggjum þetta land í dag gerum okkur grein fyrir því stórvirki sem kynslóðir ömmu minnar og afa og foreldra þeirra unnu á sinni tíð. Þetta var fólkið sem breytti Íslandi. Færði það inn í nútímann. Þetta var fólkið sem lagði grunninn að öflugum atvinnugreinum og nútímavæddi þær. Þetta var fólkið sem hóf að hitaveituvæða landið og á mikinn þátt í þeirri einstöku stöðu sem við búum við. „svo langt frá heimsins vígaslóð“ Þær fréttir sem okkur berast daglega frá stríðsátökum í Úkraínu eru hryllilegar. Ótrúlegt til þess að hugsa að yfirvöld einnar af þeim þjóðum sem við höfum í gegnum tíðina átt mikil samskipti við og litið á sem vinaþjóð hafi fyrirskipað innrás í nágrannaríki sitt sem við höfum einnig átt góð tengsl við. Það er erfitt að ímynda sér þær hörmungar sem fólkið í Úkraínu upplifir á hverjum degi. Sprengingarnar, árásirnar, dauðinn og harður veturinn þar sem margir eru án rafmagns og hita. Stríðið í Úkraínu hefur áhrif langt út fyrir stríðssvæðið. Það ríkir orkukreppa í Evrópu sem gerir það að verkum að það dregur úr lífsgæðum víða. Þau einföldu lífsgæði sem felast í því að fara í heitt bað eru ekki lengur sjálfsögð hjá mörgum vinaþjóðum okkar. Bændur á Íslandi fara heldur ekki varhluta af afleiðingum stríðsins en verð á áburði hefur til dæmis hækkað gríðarlega. Það er auðvitað ekki neitt í samanburði við hörmungar stríðsins en vekur okkur til umhugsunar um það hvað friður er einstaklega dýrmætur fyrir íbúa heimsins. „Með friðsæl býli, ljós og ljóð, svo langt frá heimsins vígaslóð,“ orti Hulda í kvæði sínu Hver á sér fegra föðurland. Þetta kvæði öðlast aukna dýpt nú þessi misserin þegar „duna jarðarstríð“. Það er margt í kvæði hennar sem kallast á við þá tíma sem við lifum. Vöxtur er forsenda velferðar Við getum verið þakklát fyrir samfélagið okkar og landið okkar. Við höfum sýnt það á síðustu örfáu áratugum að við tökumst á við erfiðleika með samvinnu og samstöðu. Það gerðum við eftir bankahrunið. Það gerðum við í gegnum heimsfaraldur. Við erum lítið samfélag og kvikt og erum fljót að snúa vörn í sókn. Eftir efnahagsáföll þá hafa sterkir atvinnuvegir tekið hratt við sér. Matvælaframleiðsla og orkuframleiðsla hafa ásamt ferðaþjónustunni myndað sterkan grunn fyrir þjóðarbúið. Aukin áhersla á hugvit, bæði með öflugri sókn skapandi greina og hugverkaiðnaðar, er strax farin að leggja grunninn að enn öflugra atvinnulífi um allt land. Sá vöxtur skapar okkur enn fleiri tækifæri og er forsenda sterkrar velferðar. Kæri lesandi. Ég óska þér og þínum gleðilegra og góðra tíma á aðventunni. Megi jólahátíðin vera þér heilög og góð. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og innviðaráðherra. Sigurður Ingi Jóhannsson. Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi sími 550 3000 er með til sölu Jarðirnar Stóru-Hildisey 1 og 3 í Rangárþingi eystra. Myndarlegur húsakostur bæði íbúðarhús og útihús. Nútímafjós með mjaltarþjóni og vélrænni fóðurgjöf. Myklir stækkunarmöguleikar bæði í ræktunn og húsum. Landstærð tæpir 300ha. þar af 110 ha. í ræktunn í dag. Framleiðsluréttur í mjólk ca. 440.000 l. Jörðinn selst með bústofni og vélum til búsins Landstærð tæpir 300 hektarar allt nýtanlegt land. Ræktun um 107 hektarar. Töluverð skjólbeltaræktun. Jörðin selst með bústofni og vélum og 438.470 þúsund lítra framleiðslurétti í mjólk. Bústofns-, véla- og tækjalistar liggja frammi á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar gefur Magnús Leópoldsson, lögg. fasteignasali magnus@fasteignamidstodin.is sími 550 3000 eða 892 6000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.